Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 10
70 MÁNUDAGUR29. MARS2004 Fréttir 0V Prinsessa í reykjarkófi Magdalena Svía- prinsessa varð að yfirgefa flugvél SAS í gærmorgun ásamt 102 öðrum farþeg- um. Farþegarými vélarinnar fylltist af reyk skömmu eftir að farþegar voru komnir um borð. Atvikið átti sér stað á Arlandaflugvelli og var vélin á leið til Genfar. Reykur- inn var vegna olíu sem lak úr öðrum hreyfli vélarinnar og tók viðgerðin tvær stundir.Virtist prinsessan ekki láta töfina á sig fá. Mummi nærri sokk- inn Hafnarvörður í Sand- gerði tilkynnti slökkvilið- inu þar í bæ um bát sem væri að sökkva í höfn- inni um klukkan 14 í gær. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bát- urinn Mummi GK hætt kominn en slökkviliðið hafði snar handtök og tókst að dæla vatni úr honum þannig að ekki fór verr. Líklegt er talið að rafmagnsdæla í Mumma hafi bilað með þessum afleiðingum. Pramma bjargað Stór prammi, sem slitn- aði aftur úr dönsku skipi fyrir helgina og var á reiki úti fyrir Langanesi er kom- inn til Þórshafnar eftir að danskt sanddæluskip dró hann þangað. Björgunar- menn frá Þórshöfn fóru á föstudag á litlum bát að prammanum og festu í hann taug úr togveiðiskip- inu Hoffelli. Ekki fór þó betur en svo að taugin slitnaði í vonskuveðri á föstudagskvöld. Síðar tókst svo að festa prammann aftan í danska skipið og koma honum til hafnar í Þórshöfn. Pramminn er tæplega 50 metra langur og 20 metra breiður. Arnar Jensson erafar þægileg- ur maður í samskiþtum og hófstilltur í framkomu. Arnar hefur mikla skiþulagshæfileika og verður mikið úr verki. Hann er trúaður maður sem fundið hefur trú sinni farveg í söfnuð- inum Veginum. Háskólaneminn, Tom Witchey, þykir heldur betur hafa dottið í lukkupottinn en hann var valinn til að fara á blint stefnumót með stórstjörnunni Britney Spears. Kvöldið endaði á hótelsvítu þar sem Britney stjórnaði ferðinni. „Kynlífíð var ekki afbrigðiiegt á nokkurn hátt. Við fórum hægt og rólega til að byrja með en svo magnaðist leikurinn eftir því sem á leið/' segir Tom. mot og let ungan mann strippa „Britney er rosalega vel vaxin og mjög góður bólfélagi. Hún ræð- ur ferðinni og ekkert annað að gera en hlýða," segir Tom Witchey, 21 árs háskólastúdent frá Kaliforníu, sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fara á blint stefnumót með Britney Spears og njóta síðan ásta með henni fram á morgun. Atburðurinn átti sér stað nýverið í Kaliforníu. og tóku myndir af öllu saman. Brit- ney lét þetta þó ekki spilla gleðinni og bauð Tom að fylgja sér í svítuna á Four Seasons hótelinu í grenndinni. Þar lét söngkonan Tom bíða góða stund eftir sér en birtist síðan í eggjandi fatnaði. „Við kysstumst og klæddum hvort annað úr. Hún réði ferðinni og það fannst mér gott. Kynlífið var ekki afbrigðilegt á nokkurn hátt. Við fórum hægt og ró- lega til að byrja með en svo magn- aðist leikurinn eftir því sem á leið,“ segir Tom. Britney sagði síðan Tom að hún hefði bara einu sinni áður verið með manni sem hún þekkti ekki. Hún sagði honum líka að sína verstu kynlífsreynslu hefði hún hlotið þegar hún var með Wade Robson dansara en sambandið við hann varð einmitt til þess að upp úr slitnaði á milli Britney og Justins Timberlake. Tom segir stefnumótið hafa farið rólega af stað. Hann og Britney hafi skolað niður nokkrum kokteilum og að því búnu farið á ströndina. Þar skipaði Britney Tom að afklæðast og gerði sjálf slrkt hið sama. Þau busluðu síðan nakin í sjónum ásamt tveimur vinum söngkonunn- ar, Charissu Seaman og Josh Clephas. Það var reyndar fyrir til- stilli Charissu, sem er einn af dönsurunum sem fylgja Britney, að stefnumótinu var komið á. Tom segir Britney hafa skorað á sig að kyssa sig. „Hún kyssir stór- kostlega. Kossinn varði lengi og þetta var einmitt það sem þurfti til að brjóta ísinn," segir Tom um fyrsta kossinn en þeir áttu eftir að verða fleiri. Þegar fjórmenningarnir voru búnir að fá nóg af sundinu lentu þeir í leiðinlegu atviki en óprúttnir ljósmyndarar höfðu legið í leynum Tom og Britney eyddu saman næsta degi en ekkert meira gerðist á kynlífssviðinu. Tom er þó vongóður um að endurtaka leik- inn í sumar því Britn- ey hefur gefið í skyn að hún vilji hitta hann í júlí. „Við verðum bara að sjá til hvað gerist. Hún hefur merkilegri hlutum að sinna mér. Samt veit maður aldrei og kannski verður eitthvað meira úr þessu," segir Tom Witchey. Britney Spears Veit hvað hún vill íkynlíf- inu. Hún gamnaði sér með ungum há- skólastúdent næturlangt og virtist alveg vita hvað hún var að - gera. Snyrtilegir þjófar létu greipar sópa hjá sagnfræðingi í San Francisco Skýrslum Skýrslum bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, um John Kerry, for- setaframbjóðanda demókrata, hefur verið stolið frá sagnfræðingi í San Francisco. Gerald Nicosia hefur und- anfarin ellefu ár safnað umræddum gögnum. Nicosia segir að þjófarnir hafi farið inn á heimili sitt á fimmtu- dagskvöld og tekið þrjá af fjórtán kössum eða um fimmtung gagn- anna. „Þeir gengu snyrtilega um og tóku bara gögnin. Önnur verðmæti, svo sem myndavélar, létu þeir vera,“ sagði Nicosia og bætti við að stuldur- inn væri mikið áfall enda hefði hann eytt ómældum tíma í að sanka að sér gögnunum. Gögnin varða eftirlit sem FBI hafði með John Kerry þegar hann FBI um John Kerry stolið gegndi forystu rneðal hermanna sem höfðu barist í Víetnam. Hermennirn- ir lýstu andstöðu við stríðið í stjórn- artíð Nixons forseta og fór Kerry þar fremstur í flokld. Kerry mun sjálfur eiga afrit af gögnunum og hafði á orði nýverið að það væri ótrúlegt hversu öflugt eftirlit hefði verið haft með sér. Nicosia telur ekki ólíklegt að and- stæðingar Kerry hyggist notfæra sér gögnin í komandi kosningabaráttu. „Því miður hef ég ekki lesið öll gögn- in en ég er fúllviss um að þar er að finna upplýsingar um John Kerry sem ekki hafa áður komið frarn," seg- ir Nicosia og bætir við að ennfremur sé líkJegt að gögnin geymi upplýsing- ar sem repúblikanar vilja halda leyndum. John Kerry FBI hafði öflugt eftiriit rrieð Kerry eftir Vietnamstriðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.