Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 21 ' Guðmundur meistari 11. áriðíröð Guðmundur Stephensen vann þrefaldan sigur á . fslandsmótinu í borðtennis sem fram fór í gær. Guðmundur sem keppir fyrir Víking, vann Kjartan Briem úr KR, 4-0, í úrslitaleiknum í einliðaleik en þetta er 11. árið í röð sem hann verður íslands- meistari í einliðaleik. Guðmundur vann einnig tvíliðaleik með Sigurði Jónssyni og tvenndarleik með Halldóru Ólafs. Lilja Rós Jóhannesdóttir varð Islandsmeistari kvenna og vann einnig tvíliðaleik með Halldóru Ólafs en Lilja Rós vann síðan úrslitaleik þeirra í einliðaleiknum, 4-2. Víkingar unnu 7 af 9 gullum íslandsmótsins og alls 19 verðlaun. í dauðariðli á ÓL í Aþenu fslenska handbolta- landsliðið fær allt annað en auðvelt verkeífii á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar en dregið var í riðla um helgina. íslensku strákarnir drógust í A-riðil, sannkallaðan dauðariðil, þar sem eru auk íslendinga lið heimsmeistara Króata, Rússa, Spánverja, Slóvena og Kóreumanna. í B-riðli leika Evrópumeistarar Þjóðverja, Frakkar, Ungverjar, Egyptar, Brasilíumenn og Grikkir. Grikkir fengu að velja sér riðil og eins og sjá má á upptalningunni hér að ofan hefur valið ekki verið mjög erfitt. Seldu ekki heimaleikinn Eyjamenn hafa ákveðið að taka ekki tilboði þýska liðsins Nurnberg um að spila báða leikina í undan- úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í Þýskalandi. Á heimasíðu ÍBV kemur fram að menn í Eyjum eigi nokkuð í land með að fjármagna Evrópuævintýrið en menn treysti á góðan stuðning bæjarbúa. ÍBV hefur þegar náð bestum árangri íslensk kvennaliðs. 30 SIGRAR í RÖÐ Keflvíkingar tryggðu sér í gær oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Grinda- vík í úrslitakeppni Intersportdeildar- innar þegar þeir unnu flórða leik liðanna, 124-76, og fá því úrslitaleik í Grindavík á morgun. Grindvíkingar áttu ekki möguleika í Keflvíkinga í Sláturhúsinu í Keflavík í gær og var hreinlega slátrað í leiknum sem endaði með 48 stiga sigri heimamanna, 124-76. Keflvíkingar spiluðu frábærlega í vörn og sókn og voru framar á öllum sviðum frá fyrstu mínútu leiksins. Keflavík hefur nú unnið 30 heimaleiki í röð í öllum keppnum hér á landi en oddaleikurinn verður í Röstinni í Grindavík á morgun. Keflavík komið í 2-0 gegn ÍS í úrslitum kvennakörfunnar. Klassísk Anna undir og það hefur verið raunin l undanúrslitaeinvlginu gegn Grindavík. Hér skorar Bradford þrjú afZ5 stigum sínum I leiknum án þess að Anthony Jones komi vörnum við. DV-mynd Pjetur Keflavíkurkonur geta tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í kvenna- körfunni í 11. sinn á Í6 árum með sigri í þriðja úrslitaleiknum gegn ÍS sem fer fram í Keflavík klukkan 19:15 í kvöld. Keflavík er komið í 2-0 í einvíginu eftir 67-77 útisigur í öðrum leiknum. Það einkum einn leikmaður sem hefur farið fyrir hinu sterka liði Keflavíkur en það er hin klassíska Anna María Sveínsdóttir sem leikur sjaldan betur en í úrslitaleikjum um stóru titlana. Anna María hefur átt tvo frábæra leiki í lokaúrslitunum í ár og í öðrum leiknum skoraði hún 12 af fýrstu 19 stigum Keflavíkur og hjálpaði liðinu að komast 19-6 yflr. Eftir það voru stúdínur alltaf á eftir og náðu aldrei að brúa muninn. Anna María endaði leikinn með 22 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar