Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 24
4 24 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 Fókus DV 4 is. € David Byrne Grown Backwards ★ ★★ Nonesuch/Skífan Breski ný-soul söngvar- inn Lemar hefur notið mik- illa vinsælda í heimaland- inu allt frá því að hann tók þátt í Fame Academy sjón- varpsþáttunum árið 2002 þar sem hann lenti í þriðja sæti. Dedicated er fyrsta platan hans. Hún kom út í Bretlandi seint í haust og seldist mjög vel, en nýlega kom hún á markað í öðrum Evrópulöndum, þ.á.m. hér- lendis. Lemar sem er 25 ára fyrrverandi bankastarfs- maður er alveg þokkalegur söngvari og sumar laga- smíðarnar á plötunni hans eru allt í lagi, en það skemmir fyrir henni hvað framreiðslan er ofboðslega steríl. Útsetningamar em ekta r&b meðalmennska og það er eins og alla tilfinn- ingu vanti. Útkoman er fyr- irbæri sem virkar engan veginn: Sálarlaus soul- plata. Trausti Júlíusson. David Byrne er einn af þessum tónlistarmönnum sem valda alltaf smá von- brigðum. í hvert sinn sem hann sendir frá sér plötu vonar maður að hann geri eitthvað poppað og snappí og skemmtilegt eins og þegar hann var í Talking Heads en alltaf skal hann finna einhverja nýja leið til þess að gera eitthvað gáfu- legt og áhugavert... Á þess- ari nýju Byrne plötu stígur hann samt hálft skref til baka í poppið. Hér eru mörg fín lög og eins og alltaf flottir textar, t.d. Tiny Apocalypse, The Man Who Loved Beer og Glass, Concrete & Stone. Nöfnin segja allt sem segja þarf. Þetta er plata sem vinnur á og ekki skemmir að 10 mín. útgáfa af laginu Lazy sem Byrne gerði með X-Press 2 fylgir með sem aukalag. Trausti Júlíusson Hljómsveitin N*E*R*D Skip uð þeim Pharrell Williams og Chad Hugo, sem mynda pródúseradúóið Neptunes, og æskufélaga þeirra, söngvaran- um Shay. Tónlistin á nýju plöt- unni er fjölbreytt sambland af rokki, fönki og poppi. m Ein afþeim plötum sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu á árinu 2004 er önnur plata hljómsveitarinnar N*E*R*D, Fly OrDie, en frumsmíð þeirra In Search Of... þótti mikill kjörgripur og hlaut m.a. bandarísku Shortlist-verðlaun in. Trausti Júlíusson tók púlsinn á þessu marglofaða þríeyki frá Virginiu-fylki. upprisa Bandaríska hljómsveitin N*E*R*D vakti gríð- arlega athygli fyrir sína fyrstu plötu In Search Of... Hún fékk Shortlist-verðlaunin (bandarísku Mercury verðlaunin) fyrir hana og platan var líka víða á listum yflr bestu plötur ársins 2002. Nú er komin út ný N*E*R*D-plata, Ffy Or Die. N*E*R*D er skipuð þeim Pharrell Williams, Chad Hugo og Shay, en þeir tveir fyrrnefndu eru þekktari sem pródúseratvíeykið Neptunes. Ótrúleg velgengni Neptunes hafa notið ótrúlegrá vinsælda sem pródúserar sfðustu ár og þó að þeir séu vinnu- þjarkar þá þurfa þeir að neita fullt af verkefnum. Neptunes slógu í gegn með fyrstu Kelis plötunni, Kaleidoscope, en síðan hafa þeir m.a. pródúserað Nelly (Hot In Herre), Jay-Z (I Just Want To Love Ya), Mystikal (Shake That Ass), Foxy Brown (Candy), 01 Dirty Bastard (Got My Money) og Ja Rule (Pop Nigga) auk þess sem þeir eiga stóran þátt í velgengni bæði Britney Spears og Justin Tim- berlake. Þeir gerðu Slave For U og Boys fyrir Britn- ey og þeir áttu stóran þátt í því að Justin breyttist úr hlægilegum strákahljómsveitarlúða í kúl popp- ara. Þeir eiga nokkur lög á plötunni hans, Justified, þ.