Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 25
r 0V Fókus MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 25 » Claudia J. Koestler, umboðsmaður Stuðmanna í Þýskalandi. er skáld og Maðamaður með mikinn áhuga á íslenskri tónlist. Hun á það til að lenda í ýmsum hremmingum eins og þegar hún kynntist tónlist Smðmanna fyrst í hehnaborg sinni Köln. Þá var hún á flótta undan lögreglunni í Köln með sérstakan ránsfeng. bleika afmælisköku í líki Cadillac-bifreiðar laudia J. Koestler 28 ára gamall umboðsmaður Stuðmanna í Þýskalandi er nú stödd hérlendis til að ganga frá útgáfu á safndiski með hljómsveitinni í heimalandi sínu. Hún á það til að lenda í ýmsum hremmingum, bæði hér heima og ytra. Hún kynntist tónlist Stuðmanna fyrst er hún var 15 ára táningur í Köln á flótta undan lögreglunni í heimaborg sinni með stolna tveggja fermetra afmælisköku í líki bleikrar Cadillac-bifreiðar. Kökunni hafði henni og þáverandi kærasta hennar tekist að troða inn í Fíat bíl af minnstu gerð, þó þannig að endinn á kökunni stóð út um hliðarrúðuna og lak niður á götuna. Kökunni höfðu þau stolið úr afmælisveislu hjá einni af þekktustu sjónvarpsstjörnum Þýskalands. Cadillac-afmæliskaka í Fiat „Kærasti minn var píanóleikari og hann hafði verið fenginn til að troða upp í afmælisveislu hjá þessari stórstjörnu. Hann bauð mér með svo ég gæti komist aðeins í kynni við fræga og rika fólkið í landinu," segir Claudia. „Þessi stjarna reyndist svo skíthæll þegar upp var staðið því hann neitaði að borga kærasta mínum fyrir kvöldið. Kærastinn varð reiður og kvaðst ætlað að taka eitthvað með sér úr veislunni. I hliðarsal fundum við svo tveggja fermetra stóra afmælisköku í líki bleikrar Cadillac-bifreiðar. Við ákváðum að stela henni og tókst að troða kökunni inn í bílinn sem kærasti minn átti en það var minnsta tegund af Fíat.“ Claudia segir að þau hafi svo ekið heim með kökuna standandi út um hliðarrúðu bílsins. Morguninn eftir vöknuðu þau upp við að tveir fflefldir lögreglumenn voru að banka upp á hjá þeim í leit að kökunni. „Mér tókst að laumast út um bakgluggann og þótt ég væri próflaus tókst mér að keyra Ffatinn að elliheimili í nágrenninu. Þar gaf ég kokkinum á heimilinu kökuna og hann vildi endilega gefa mér eitthvað í staðinn. Upp úr kafinu kom að kokkurinn var íslenskur og hann gaf mér myndband með Stuðmannamyndinni „Með allt á hreinu". Þetta var í fyrsta sinn sem ég kynntist Stuðmönnum en þegar ég og kærastinn skoðuðum myndina í fyrsta sinn vissum við ekki hvort við ættum að gráta eða hlæja.“ Skrifar handrit að gamanþáttum Claudia er fædd og uppalin Köln. Hún gekk í háskólann þar og nam bókmenntir, stjórnmál og norræna menningu í skólanum. Þegar á skólaárunum var hún byrjuð að vinna fyrir sér sem handritshöfundur að gamanþáttum í þýsku sjónvarpi. Hún hefúr þar að auki skrifað tvær bækur, ljóðabók og skáldsögu og vinnur nú að þriðju bók sinni. „Eftir að skólagöngunni lauk vann ég í hálfu starfi sem handritshöfundur og í hálfu staríi sem blaðamaður _ við tónlistar- tímaritið Spex,“ segir Claudia. „Það var svo á síðasta áratug sem ég fór að . pæla í íslenskri tónlist á ný. Eg var í tuttugusta og eittlivað sinn að skrifa um Björk og fannst mér vanta eitthvað nýtt um íslenska tónlistarmenningu. Því ákvað ég að skella mér til íslands og hlusta á hvað annað væri í gangi hér á þessum tíma.