Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAQUR 29. MARS 2004 Sport DV Yngsturtil að skora 40 stig Leborn James, leikmaður Cleveland í NBA- deildinni í körfubolta varð um helgina yngsti leikmaðurinn frá upphafl til að skora 40 stig í einum leik. James skoraði 41 stig og sendi 13 stoðsendingar í 107-104 sigri Cleveland á New Jersey Nets. James var 19 ára og 87 daga gamall þegar leikurinn fór fram og bætti 24 ára met Cliff Robinson sem var 19 ára og 361 dags gamall þegar hann skoraði 45 stig fyrir Detroit 1980. James skoraði 16 stig í fjórða leikhluta og þar á meðal tíu síðustu stig leiksins en James hitti úr 15 af 29 skotum sínum, nýtti öll 10 vítin og tapaði aðeins 2 boltum. Breyting á úrvalsdeild Úrvalsdeild karla í handbolta verður með örlítið breyttu sniði á næsta tímabili en fyrirkomulagið helst þó óbreytt, það er mótið verður þrískipt. Breytingin, sem gerð var á Ársþingi HSÍ um helgina er sú að lið sem mætast í forkeppninni mætast ekki aftur í úrvalsdeild eða 1. deild en taka hins vegar úrslitin úr fyrri leikjum með sér þangað. Þessi breyting var gerð til þess að minnka hið mikla leikjaálag sem hefur verið á íiðunum eftir að keppni hófst að nýju eftir EM í Slóveníu. Á næsta tímabili mun því áfram vera spilað í tveimur riðlum í forkeppni, liðin vinna sig þaðan inn í úrvalsdeild eða 1. deild og svo loks í úrslitakeppni. Celticvann Rangers Celtic bar í gær sigurorð af Rangers, 2-1, á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Henrik Lars- son og Álan Thompson skoruðu mörk Celtic en Steven Thompson minn- kaði muninn fyrir Rangers undir lokin. Celtic hefur nú nítján stiga forystu á toppi deildarinnar og hefur unnið fimm síðustu leikina gegn Rangers. íslenska landsliðið verður án sinna tveggja bestu manna í Albaníu á miðvikudag- inn en Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir meiddir og þurftu að boða forföll. Enginn Eiður Smari og enginn Hermnnn Það ætlar að ganga illa hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu að stilla upp sínu sterkasta landsliði í vináttulandsleikjum. í gær kom í ljós að tveir sterkustu leikmenn liðsins, Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson, verða ekki með gegn Albaníu í Tirana á miðvikudaginn vegna meiðsla. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari, sagði í samtali við DV Sport að hann teldi þennan leik gegn Albaníu gffurlega mikilvægan og að hann markaði upphaf undir- búningsins fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það hlýtur því að vera slæmt fyrir liðið að bæði Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen verða ekki með gegn Albaníu enda þar á ferðinni tveir bestu leikmenn liðsins. Eiður meiddur á nára Eiður Smári fór meiddur út af í hálfleik gegn Wolves um helgina og sagði Ranieri að hann hefði neyðst til að skipta honum út af. Eiður Smári meiddist á nára og þurfti því að boða forföll í leiknum. Hermann lék ekki með Charlton gegn Aston Villa um helgina vegna meiðsla aftan í læri og sagði í samtali við DV Sport í gær að tíminn væri einfaldlega of naumur fyrir leikinn gegn AJbaníu. Tíminn of naumur „Ég meiddist undir lok leiksins gegn Newcastle um síðustu helgi og hef æft hálfmeiddur síðan þá. Ég gat ekki spilað um helgina gegn Aston Villa og tíminn fyrir leikinn gegn Albaníu dugir bara ekki til. Svona meiðsli þurfa tíma og ég vonast til að verða orðinn klár í slaginn þegar Charlton spilar næst eftir tvær vikur. „Það er að sjálfsögðu hundfúlt að missa af þessum leik en það er lítið sem hægt er að gera." Það er að sjálfsögðu hundfúlt að missa af þessum leik en það er lítið sem hægt er að gera," sagði Hermann í gær. Gylfi Einarsson hjá Lillestrom var í gær valinn í landsliðshópinn í stað Hermanns Hreiðarssonar. oskar@idv.is Lokaumferð RE/MAX-deildar kvenna í handbolta fór fram á laugardaginn. Valskonur tryggðu sér annað sætið Kvennalið Vals tryggði sér annað sætið í RE/MAX deild kvenna með 26-23 útisigri á Stjörnunni á laugardaginn í hreinum úrslitaleik liðanna. Lokaumferð deildarinnar fór þá fram og eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst á fimmtudaginn. Berglind íris Hansdóttir, markvörður Vals, reyndist Stjörnu- stúlkum afar erfið en Berglind kórónaði frábært tímabil með því að verja 22 skot í síðasta leiknum á laugardaginn. Berglind bætti líka um betur og skoraði eitt marka Vals í leiknum. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik réðust úrslit leiksins á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þegar Valskonur breyttu stöðunni úr 16-14 fyrir Stjörnuna í 17-23 fyrir sig og eftir það var ekki aftur snúið. „Þetta var mjög mikilvægur sigur enda markmiðið að losna við að spila við ÍBV þangað til í lokaúrslitunum," sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, fyrirliði Vals, eftir leik. Drífa Skúladóttir skoraði sex mörk fýrir Val og Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 5 en hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir 7 mörk. ÍBV fékk deildarmeistaratitilinn eftir 33-22 sigur á Haukum og Grótta/KR tryggði sér sjötta sætið með 33-36 sigri á KA/Þór fyrir norðan. Þá vann FH botnlið Fram, 26-23 en fyrir umferðina var ljóst að Hafnarfjarðarliðin myndu mætast. LOKASTAÐAN Lokastaða í RE/MAX deild kvenna: (BV 24 19 0 5 749-610 38 Valur 24 17 1 6 585-504 35 Stjarnan 24 1608 601-547 32 Haukar 24 13 1 10 643-638 27 FH 24 13 0 11 637-593 26 Gró./KR 24 10 3 11 598-618 23 Víkingur 24 10 1 13 559-579 21 KA/Þór 24 6 1 17 589-696 13 Fram 24 0 1 23 507-683 1 Þessi lið mætast í 8 liða úrslitum: (BV-KA/Þór Valur-Víkingur Stjarnan-Grótta/KR Haukar-FH * 8 liða úrslitin hefjast 1. aprfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.