Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 Fréttir DV ísland gegn vopnavið- skiptum Amnesty International hefur undanfarið vakið at- hygli á nýrri herferð sem samtökin hafa hafið gegn verslun með skotvopn. Talsverður þrýstingur hefur verið á ráðamenn í Bret- landi að styðja baráttuna, sem meðal annars felur í sér að útbúa sáttmála sem takmarkar verslun með skotvopn á milli landa. „Átta þjóðir hafa þegar lýst yfir stuðningi við herferð- ina en samt hefur ríkis- stjórn Bretlands, þvert á yf- irlýsta stefnu sína, ekkert gert í málinu," segir dr. Mick North sem fer fyrir baráttuhópi fyrir átakinu í Bretlandi. Þær þjóðir sem hafa lýst yfir stuðningi við málstaðinn fram að þessu eru ísland, Kambódía, Finnland, Holland, Makedónfa, Kosta Ríka, Malf og Brasilía. Elduríbílá Reykjanes- braut Eldur kom upp í bifreið á Reykjanesbraut um klukkan tvö í gær. öku- maður var einn á ferð í bíl sínum vestan við Kúa- gerði þegar hann varð eldsins var. Náði ökumaðurinn að stöðva bifreið- ina og koma sér undan áður en eld- urinn breiddist út. Slökkvi- lið kom skömmu síðar á vettvang og var bíllinn þá orðin alelda. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ekki urðu nein meiðsli á fólki. Bíllinn er hins vegar gjörónýtur. Ekki er vitað að svo stöddu um upptök eldsins. Aurskriður oq kuldi á Spáni Óvenju vont veður var á Spáni um helgina oghafa aurskriður fallið yíðavegna mikillar úrkomu. Þá hafa nokkrar ár flætt yfir bakka sfna en hitastig hehtr verið mjög lágt miðað við það sem gengur og gerist á þessum árstíma. Hitastig var víða undir 10 gráðum um helgina og mikil úr- koma hefur fallið síðustu þrjá sólarhringa. Sænska fjármálaeftirlitiö svipti verðbréfamiölunina Spectra Fondkommission starfsleyfi. Pálmi Sigmarsson, eigandi Spectra, hefur skilið íslenska útibúið frá rekstrinum og stofnar nýtt fyrirtæki, PS ráðgjöf ehf. Hann getur þó ekki stundað verðbréfamiðlun því starfsleyfið er bundið við sænska móðurfyrirtækið. Fjármálin voru í miklum ólestri Sænska fjármálaeftirlitið hefur svipt verðbréfamiðlunina Spectra Fondkommisson starfsleyfi eftir ítrekaðar aðvaranir á síðasta ári. Segir í úrskurðinum að fyrirtækið hafi ekki borgað skatta og skyldur og að fjármál þess séu í óviðunandi horfi. Spectra komst í eigu Pálma Sigmarssonar seint á síðasta ári og reyndi hann árangurslítið að fá nýtt fé inn í fyrirtækið. íslenskt útibú Spectra skilaði hagnaði á síðasta ári, öfugt við móð- urfyrirtækið, og hefur Pálmi skilið útibúið frá rekstrinum Hinsvegar er starfsleyfið bundið við sænska móð- urfyrirtækið og er íslenska útibúinu því óheimilt að stunda verðbréfa- miðlun í dag. Pálmi ætlar að stofna nýtt fyrirtæki, PS ráðgjöf ehf., og sækja um starfsleyfi til verðbréfa- miðlunar hérlendis. Spectra annaðist m.a. verðbréfamiðlun fyrir íslenska lífeyrissjóði og stofnanir en rekstur- inn var ekki umfangsmikill, fyrirtæk- ið velti um 400 milljónum kr. á síð- asta ári. Pálmi segir að hann hafi frest til 1. júnf til að koma sínum málum í lag ytra en hann stendur nú í viðræð- um