Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 Fréttir DV Ekkert sport á sunnudögum Jóhannes Páll páfi II vill ekki að menn stundi íþrótt- ir á sunnudögum enda eigi sá dagur að vera helgaður Guði. Páfi lét þessa skoðun sína í ljós um helgina og hann segir að sunnudagur verði æ líkari öðrum dögum, hann sé undirlagður af íþróttum og annarri skemmtan. Slíkt er engum hollt að mati páfa og mikil- vægara að fólk fari í messu og hugsi um það sem raun- verulega skiptir máli. Saksóknari í ísrael mælir með því að Ariel Sharon verði ákærður fyrir spillingu og mútur. Dómsmálaráðherra tekur endanlega ákvörðun um hvort forsætisráðherr- ann verður dreginn fyrir dómstóla. Mútur og spilling geta kostað Sharon stúlinn Kosningum frestað Þing- og forsetakosning- ar fara ff am I Afganistan í september en ekki í júní eins og ráð var fyrir gert. Hamid Karzai, forseti landsins, tilkynnti þetta í gær og sagði hann ástæðu seinkunarinnar vera þá að Sameinuðu þjóðirnar þurfi meiri tíma til undirbúnings en fulltrúar þeirra munu annast framkvæmd kosn- inganna. Fréttaskýrendur segja tímasetningu kosn- inganna afar „heppilega" fyrir Bush Bandanícjafor- seta en kosningabarátta hans verður í hámarki á þessum tíma. Norskur ný- nasisti játar Johnny Olsen, fyrrver- andi nýnasisti í Osló, hefur játað fýrir lögreglu að hafa staðið að sprengjutilræði í tvígang. Sprengjurnar sprungu í Osló 1994 og 1995. Ástæða þess að Olsen játar nú er að hans sögn kvikmyndin Píslarsaga Krists eftir Mel Gibson. sen sá myndina í síð- ustu viku og hún vakti með honum mikla iðrun. Landsíminn „Það er mikið á döfínni hjá mér. Ég ætla að vera ásamt hljómsveit minni á Players í kvöid og svo er ég að gefa út nýjan hljómdisk sem heitir Látum sönginn hljóma,"segir Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður með meiru. Nýi diskurinn kemur út 13. aprll en þann dag fagnar Geirmundur sextugsafmæli. „Þetta verður mikill dagur og talan þrettán verður ráðandi því þetta er líka þrettándi diskurinn sem ég gef út. Það er líka gaman að segja frá því aö diskurinn er skagfírskur á allan hátt; lög óg textar eru eftir mig og stórsöngvarar á borö við Álftagerðisbræður og Sverri Bergmann syngja á disknum ásamtöðru góðu skagfírsku söngfólki. Við ætlum aö halda stórtónleika í íþróttahúsinu á annan í páskum." „Viö slikar aðstæöur getur forsætisráð herra ekki annað en vikiÖ/'segir Yosef Paritzky Saksdknari í ísrael hefur gengið frá ákæru á hendur Ariel Sharon forsætisráðherra þar sem hann er sakaður um spillingu og mútur í tengslum við fasteignaviðskipti. Saksóknari telur sannað að Sharon sé sekur um ákæruatriðin og mælir með því að Sharon verið ákærður. Búist er við því að hann sendi skýrslu um málið til Menachem Mazuz dómsmálaráð- herra á næstu dögum. Það er í höndum dómsmálaráðherrans að taka ákvörðun um hvort Sharon verður ákærður. Að sögn ísraelskra fjölmiðla þykir ekki ólíklegt að Mazuz taki sér góðan tíma til að fara yfir skýrslu saksóknara, þó vart meira en mánuð. Málið er þegar farið að valda miklum titringi í ísrael og þegar er hart lagt að Sharon að hann segi af sér. „Við slíkar aðstæður getur for- sætisráðherra ekki annað en vikið," segir Yosef Paritzky, sem situr í rík- isstjóminni fyrir hönd Shinui- floldcsins. Þá er haft eftir mennta- málaráðherra, Limor Livnat, og flokksbróður Sharons að afsögn sé eina lausnin komi í ljós að Sharon hafi brotið lög og málið komi til kasta dómstóla. Dómsmálaráð- herra neitaði að tjá sig um málið í gær og sama gerðu lögmenn Shar- ons. Mútumálið snýst um kaupsýslu- manninn David Appel sem var ákærður í janúar síð- astliðnum. Appel er gefið að sök að hafa reynt að múta Shar- on árið 1999 en þá gegndi Sharon emb- ætti utanríkisráð- ■ herra. í ákæruskjal- inu kemur fram að Appel leitaði til sonar Sharons, Gilad, og Ehuds Olmerts þáver- andi borgarstjóra í Jer- úsalem. Appel var að undirbúa gríðarlegar framkvæmdir á grískri eyju og vantaði leyfi grískra yfirvalda. Vildi hann að Shar- on og Olmert aðstoðuðu sig við að fá leyfið gegn því að hann léti fé af hendi rakna til kosningabar