Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 Fréttir 0V Skothríð í bakaraofni Þrítug kon: varð fyrir all- óvenjulegri skotárás á heimili sínu á dögunum, þegar hún var hita fiskrétt í bakaraofni sínu. Þegar Per- ez ætlaði að taka fiskinn út úr ofninum mætti henni „skothríð" úr ofninum. Kom í ljós að vinur Perez hafði falið skammbyssu í ofninum nokkrum dögum áður. Þegar ofninn hitnaði þá hitnaði byssan líka og skotin hlupu úr henni. Byssukúla hæfði Perez í lærið og var hún flutt á sjúkrahús. Hún er á bata- vegi og ædar lögregla ekki að aðhafast í málinu, það er skráð sem slys. Steingrímur heiðraði Þjóð- veldisflokkinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar-græns framboðs, var sérstakur heiðursgestur á landsfundí Þjóðveldis- flokksins í Færeyjum nú um helgina. Þar flutti Steingrímur hátíðar- ræðu þar sem hann fjallaði m.a. um sj álfsstæðisb aráttu Færeyinga. Sagði Steingrímur að hann styddi bræður sína í Þjóðveldisflokknum í sjálfstæðisbaráttu þeirra og að hann vonaðist til þess að í formennskutíð íslands í Norðurlandaráði myndi eitthvað verða gert í þeirra málum. Þá nýtti hann tæki- færið og gagnrýndi stríðið í írak og hvernig að því hefði verið staðið. Heilbrigðis- ráðuneytið í Vegmúla Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið flutti um helgina í nýtt hús- næðiíVegmúla3í Reykjavík en starfsemi ráðuneytisins hefur um langt árabil verið að Laugavegi 116 við Hlemm. Afgreiðsla ráðu- neytisins verður af þeim sökurn lokuð í dag, en starfsemi ráðuneytisins verður komin í samt lag á morgun. Trygginga- yf- irtannlæknir vill hærri end- urgreiðslur Reynir Jónasson trygg- ingayfirtannlæknir telur að heilbrigð börn sem fari til tannlæknis á 12-24 mánaða fresti séu almennt vel sett. Reynir segir enn- fremur: „Hins veg- ar þarf sár- lega að finna leiðir til þess að fá hin börnin til þess að fara til tannlæknis. Það þarf að semja um fasta gjaldskrá og hækka endurgreiðslu í 100% fyrir börn því með öðru móti er ekki hægt að ætlast til þess að allir for- eldrar fáist til þess að fara með börn sín reglulega til tannlæknis.“ Vellauðugt bamabarn Thors Jensen vill vera eigandi fínasta einbýlishúss landsins Björnólfiir vill holl langafans „Ffnasta elnbýlishús landsins* var reist og nieöhannaO af Thor Jensen útgerðarjöfri. Nú vill barnabarnið fá eignina í ættina á ný. Björgólfur Thor Björgólfsson í Samson Group skrifaði Þórólfi Árnasyni borgarstjóra í gær formlegt erindi með ósk um „viðræður um framtíð“ Fríkirkjuvegs 11 og staðfesti þar með við DV að hann hafi áhuga á að kaupa þetta glæsilega hús af borginni. Ef sá vilji gengur eftir eignast Björgólfur Thor húsið sem langafi hans Thor Jensen kaup- og útgerð- armaður átti en Björgólfur staðfestir að í bréfinu til borgar- stjóra nefni hann einmitt fyrrum eignarhald langafa síns á húsinu. Húsið er einkar glæsilegt og kom enda sterklega til greina á sínum tíma að þetta hús frekar en Höfði yrði mót- tökuhús borgarinnar. Ef af kaupum Björgólfs Thors verður þá munu vart finnast glæsilegri hús í einkaeigu í Reykjavík. Dýr rekstur og viðhald Undanfarin ár hefur fþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur haft starf- semi sína í húsinu, en það þykir ekki hentugt til skrifstofustarfa vegna frið- unarskilmála. Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarfulltrúi segir í því sam- bandi að væntanlegur kaupandi muni kaupa húsið með þeim annmörkum sem húsaíriðun fylgir og einnig þyrfti að afmarka lóðina, því ekki væri gerlegt að hún öll fylgdi með í kaupunum, enda eitt af grænu svæðum borgarinn- ar. Steinunn segir að húsið sé ekki formlega komið í sölu, en að vissulega komi sala vel til greina. „Húsið þykir dýrt í rekstri og í viðhaldi og það er ekki sérlega hentugt fyrir opinbera stofnun, ekki síst þar sem allar breyt- ingar eru ströngum skilyrðum háðar. Það gildir reyndar um fleiri gömul hús, sem borgin hefur haft áhuga á að selja,“ segir Steinunn. Billjarðstofa og vínkjallari Fríkirkjuvegur 11 er rimburhús sem Thor jensen lét reisa á ámnum 1907-1908 og telst Thor hafa teiknað húsið með Einari Erlendssyni arkitekt. Það var friðað samkvæmt þjóðminja- lögum 1969 og af borgarstjóm 1978. Húsið er yfir þúsund fermetrar og er brunabótamat þess yfir 160 miljónir króna, en væntanlegt kaupverð líklega nokkm meira. Húsið var talið „fínasta einbýlishús landsins", en það er í svokölluðum Palladio-stíl með margs konar klassísku skrauti og útflúri. í því vom 15 herbergi auk eldhúss. Þar var billjarðstofa og vínkjallari og þegar veislur vom haldnar gám 24 setið til borðs í borðstofunni. Húsið kostaði 1908 álíka mikið og öll gjöld Reykjavík- urbæjar vom það ár. Á heimilinu vom 17 manns þegar flest var, Thor Jensen og kona hans, ellefu börn þeirra hjóna, gömul amma og þrjár vinnukonur. Hersveit eða léttsveit? Svarthöfði dáist að Birni Bjarna- syni dómsmálaráðherra. í alvöm tal- að! Svarthöfði gerir sér fyllilega grein fyrir því að sumir taka skrif hans ekki nema mátulega hátíðlega á stundum og telja jafnvel að f þeim votri á stundum fyrir kaldhæðni, háði og spotti. Svarthöfði veit líka að hann gerist því miður stundum sekur um slík stílbrögð. En ekki núna. Svart- höfða er fúlasta alvara: Hann dáist að Birni Bjamasyni. Því sjáið þið bara hvað Björn hef- ur afrekað. Fyrir mörgum ámm orð- aði Björn þá hugmynd sína og það sérstaka metnaðarmál sitt að koma hér upp íslenskum her. Og þið mun- ið hver viðbrögðin vom. Það var bara hlegið að Birni. Hann var í mörg ár að súpa seyðið af þessari hreinskilni sinni, alltaf þegar á hann var minnst, þá fýlgdi það sögunni að þetta væri maðurinn sem vildi fá ís- lenskan her. Og hugmyndin þótti svo fáránleg að það munaði minnstu að Björn væri hrakinn úr pólitík undan hlátra- sköllunum. Ekkert vissu menn asna- legra. En nú hefur Birni lukkast ætlun- arverk sitt. Það er kominn á fót ís- lenskur her, þrátt fyrir öll lilátrasköll andstæðinga Björns. Bjöm mun að vísu - minnugur þess hversu slæm viðbrögð hann fékk upphaflega - malda í móinn og halda því fram að þetta sé enginn her en við vitum auðvitað betur. Því hvað á að kalla það annað en hersveit, þegar ís- lenskur maður stýrir alvopnaðri her- deild og gegnir nafninu ofursti? Kannski léttsveit? En fyrir þessa þrautseigju - að vera samt búinn að koma upp her- deildinni sinni - þá er ekki hægt ann- Hann er réttur maður á réttum að en dást að manninum. Hvílík stað, Björn. þrautseigja, hvílík herstjórnarlist. Svarthöföi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.