við aðra verðbréfamiðlun í Sví- þjóð sem hefur áhuga á að kaupa Spectra Fondkommission. Vandamál Spectra hafa lengi verið til skoðunar hjá sænska fjármálaeftir- litinu (FME). Um var að ræða að eig- ið fé verðbréfamiðlunarinnar var of lágt í hlutfalli við umfang starfsem- innar og rekstrarkostnað. Samkvæmt sænskum lögum verður fyrirtæki sem þetta að eiga a.m.k. eigið fé sem er 25% af áhættutöku og a.m.k. 8% af rekstrarkostnaði. Sænska FME gerði ítrekað athugasemdir vegna þessa allt síðasta ár og var fýrirtækinu veitt formleg aðvörun í október s.l. Þegar ekki tókst að koma fjármálunum í lag innan þess frests sem veittur var svipti sænska FME fyrirtækið svo starfsleyfi um miðjan þennan mán- uð. Ekki borgað skatta og gjöld í úrskurði sænska FME segir m.a.: „í flölda tilvika hefur fyrirtækið ekki gert skil á höfuðsköttum, vinnuveit- endagjöldum og virðisaukaskatti sem þýðir að rekstur fyrirtækisins er í óviðunandi horfi." Einnig eru gerðar athugasemdir við bókhald fyrirtækis- ins og það sagt brjóta í bága við lög og reglur þar að lútandi. Þá gerir sænska FME athugasemdir um að í fleiri til- vikum hafi verðbréfamiðlunin farið langt fram úr þeim áhættumörkum sem lög setja. Nefnd eru dæmi um að í nóvember s.l. hafi Spectra í sex til- vikum farið fram úr 25% eiginfjár- hlutfalli sínu við áhættutöku í verð- bréfamiðlun. Skrifstofa á Marabella Fyrir utan starfsemi í Svíþjóð, Danmörku og á íslandi hafði Spectra skrifstofur víðar í Evrópu, m.a. á Marabella á Costa del Sol. Á heima- sfðu þess mátti til skamms tíma _ sjá upplýsingar eins og að helstu sóknarfærin væru í Miðaustur- löndum og á Islandi. Þá rak Spectra sinn eigin lista af fyrirtækjum sem fjárfestum stóð til boða að kaupa verðbréf í. í síðustu viku voru þrjú fyrirtæki skráð á þann lista. Þau fyrir- tæki sem voru á lista Spectra eru óskráð á markaði, svipað og gengur með opna tilboðsmarkaðinn hér- lendis. Þau eru lyfjafyrirtækið Cellfa- brikken AB, spila- ogjeikjafyrirtækið Gamers Paradise (áður Hansa Gruppen) og matvælafyrirtækið Magic House. Starfandi frá 1997 Pálmi Sigmarsson varð starfs- maður Spectra í Svíþjóð árið 1997 og starfaði sem verðbréfamiðlari og ráð- gjafi fram til ársins 2001 er hann eignaðist smáhlut í fyrirtæk- inu, sem var hluti af ráðningar-. samningi. Sama | ár kaupir Spectra í Danmörku fyrir- tækið í Svíþjóð en Pálmi var hluthafi í danska félaginu. Fyrirtækið stundaði verðbréfamiðlun, mest fyrir erlenda aðila en einnig að hluta til fyrir lífeyrissjóði og stofnanir hér heima. Dögg Pálsdóttir um mat dómnefndar um dómarastörf Reynsla einskis metin Pálmi skrifaði undir samning í desember í fyrra um að hann yfirtæki allt fyrirtækið. „Þá var reksturinn kominn í erfiðleika og kostaði mikið átak að snúa honum við,“ segir Pálmi. „Eiginfjárhlutfall var og lágt en nýtt fé var sett inn í reksturinn til að reyna að lagfæra hann." Er upp var staðið við árslok varð hagnaður hér- lendis um 100 milljónir kr. en tapið í Svíþjóð nam 10 milljónum kr. Ekki sótt um leyfi Páll Gunnar Pálsson, forstöðu- maður