á.m. Rock Your Body og Senorita. Neptunes eru frá Virginiu rétt eins og Timbaland og Missy Elliott og þeir voru reyndar í hljómsveit með Timbaland á unglingsárunum. Mikil snilligáfa samankomin þar. Eftir að Neptu- nes fóru að moka út smellum og ásóknin í að fá þá til að pródúsera jókst sá Pharrell sig knúinn til að gefa út eftirfarandi yflrlýsingu: „Að gefnu tilefni vil ég leiðrétta þann misskilning að við séum svarið við kreppunni í tónlistariðnaðinum." Vinnualkar með fullkomnunaráráttu Þeir Pharrell og Chad eru miklir fullkomnunar- sinnar og eru greinilega ólatir til vinnu. In Search Of... platan kom út í tveimur útgáfum. Þegar fyrri útgáfan var fullkláruð þá voru þeir ekki alveg ánægðir. Hún var að mestu unnin með tölvum, syntum og samplerum og var gefin út í litlu upp- lagi í Bredandi árið 2001. Þeir félagar voru ekki sáttir við hljóminn á henni og fengu þess vegna hljómsveitina Spymob til þess að taka hana upp aftur með hefðbundnum Jiljóðfærum. Sú útgáfa kom út árið 2002 og er mun betri. Á nýju plötunni er tónlistin spiluð með hefð- bundnum hljóðfærum, en nú eru það ekki með- limir Spymob sem spila á þau heldur Pharrell og Chad sjálfir. Það gat svo sem verið að þessir gaurar gætu spilað á nánast hvaða fújóðfæri sem er ofan á allt annað! Tónlistin á Fly Or Die er framhald af tón- listinni á fyrstu plötunni. Þetta er sambland af rokki, poppi og fönki. Sum lögin gætu alveg verið á plötu með einhverri enskri nýbylgjusveit, en í öðrum kemur Neptunes grúvið í gegn. Það er lít- ið af gestum á plötunni, en Joel og Benji Madden úr Good Charlotte syngja í laginu Jump, Lenny Kravitz spilar á gítar í laginu Maute og í sama lagi trommar Questlove úr The Roots. Star Trak fyrirtækið Auk þess að gera út Neptunes og N*E*R*D reka þeir Pharrell og Chad plötufyrirtækið Star Trak. Þeir eru miklir Star Trek menn og nafnið er merki um það. Síðasta sumar sendi Star Trak frá sér safnplötuna Neptunes Presents The Clones og það var ekki að því að spyrja, hún fór beint á toppinn vestra. Á henni eru helstu tónlistarmenn útgáfunnar ásamt listamönnum sem Neptunes hafa unnið með, þ.á.m. Jay-Z, Busta Rhymes, Nelly, Snoop Dogg, Clipse og Kelis. Plötudómar 1, (7) Franz Ferdinand - Darts Of Pleasure 2. (2) N*E*R*D- She Wants To Move 3 . (') P'Hk lörease - Fever 4. (5) Cypress Hill - What's Your Number 5. (-) Gísli - Passing Out 6. (-) Scissor Sisters - Laura 7. (3) Franz Ferdinand - Take Me Out Q. (7) Chicks On Speed/Peaches - We Don't Play Guitars 10 J4) The Von Bondies - Broken Man Lokaverk Roger Waters með I dag kemur w __ Pink Floyd plötunni The Final Cut sem upphaflega kom út árið 1983. Platan var lokaverkefni Roger Wa- ters með hljómsveitinni, en hann samdi öll lög og texta á henni. The Final Cut er eins konar framhald af The Wall. Á henni fjallar Roger m.a. um dauða föður síns í seinni heims- sfyrjöldinni. Nýja útgáfan er endurhljóð- blönduð og á henni er eitt aukalag, When The Tigers Broke Free sem var gefið út á smáskífu árið 1982, en var aldréi með á upphaflegu útgáfunni afThe Final Cut. nms og nafnið gefur til kynna átti The Final Cut að vera síðasta plata Pink Floyd. Hljómsveitin hætti í kjölfar hennar og bæði Roger Waters og Dave Gilmour sendu frá sér sóló- plötur á árinu 1984. Dave end- urstofnaði hins vegar hljómsveitina árið 1986 og tilraunir Rogers til að stöðva hann með málshöfðun báru ekki árangur. I raun er næstum hægt að segja að The Final Cut sé sólóplatan með Roger Waters því að hann á ekki bara hugmyndina og öll lögin heldur gerði hann myndirnar á umslaginu líka. Roger Waters The Final Cut ereiginlega sólóplata hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.