en hún nýtti 64% skota sinna í honum (9 af 14). Birna Valgarðsdóttir spilaði einnig sinn besta leik í úrslitakeppninni og endaði með 18 stig og 7 fráköst og svo átti Svava Ósk Stefánsdóttir frábæra innkomu og skoraði 12 stig, flest á góðum tíma þegar ÍS var að komast inn í leikinn. ÍS lagði mikla áherslu á að stoppa Erlu Þorsteinsdóttur sem gekk ágætlega en hún skoraði 9 stig en Erla var fljót að lesa tvídekkinguna og átti meðal annars 6 stoð- sendingar í leiknum auk þess að taka 10 fráköst. Hjá ÍS átti Casie Lowman sinn besta leik í úrslitakeppninni (21 stig, • Innan sviga er saeti hennar af öllum leikmönnum lokaúrslitanna. Grindvíkingar áttu ekki möguleika í Keflvíkinga í Sláturhúsinu í Keflavík í gær og þeir þurfa að breyta mörgum hlutum ætli þeir sér í úrslitaleikinn. Keflvfkingar misstu frá sér nánast unnin leik í þriðja leiknum í Grindavík og ef marka má frammistöðu liðanna í síðustu tveimur leikjum eru það Keflvíkingar sem eru á leið í úrslitin. Nick Bradford átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í þessu einvígi í gær. Bradford var kominn með 20 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar strax í hálfleik en spilaði lítið sem ekkert í þeim síðari enda leikurinn löngu unninn. Bradford hefur spilaö best í stóru leikjum vetrarins, sem dæmi frábær frammistaða hans í Evrópu- keppninni og það hefur sést á frammistöðu hans í úrslita- keppninni að þar fer maður sem kann vel við sig í leikjum þar sem mikið er undir. Bradford endaði leikinn með 25 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar á 24 mínútum og félagi hans Derrick Allen bætti við 28 stigum og 14 fráköstum á 36 mínútum. í seinni hálfleik skipti það Tölfræði Önnu Maríu í úrslitunum: Leikir 2 Mínútur í leik 34,0 (3.) Stigfleik 18,0(1.) Skotnýting 55,6% (2.) Vítanýting 83,3% (1.) Fráköst í leik 13,5(1.) Stoðsendingar (leik 8,0 (1.) Stolnir boltar í leik 3,5 (2.) Framlagfleik 33,5(1.) síðan engu máli hver kom inn á og skaut á körfuna, nánast öll skot fóru rétta leið og fyrir vikið endaði Keflavíkurhraðlestin með 124 stig, hæsta stigaskor liðs í úrslitakeppni í fimm ár. Hjá Grindavík var fátt um ft'na drætti, Darrel Lewis var að reyna hlutina upp á eigin spýtur og þeir Jackie Rogers ogAnthony Jones voru varla mættir í íþróttahúsið á Sunnubraut, Rogers meiddist fljótlega og Jones var heillum horfinn og áhugalítill. Lewis endaði leikinn með 27 stig, 15 stigum fleiri en næsti maður (Guðmundur Bragason 12). ooj@dv.is Keflvíkingar hafa unnið 30 heimaleiki í röð gegn (slenskum liðum eða alla leiki síðan gegn Njarðvík f janúar 2003. 30 sigurleikir Keflavfkur f röð: Deildin 16 Bikarkeppnin 2 Fyrirtækjabikarinn 2 Úrslitakeppnin 9 Meistarakeppnin 1 6 stoðsend- ingar) og Alda Leif Jóns-dóttir var með 17 stig og 7 stolna bolta. Efst á flestum stöðum í leikjunum tveimur er Anna María Sveinsdóttir efst í fimm tölfræði- þáttum þar á meðal stigum (18,0), fráköstum (13.5), stoðsendingum (7,0) og framlagi (33,5) til síns liðs auk þess sem hún er í öðru sæti í tveimur öðrum þáttum. Anna Marfa Sveins- dóttir, 34 ára leik- maður Keflavíkur hefur leikið frábærlega í loká- úrslitum Keflavíkur og (S í kvennakörfunni en Keflavík getur tryggt sér titilinn með sigri [ Keflavlkfkvöld. 48 stiga slátrun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.