íslenska FME, segir að Pálmi hafi ekki sótt um leyfi fyrir verðbréfa- miðlun. Honum er ekki heimilt að stunda þann rekstur hér heima eins og stendur en um er að ræða starfsleyfisskylda fjár- málastarfsemi. Um leið og Spectra úti var svipt starfs- leyfinu missti útibúið hér heima einnig sitt starfs- leyfi. Sænska FME beri ábyrgð á eftirlitinu þótt fyrirtækið starfi í öðrum löndum. „Við liðsinnum Svíunum sé þess óskað. * Pálmi getur stundað takmark- aða ráðgjöf en ekki miðlun á verðbréfum." segir Páll. Dögg Pálsdóttir lögmaður gagn- rýnir dómnefnd fyrir uppröðun á hæfni umsækjanda um tvö embætti héraðsdómara í grein sem hún skrif- ar í nýútkomið lögmannablað. Hún segir félagsmenn í Lög- mannafélagi íslands eiga rétt á skýr- ingum frá fulltrúa sínum í dóm- nefndinni, af hverju hann telur mál- flutningsstörf jafn lítils virði og álit dómnefndar beri vitni um. Dögg bendir á að í dómstólalög- um sé fjallað um hæfisskilyði lög- Hvað liggur á? „Ég hefþað fínt vegna þess að líklega hefur engin vika verið afkastasamari í starfi mínu sem formaður Sála- rannsóknarfélagsins að afla dulrænnar reynslu Islend- inga,"segir Magnús H. Skarphéðinsson. „Ég hugsa aö ég hafi yfir 30 frásagnir sem liggja í valnum eftir vikuna. Þyk- ir þetta góður fengur eftir aðeins eina viku. Að öðru leyti hefég ívið ofmikið að gera því að Sáiarrann- sóknarskólinn eráfullu og Sálarrannsóknarfé- lagið líka. Það hefurmikið afútlendingum boðað komu sína til okkar ÍÁIfaskólann. Þá þykir mér líka alltafgaman að hitta." fræðinga sem skipa má í embætti héraðsdómara. Þar segir að þeir skuli hafa verið í minnst þrjú ár al- þingismenn, hafa stundað málflutn- ingsstörf að staðaldri eða gengt lög- fræðistörfum að aðalstarfi hjá ríki eða sveitarfélögum. Um dómarstöðurnar tvær sóttu átta lögfræðingar og einn dró um- sókn sína tU baka. Dómnefndin íjall- aði því um sjö umsóknir; þriggja hæstaréttarlögmanna, héraðsdóms- lögmanns, setts héraðsdómara, skrifstofustjóra og dósents við laga- deild. Nefndin taldi alla hæfa, fjóra mjög hæfa, tvo vel hæfa og einn hæfan. Af þeim tveimur sem nefnd- in taldi hæfasta hafa tveir fjölþætta reynslu af ritstörfum og virðast ryðja úr vegi þeim sem hafa langa starfs- reynslu. Dögg bendir á að tveir hafi borið af, ef litið er til reynslu varð- andi málflutning annars vegar og dómarastörf hins vegar. Lögmenn geti því í framtíðinni litið þannig á að störf að málflutningi færi þeim ekki reynslu og geri þá hæfa til að Dögg Pálsdóttir lögmaður Hún segirað skilaboð nefndarinnar vera að málflutningur sé lít- iis metin þegar sótt er um stöðu dómara sækja um dómarstörf. Þau séu létt- væg í samanburði við störf sem lög- fræðingar vinna hjá embættum, rík- isstofnunum og ráðuneytum. Dögg segir skilaboð nefndarinnar til lögmanna skýr því hafi lögmenn hug á að skipta um starfsvettvang ættu þeir að beina sjónum sínum tO annarra starfa en embættum hér- aðsdómara. Málflutningsstörf hafi greinilega ekki nægt vægi til starfa á þeim vettvangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.