áttu þeirra. Bæði Sharon og Olmert hugðu þá á slag um for- ystusæti í Liku- dflokknum. Ekki kemur fram hvort Sharon þáði múturnar og sjálfur hefur hann neitað sök í málinu. Talið er víst að sonur Sharons hafði þegið tugi milljóna vegna verkefn- isins sem reyndar varð aldrei neitt úr. Appel hefur neitað sök í málinu. Lögmenn í ísrael greinir á um hvort Sharon þurfi að segja af sér fari svo að hann verði ákærður. Al- menningur er hins vegar ekki á sömu skoðun ef marka má nýlega skoðanakönnun. Samkvæmt henni telur meirihluti ísraela að Sharon skuli víkja úr stóli forsætisráðherra verði hann ákærður. Forsætisráðherra fsraels Það er farið að hitna undirAriel Sharons vegna ásakana um spillingu og mútur. Saksóknari hef- ur mælt með því við dómsmálaráð- herra að Sharon verði ákærður. NTC með heildarsamning við KB banka Allir starfsmenn fá reikning hjá sama viðskiptabanka Stofnaðir hafa verið reikningar hjá KB banka fýrir starfsmenn NTC eftir að fyrirtækið gerði heildar- samning við bankann um fjármál. Að sögn Bolla Kristinssonar forstjóra felst í samningnum að um 150 starfs- menn fýrirtækisins hljóti ýmis fnð- indi sem þeir hefðu ekki fengið sem einstaklingar. Fyrirtækið NTC, sem rekur meðal annars verslanirnar Sautján, Smash og Deres, leit- aði eftir tilboðum frá stóru bönkunum um heildar viðskipti. „Við vorum búnir að vera í Spron í yfir 20 ár og bankinn hef- ur þjónað okkur vel. Síðan ætlaði KB banki að kaupa Spron og þá ákváðum við að láta ekki neinn kaupa okkur eða færa okkur og töl uðum við hina bank- ana,“ segir Bolli til útskýringar. Tilboði KB banka var tekið. KB banki sér nú um að greiða öll opinber og launatengd gjöld, laun og lán fýrir NTC. Að mati Bolla hefur þetta í för með sér mikla lcjarabót fyr- ir starfsmenn. „Það var hluti af þeim samningi sem við gerðurn við bank- ann að semja um leið fyrir okkar starfsfólk. Við fengum góðan samn- ing fyrir okkar fólk. Þau fá betri vaxtakjör, frí debetkort og svo og svo mikil lán án ábyrgðar," segir hann. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segist ekki hafa heyrt um slíkar heildarlausnir nýlega. „Ég hef aldrei heyrt um neitt svona. Starfsmenn eru ekki skyldugir tU að nota þetta." jontrausti@dv.is Bolli Kristinsson Samdi fyrir hönd starfsmanna sinna um sérstök fríðindi hjá KB banka samfara því að viðskipti NTC voru færð til bankans. Páfi sendir rannsóknarmenn til Ósló Vatíkanið rannsakar kynlíf í klaustri Stýrir rannsókn Kaþólska kirkjan í Ósló er nú undir smásjánni í Vatíkaninu vegna gruns um að þar á bæ hafi menn ekki brugðist við kynferðisbrota- málum sem skyldi. Jóhann- es Páll páfi hefur sett sinn reyndasta rannsóknarmann í málið; Joseph Ratzinger kardinála. Ratzinger er „, , þaulvanur rannsóknum af P^ihefursktpað f .,1 John Ratzmger þessu tagi en hann kom upp kardináía yfirmann um risahneyksli meðal rannsóknará meint- kaþólskra presta í Boston í um kynferðisbrotum Bandaríkjunum. Þar höfðu iósló. yfirmenn kirkjunnar breitt yfir kynferðisbrot sem framin voru gegn ungum drengjum. Norskir fjölmiðlar greina frá því að rannsókn Vatíkansins beinist einkum að klaustri í Ósló og víst þyk- ir að nokkrir háttsettir menn innan kaþólsku kirkjunnar séu flæktir í málið. Tildrög málsins eru þau að ungur prestsnemi kærði nauðgun í klaustri. Verðandi presturinn segir yfirmann sinn hafa nauðgað sér þegar hann dvaldi í klaustrinu. Hann úl- kynnti broúð til æðstu emb- ættismanna kirkjunnar en þeir aðhöfðust ekkert. Lög- regla fékk sfðan málið á sitt borð en hætti rannsókninni vegna skorts á sönnunar- gögnum. Sendimenn páfa kváðu hafa verið vel undirbúnir við komuna til Óslóar og hafa þeir þegar yfirheyrt unga manninn. Þeir eru sagðir hafa ýmis gögn í fórum sínum er varði meint kynferðisbrot. Gerhard Schwenzer biskup í Ósló vildi ekki tjá sig um málið við fjölmiðla og sagði um einkaheimsókn frá Vatíkaninu að ræða. Þá vildi ábótinn í klaustrinu þar sem kynferðisleg misnotkun á að hafa átt sér stað á ú'unda áratugnum ekki heldur tjá sig að svo stöddu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.