Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 Fréttir DV Reyklaus svæði gagns- laus Hin svokölluðu „reyklausu svæði" á veit- inga- og kaffihúsum og bör- um eru gagnslaus því þar er nánast sama magn eitur- efna af völdum tóbaksreyks og á reyksvæðum. Þetta kemur fram í rannsókn sem læknar í Ástralíu létu gera á 17 mismunandi stöðum sem buðu upp á „reyklaus svæði. Löcj um hluta- störf Alþingi hefur samþykkt ný lög um starfsmenn í hlutastörfum, sem eru inn- leiðing á tilskipun Evrópu- sambandsins um rammasamninginn um hlutastörf, sem Evrópusamband verkaiýðsfélaga, Samtök evrópskra iðn- og atvinnurek- enda og Evrópu- samtök fyrirtækja með opinberri eignaraðild hafa gert. I lögunum segir að markmið þeirra sé að koma í veg fyrir mismunun starfsmanna í hlutastörfum og stuðla að auknum gæð- unt slíkra starfa. Áaðleyfa spilavíti á íslandi Arna Schram blaðamaður Já, mér fínnst að það ætti að leyfa spilaviti á Islandi. Ég er á móti öllum boðum og bönn- um. Hins vegar á að vera eftir- lit með þeim og einhver skil- yrði eins og aldurstakmark gesta. Þá á ekkert að vera því til fyrirstöðu að hérséu starf- rækt spilavíti fyrirþá sem vilja sækja slíka staði. Hann segir / Hún segir Þetta er flókin spurning eink- um vegna þess að við starf- rækjum spilakassa. En min persónulega skoðun er að það eigi ekki að leyfa spilavíti. Eins og staðan er í dag þá eru leyfðir spilakassar en það gleymist alltafí þeirri umræðu að Háskóli Islands er með hæstu vinningana.Jú, ég get heldur ekki neitað að við ætt- um að huga að þvi hvort við eigum að leyfa áfram þá kassa, þrátt fyrir að við mynd- um tapa tekjum á því banni. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknirá Vogi og formaðurSÁÁ. Margrét Ómarsdóttir á geðsjúkan son sem haldinn er þunglyndi og kvíða. Hann er hættulegur sjálfum sér og foreldrarnir mega ekki af honum líta. Síðustu mánuði hefur hún staðið í mikilli baráttu við kerfið við að fá fyrir hann viðunandi læknis- hjálp. Baráttan við Barna- og unglingadeildina „Drengurinn er hættulegur sjálfum sér þegar hann er hvað veikastur og mikil hætta á að hann fremji sjálfsmorð," segir Mar- grét Ómarsdóttir um fimmtán ára gamlan son sinn. Hann er haldinn miklu þunglyndi og kvíða. Undanfarin fjögur ár hefur hún staðið í mikilli baráttu við að fá hjálp fyrir son sinn og er orðin þreytt á samskiptum sínum við Barna- og unglingageð- deildina, BUGL. „Síðustu þrjár vikur hafa verið al- veg skelfilegar," heldur Margrét áfram en fyrir þremur vikum varð drengur- inn mjög veikur. „Hann var þá stadd- ur í Hveragerði hjá skyldmennum sínum og reiddist snögglega sem er mjög algengt hjá fólki með þennan sjúkdóm. Hann rauk út og fór gang- andi af stað heimleiðis. Það var kalt og komið myrkur og eftir að bæði lögregla og við höfðum leitað að honum meirihluta nætur og fundið hann þá fórum við með hann illa til reika og í alvarlegu ástandi á Barna- og unglingageðdeild og óskuðum eft- ir hjálp. Þar komum við að lokuðum dyrum og var sagt að ekki væri tekið á móti börnum á næturnar." Eftir að hafa venð vísað frá hjá BUGL fóru þau hjónin með drenginn á Geðdeild Landspítalans. Þar var hann tekinn inn en útskrifaður strax daginn eftir. Þau fóru þá aftur á Bama- og unglingageðdeildina og þar var tekið á móti þeim Margrét með son sinn Hún erorðin I þreytt á að berjast við kerfið og eyða | allri sinni orku I það. Efþetta heldur I svona áfram versnar ástandið. en drengurinn hafði ekki verið þar í 20 mínútur þegar hann stakk af og týndist. „Við fundum hann eftir þrjár klukkustundir og fómm aftur með hann. Eina ferðina enn er okkur vísað með hann á fullorðinsdeild þar sem tekið var á móti honum. Þar var hann í nokkra daga og fékk hjálp en aðeins til bráðabirgða, þannig að ekkert markvisst kom út úr því,“ segir Mar- grét og botnar hvorki upp né niður í þessari hringavitleysu. Og hún er ekki ein um að hafa átt í vandræðum með að finna boðlega hjálp handa syni sínum. Samkvæmt heimildum blaðsins er biðlistinn á Barna- og unglingadeild alltof langur. Til em dæmi um að foreldrar hafi orðið að taka sér fh' ffá vinnu til að vakta börn og unglinga heima hjá sér svo vikum skipti á meðan beðið var eftir plássi. Ein fjölskykia hér í bæ varð að sendayngri systkini sjúklings- ins til ömmu og afa á meðan mamma og pabbi reyndu að halda viðkom- andi sjúklingi niðri og hindra að hann skaðaði sjálfan sig og aðra. Biðu lengi eftir plássi í tilfelli sonar Margrétar þá var hann útskrifaður af Geðdeild Landspítalans tveimur dögum eftir að hann var lagður inn í seinna skiptið. Þá með því skilyrði að hann