Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 75 E*V Fréttir Varnir gegn hryðjuverkum Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ætla að berjast sameiginlega gegn hryðjuverkum í álfunni og var samkomulag þess efnis undirritað í Brussel í fyrradag. Þar ákváðu leiðtogamir hvernig aðgerðum í baráttunni við hryðjuverk yrði háttað og var Gijs de Vries, frá Hollandi, skipaður í nýtt embætti yfirmanns hryðjuverkavarna ESB. Þótti leiðtogafundurinn bera þess merki að flestir vom að koma beint frá Madrid þar sem þeir vom viðstaddir minngarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkanna þar í borg fyrr í þessum mánuði. Tveir skotnir í írak Skotárás var gerð í borg- inni Mosul í norðurhluta íraks í gær. Tveir grímu- klæddir menn réðust að tveimur öryggisvörðum, Kanadamanni og Breta, og létu þeir lífið í árásinni. Mennirnir störfðu við orku- ver nærri staðnum þar sem árásin var gerð. Forkólfur í skoskum náttúruverndarmálum telur mikilvægt að íslendingar sýni stórhug þegar Vatnajökull verður gerður að þjóðgarði en telur að Kárahnjúka- virkjun eigi ekki að vera hluti þjóðgarðsins Landsvirkjun og Alcoa ben skylda til að opplýsa fó „fslensk stjdrnvöld hafa ákveðið að nýta náttúruauðlindir lands- ins til að snúa efnahagsþróuninni við," segir Roger Crofts, fyrr- um framkvæmdastjóri Náttúruverndarstofnunar Skotlands. „En þegar náttúmauðlindir em notaðar þá tapast eitthvað en það koma einnig upp kostir. Það verður bara að passa upp á að kostirnir séu fleiri en ókostirnir. Ég vil sjá meira sjálfstæði í umhverfismatinu," segir Roger. I undirbúningi er að gera Vatna- jökul að þjóðgarði og hefur Crofts sem situr í stjórn Alþjóðlegu nátt- úmverndarsamtakanna fylgst með undirbúningnum. Að hans mati þarf þjóðin að vera stórhuga svo útkom- an verði sem best fyrir alla. Crofts flutti erindi á Hótel Borg fyrir helgi, á vegum Landverndar og Land- græðslu ríksins og telur hann að Vatnajökull sjálfur sé aðeins hluti þess vistkerfis sem þarf að vernda. jökulámar, gljúfrin, sandarnir og slétturnar, mótuð af jöklinum og undir sífelldum áhrifum, eru órjúf- anlengur hluti af þessari heild sem og gróðurinn, dýralífið og fjöllin að mati Crofts. Erindi hans nefnist Vatnajökuls- þjóðgarður - stærri og betri fýrir alla og á eftir svaraði Croft fyrirspurnum úr sal. Aðspurður um hvort virkjanir og þjóðgarðar fæm saman svaraði Croft því játandi og benti á nokkur dæmi ffá Skotlandi þar sem virkjan- ir hafa verið innan þjóðgarða ámm saman. „En hér á landi er annað uppi á teningnum. Kárahnjúkavirkj- un er svo mikið tilfinningamál hjá fólki og verður það áfram hjá ýms- um hér og í útlöndum um ókomna tíð. Aðrir gera málamiðlanir á eigin mati. Að gera Kárahnjúkavirkjun að hluta af þjóðgarðinum strax gæti sett allt á annan endann, skynsam- legra væri að gera það síðar. Mín skoðun er sú að virkjun eigi ekki heima í þjóðgarðinum eins og er“ sagði Crofts.„En í ljósi þess að vegir hafa verið lagðir um framkvæmdasvæðið til að tryggja fólki aðgang, þá hvílir sú skylda á höndum Alcoa og Landsvirkjunar að upplýsa fólk um svæðið og kynna það betur, þeir hafa fjármagnið til þess.“ Crofts hefur farið fram á við Kárahnjúkavirkjun er svomikiðtii- finningamál hjá fótki og verðurþað áfram hjá ýmsum hér og f útíöndum um ökoma tíð Alcoa, að fyrirtækið leggi fram fé til að hægt sé að þróa hugmyndina að Vatnajökulsþjóðgarðinum en hefur ekki fengið nein svör. Hann vonar að forráðamenn fyrirtækisins fylgist með hugmyndunum og komi að þeim á jákvæðan hátt. Ferð fyrir 2 til London eða Kaupmannahafnar Á hverjum föstudegi til páska verður dregið úr öllum áskrifendum DV og sá heppni fær ferð fyrir 2 með lceland Express til London eða Kaupmannahafnar. Áskriftarsíminn er 550 5000 Vinningshafar verða kynntir í helgarblaði daginn eftir útdrátt. Með DV fylgist þú betur með þjóðmálaumræðunni hverju sinni. Helgarblaðið fylgist með þeim einstaklingum sem skara fram úr. Helgarviðtalið, krossgátan, sérstæð sakamál og margt fleira. DV tekur á málum af harðfylgi og áræðni. DV veitir stjórnvöldum hverju sinni kröftugt aðhald. Á DV duga engin vettlingatök.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.