“ Hún segir að sú mikla gróska og gerjun sem var í íslensku tónlistarlífi á þessum tíma hafi komið sér verulega á óvart. „Það var svo margt spennandi í gangi og ekkert af því var þekkt fyrir utan ísland nema Björk,“ segir hún. „I þessari för hitti ég svo Egil Ólafsson söngvara Stuðmanna og mundi þá eftir myndbandinu sællar minningar." Fram kemur hjá Claudiu að í lok þessarar fyrstu heimsóknar til íslands hafi hún skrifað stóra grein um íslenskt tónlistarlíf, allt aftur til ársins 1930. „Já,já Haukur Morthens er með í greininni," segir hún brosmild. „En það athyglisverða er að eftir að þessi grein birtist drukknuðum við næstum því í sfmhringingum og bréfum ffá lesendum sem vildu fá meira og vildu fá að vita hvar þeir gætu nálgast tónlistina á diskum." fslendingar á þýskar hátíðir Claudia segir að eftirspurnin eftir íslenskri tónlist í Þýskalandi hafi verið svo mikil að stórar tónlistarhátíðir þarlendis vildu fá íslenskar hljómsveitir til að troða upp. Hún nefnir sem dæmi að Bubbi Morthens og hljómveitin Stríð og friður og svo Stuðmenn hafi komið til Þýskalands og spilað árið 2001. „Áheyrendur elskuðu þessa tónlist," að venjast. Sungin á íslensku en ekki þetta alþjóðlega bull sem maður heyrir á MTV. Viðbrögðin komu okkur verulega á óvart og íslenskir listamenn tróðu upp aftur á hátíðinni U&D í Wuerzburg árið eftir við góðar undirtektir 25.000 gesta." I máli Claudiu kemur fram að á þessum tíma hafi hún verið byrjuð að aðstoða Stuðmenn við að koma sér á framfæri í Þýskalandi. Margir þýskir útvarpsmenn hafi komið að máli við hana og spurt hvort diskar með ísleriskri tónlist væru ekki fáanlegir þarlendis svo þeir gætu spilað þessa tónlist á stöðvum sínum. „Þetta var svo allt öðruvísi én þeir höfðu heyrt áður, svona eins konar bland í poka og ekki sungið á ensku," segir hún. „BMG útgáfan hafði svó samband við mig og í framhaldinu var ákveðið að gefa út safndisk með Stuðmönnum. Tvö af lögunum verða á þýsku og tvö á ensku en megnið er sungið á íslensku eins og vera ber.“ í fangageymslu á íslandi Claudia virðist alltaf lenda í skringilegum uppákomum þegar hún heimsækir ísland, sem hún gerir oft og reglulega nú um stundir. Hún nefnir sem dæmi að í einni af síðustu heimsóknum sínum fyrir tveimur árum í janúar hafi hún lent ýmsum hremmingum. „Til að byrja með var veðrið þannig að vélin gat ekki lent í Keflavík heldur var beint til Reykjavíkur. Á flugvellinum þar tók ég svo leigubfl upp á hótel," segir hún. „Ég tók eftir því að leigubflstjórinn keyrði mjög sérkennilega og það var eins og hann gæti ekki haldið bflnum á veginum. Eftir skamma stund erum við svo stöðvuð af lögreglunni og í ljós kemur að þessi leigubflstjóri er ölvaður, próflaus og á stolnum bfl. Lögreglan taldi mig meðseka og ég fékk að gista fangageymslur hennar þessa nótt." Ekki tók betra við næsta kvöld þegar Claudia ætlaði niður á tjörn að taka myndir. Hún átti leið framhjá bandaríska sendiráðinu og vildi ekki betur til en að þrír íturvaxnir öryggisverðir tóku hana í gæslu og grandskoðuðu myndavélatösku henr.ar. Þótti taskan í meira lagi grunsamleg. Var hún í haldi þeirra í eina tvo tíma. „Þeir töldu greinilega að ég væri frænka Osama bin Laden," segir hún. Amma með haglabyssu En einhverja sérkennilegustu lífireynslu sína á íslandi segir Claudia vera þegar hún hjólaði í kringum landið árið 2001. „Ég var komin norður í land á hjólinu og veður var afleitt," segir hún. „Það rigndi svo mikið að ég ákvað að hætta við að tjalda og gekk í átt að næsta bóndabæ. Er ég var komin hálfa leið að bænum kemur manneskja út í dyr og beinir að mér haglabyssu. Mér varð um og ó en ákvað að halda áfram. Er ég kom í talfæri við manneskjuna kom í ljós að þetta var amnian á bænum vopnuð. Er hún gat séð mig greinilega lagði hún byssuna frá sér og bað mig afsökunar. Hún hafði nefnilega tapað gleraugum sínum og sá ekki greinilega hver var á ferð.“ Hópur blaðamanna Nú er Claudia mætt á Æ ný og um helgina verður “ hún með bóp af þýskum blaðamönnttm á ferð um 3 borginu að kynna þeim 1 Stuðmenn og íslenska | tónlist. Ilún vonar að hún komist hjá þvf að lenda í * lögreglunni, bandarískum 1 öryggisvörðum, ölvuðum leigu- bflstjórum á stolnum bflum og vopnuðum ömmum í vígahug fri&dÆ segtr Claudia. „Hún var einhvern veginn svo allt öðruvísi en þeir áttu O V. T -* f DV-mynd Stefán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.