kæmist strax inn á Barna- og ung- lingageð- deild. En ! Margrét beið. Og sonur hennar beið. Þau biðu sam- an heima í þrjár vikur. Allan þann tíma varð hún, vakin og sofin, að gæta drengsins og fylgjast með líðan hans. „Og það sem verra er er að allir á heimilinu tipla á tánum og systkini hans tvö verða oft á tfðum að fara að heiman til að geta andað. Þetta hefur áhrif á alla fjölskylduna og samskipta- mynstrið verður sjúkt," segir Margrét sem er orðin óskaplega þreytt á að bíða eftir að fá mannsæmandi hjálp handa sjúkum syni. Nú nýlega kom hún drengnum inn á dagdeild unglingageðdeildar- innar en það gekk ekki eftir fyrr en eft- ir miklar hótanir: „Við fengum að- stoðarmann heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra í lið með okkur því af einhveijum óskiljanlegum ástæðum mæta allir lokuðum dyrum hjá BUGL. Ég skil ekki hvers vegna ekkert gerist hjá þessari stofnun en samkvæmt bráðabirgðasamningum sem gerðir voru í fyrra á að vera hægt að aðstoða börn sem bíða eftir plássi og þá sem þurfa bráðaþjónustu." Allir farnir héim nema fjórir sjúklingar Margrét segir furðulegar sögur af því hvemig hlutimir ganga á BUGL. Hún væri til dæmis til í að fá al- mennileg svör við því hvernig stóð á því að þegar þau sótm son sinn á föstudagskvöldið þá vom allir nema fjórir sjúklingar famir heim. „Ég spurði hvort þetta væri vanalegt en hef enn ekki fengið svör við því. Því gátu þeir ekki tekið son minn inn ef svona fátt er um helgar?" Margrét segir undanfarin fjögur ár hafa verið skelfileg. Sonur hennar þarfnist faglegrar hjálpar og allt líf fjölskyldunnar snúist um að reyna að bjarga honum. Sorglegast í því sam- hengi er að rifja upp skýrslur ffá því hann veiktist fýrst. Þar stendur svart á hvítu að ef hann fái ekki á hjálp - sem hann hefur ekki fengið og er ekki að fá - muni ástand hans versna. Og ástandið hefur svo sannarlega versn- að. Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar Ástandið verra en nokkru sinnifyrr „Ástandið er verra en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir fögur fyrirheit heil- brigðisráðherra fyrir ári síðan um að eitthvað yrði gert til að leysa þann vanda sem biðlistar á Bama - og ung- lingageðdeUdar, BUGL, skapa,“ segir Sveinn Magnússon, fVamkvæmda- stjóri Geðhjálpar. Sveinn segir að ástandið sé alveg hörmulegt, foreldrar bíði mánuðum saman eftir vlðtali og dæmi séu um að foreldrar þurfi að setja önnur börn sín út af heimilinu til að geta annast það sjúka. „Ég segi það nú ekki að ekkert hafi gerst, það hefur verið stofnaður upp- byggingasjóður BUGL sem talsvert fé hefur borist í og þarfagreining er í gangi. Við vonumst til að geta farið af stað með byggingaframkvæmdir á þessu ári en i sjóðinn er komið vel á annaðhundrað milljóna," segir Ólafur Guðmundsson yfirlæknir BUGL. Foreldrar eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir að eitthvað gerist og blaðinu er kunnugt um foreldra sem hafa þurft að taka sér frí í vinnu til að vera yfir fársjúkum bömum sínum sem deildin hefur ekki séð sér fært að taka við- Á meðan beðið er eftir innlögn eru heimilin í herkví og systkini þurfa að yfirgefa heimili sín. Reynt hefur verið að leita til bráðamóttöku Geðdeildar en þar er börnum vísað frá vegna þess að þau em of ung. Barna - og unglingageðdeild Biðin er löng og heimili veikra barna eru oft i herkvi á meðan foreldrar biða eftirplássi. Sátt hefur náðst í einu dómsmálanna í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði árið 2000 Dómsátt við tryggingafyrirtæki ísleifs Friðrik Þór Guðmundsson missti son í flugslysinu og segir að að- standendum ungmennanna tveggja hafi ekki þótt málið nógu vel rann- sakað hér og því hafi þeir ákveðið að kanna möguleika á málarekstri í Bandaríkjunum. Tryggingafyrirtæki ísleifs Ottesen, Codan, var lögsótt en áður en til meðferðar kom fyrir dómi náðist sáttin. Fyrirtæki Þorleifs Júlí- ussonar, Julie’s Aircraft Service í Texas, skoðaði flugvélina og gaf út lofthæfisskírteini fyrir slysið. Aðal- meðferð þess máls verður vestan- hafs í október íhaust. Bæði fyrirtæk- in fóru fram á að málin yrðu tekin fyrir hér á landi en því hafnaði bandaríski dómarinn. „Upphæð dómsáttarinnar er trúnaðarmál, hún fellur úr gildi ef upphæðin er opinberuð. Hún er þó hærri en ef málið hefði eingöngu verið tekið fyr- ir hér, og teljum við það ástæðu þess að fyrirtækin vildu rétta hér en ekki í Bandaríkjunum," segir Friðrik Þór Guðmundsson. Friðrik Þór Guðmundsson Upphæðin í dómsáttinni er trúnaðarmái en hærri en fengist hefði hérá landi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.