Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 Fréttír DV Sigurvinstri manna í Frakklandi Vinstri flokkarnir í Frakklandi juku fylgi sitt verulega í síðari umferð héraðskosninga sem haldn- ar voru í gær. Kosið var til 26 héraðsstjórna og fengu sósíalistar, kommúnistar og græningjar um 50% at- kvæða samkvæmt út- gönguspám. Ríkisstjórnar- flokkarnir fengu rúmlega 35% og flokkur hægri- manna fékk um 13% at- kvæða á landsvísu. Þetta er nokkuð áfall fyrir mið- og hægrimenn og segja franskir fjölmiðlar frá því að þetta gæti leitt til þess að Jacques Chirac forseti landsins geri einhverjar breytingar á ríkisstjórn sinni. Talsverð óánægja hefur verið með störf ríkis- stjórnarinnar undanfarið þótt héraðskosningarnar hafí ekki bein áhrif á störf stjórnarinnar. Þrír keyrðu út af Bfll valt við Vatns- leysuströnd í Biskups- tungum um miðjan dag í gær. Tvær ungar stúlkur voru í bflnum og sluppu þær án meiðsla en bflinn er talinn mikið skemmd- ur. Skömmu síðar fór bifreið út af í Kömbun- um og skemmdist tals- vert en engin slys urðu á fólki. Þriðji bflinn fór svo út af sunnan við Þrengslavegamótin rétt fyrir klukkan 14 og var bflinn mikið skemmdur eftir út af aksturinn en minniháttar meiðsl urðu á fólki. Þyrla sótti mann Jeppi valt viðVeiði- vatnaveg við Vatnfellsvirkj- un í gær. Tækjabfll slökkvi- liðsins á Hvolsvelli kom á vettvang til að klippa manninn út úr bflnum en hann var nokkuð slasaður. Hann var síðan fluttur til aðhlynningar í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar TF-Líf. Farþegi sem var í bflnum slapp með minniháttar meiðsl en jeppinn er talinn ónýtur. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður missti stjórn á bílnum þegar hann var að koma niður brekku og ók út í vatnsrás sem var í veg- kantinum. Saksóknarinn í Texas sem sótti dómsmálið gegn Aroni Ágústssyni fullyrðir að hann sé einn hættulegasti barnaníðingur sem hann hafi kynnst. Hann gagnrýnir dómarann sem dæmdi hann „bara“ í 10 ára fangelsi og forstöðumann Barnahúss- ins í Houston fyrir að aðstoða Aron. Bæði hafi misst stöðu sína vegna þessa máls. Telur Aron stór- hættuleuan níðing „Ég lít svo á að Aron Ágústsson sé einn af hættulegustu kynferð- isbrotamönnum sem ég hef komist í kast við,“ segir Mike Trent, saksóknari í Harris-sýslu í Houston í Texas. Trent er sá maður sem hefur verið mesti örlagavaldurinn í lífi Arons Ágústssonar en fyrir sjö árum tókst honum að koma Aroni, þá nýorðnum 14 ára, á bak við lás og slá í 10 ár. Saksóknarinn er einnig sá sem er ábyrgur fyrir því að ítrekaðar tilraunir íslenskra yfirvalda til þess að fá Aron fluttan til Islands hafa ekki borið árangur. „Já, ég lagðist alltaf gegn því eða allt fram að því að flutningur var ekki lengur inni í myndinni þar sem hann var kominn á reynslulausn. í upphafi var beiðni lögð fyrir Bush forseta þegar hann var fylkisstjóri," segir Mike Trent, „Bush forseti hafnaði þeirri beiðni að fengnu áliti okkar.” Trent segir að hann þurfi að gæta hagsmuna barna í Texas og ekkert hindri að Aron snúi aftur fái hann að fara til íslands „í hreinskilni sagt þá hafði ég einnig áhyggjur af því, byggt á viðbrögðum fulltrúa íslenskra stjórnvalda, að hann yrði náðaður og þar með yrði afbrot hans afrnáð úr gögnum. Við hefðum þá engin tök á því að hafa eftirlit með honum sem kynferðisbrotamanni. Loks fannst mér að honum væri best komið inni- lokuðum. Sagt var að honum stæðu til boða einhver meðferðarúrræði og með fyllstu virðingu fyrir þeim fannst mér að hann ætti skilið refsingu fyrir það sem hann gerði." Vildi 30-40 ára dóm „Ég held að ég hafl beðið um refs- ingu á bilinu 30-40 ár. Refsiramminn leyfir allt að 40 ára fangelsisdóm og mér fannst að hann ætti að fá dóm sem væri nærri hámarkinu. Ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið sanngjarn dómur. Það hefur verið sannað af læknum og sálfræðingum að bamahneigð er ólæknanleg. Ég hef verið sannfærður um það til þessa dags að Aron muni brjóta af sér aftur." segir Mike Trent. Aron var einungis ákærður fyrir eitt brot um munnmök við sér yngri dreng. En þegar búið var að sakfella hann var boðað til nýs réttarhalds til þess að ákvarða refsingu. I þeim rétt- arhöldum segir Mike Trent að hann hafi lagt fram sannanir fyrir miklu al- varlegri brotum gegn þremur til fjór- um fórnarlömbum. Saksólcnarinn getur illa skýrt hvers vegna hann var ekki ákærður fyrir þessi meintu brot og hvers vegna fyrst hafi verið bent á þau við ákvörðun refsingar. Trent fullyrti í samtali við DV að Aron hefði verið 14 ára þegar hann braut gegn 5 ára barni. Það stemmir ekld því Aron var handtekinn 13 ára og sakaður um brot sem hann framdi 11 ára gegn 7 ára dreng. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Trent að Aron hafi brotið gegn öðr- um börnum; „Hann sýncli tiltölulega mótaða og útspekúleraða hegðun fyrir svona ungan kynferðisbrota- mann. Hann var kominn á það stig að vera farinn að velta fýrir sér að- ferðum til að eiga við vitni, ógna þeim og þagga niður í þeim. Auk þess kom fram löngun til að pynta fórnarlömb í þeim nauðgunarórum sem hann játaði í meðferðinni." Pólitískt samsæri Fyrir þremur árum átti að flytja Aron í fuilorðinsfangelsi og var réttað um þá beiðni fyrir Mary Craft, sama dómara og dæmdi Aron upphaflega. Þar lagði verjandi Arons, Randy Schaffer fram bréf sem Mike Trent saksóknari hafði sent á eftir Aroni til Giddings-bamafangelsisins. í bréf- inu gagnrýndi Mike harðlega Mary dómara. „Henni mislíkaði að ég skyldi í bréfinu gagnrýna hana fyrir aðeins tíu ára dóm en sá dómur var algerlega ófullnægjandi. Hún ákvað að refsa fýlkisvaldinu á þeim gmnd- velli.“ Trent segir að þetta hafi verið pólitískur úrskurður dómarans sem hún hafi orðið að gjalda fyrir með því Mike Trent saksóknari í Houston hefur sótt hart að Aroni að missa dómarasæti sitt í endur- kjöri sama ár hún hafi verið þekkt fyrir að fella væga dóma yfir af- brotaung- mennum. Saksókn- arinn talar iteldur ekki af lilýhug til annarrar konu sem kom að málum Arons en forstöðumaður Barnahúss- ins í Houston, Ellen Cokinos aðstoð- aði Aron með því að útvega honum frægan lögmann fyrir þremur árum. Taldi saksóknarinn skjóta skökku við að kraftar Barnahússins fæm í að að- stoða hættulegan brotamann þegar hlutverk þess væri fyrst og fremst að hjálpa fórnarlömbunum. „Ég get að- eins sagt að ég varð bálreiður vegna hennar afskipta, Hún lenti síðar í vandamálum fyrir að fara illa með fé Barnahússins, hún þáði boðsferðir, sumar þeirra til íslands og varð að lokum að yfirgefa starfið með skömm. Hennar þáttur í máli Arons var fyrst og fremst pólitískur." segir Mike Trent. Vitað er að Ellen er demókrati og góður vinur Hillary Clinton. „Hún hafði markmið sem höfðu ekkert með málið að gera en mótuðust af tengslum hennar við ís- lensk stjórnvöld. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvernig hún komst í sam- band við íslendinga en það var tölu- vert um gagnkvæma greiða, ferðir ffarn og til baka, skemmtiferðir og þess háttar sem litu út fyrir að vera vafasamar." íslensk stjórnvöld á villigötum Saksóknarinn Mike Trent á erfitt með að skilja áhuga íslenskra stjórn- valda á að fá Aron til Islands Telur hann þó að það hljóti Ellen Cokinos vinkona Hillary og fyrrv. forstöðu- maður Barnahúss að skýrast af því að þau hafi ekki feng- ið nægjanleg- ar upplýsing- ar um málið. Sjálfur telur hann að Aron sé stórhættu- legur og bendir á útlit hans; „Aron er stór strákur - ég veit ekki hvort þú hefur séð hann - en þegar hann var 14 ára var hann næstum því 100 kfló eða meira, - hann er stór og mikill um sig með ljóst hár - lfldegast eins og margir íslendingar og með blá augu." Mike Trent segist hafa þurft að hafa afskipti af nokkur hunduð bamaníðingum; „Ég myndi segja að hann sé einn af fimm hættu- legustu kynferðisbrotamönnunum en í þeim hópi em bæði ungmenni og fúllorðnir. Aron Pálmi segir að saksóknarinn í Houston í Texas sé að klína á sig brotum Trent reynir allt til að koma mér á kné „Þetta er tóm lygi í Mike Trent. Þarna er verið að draga fram eitt- hvað sem ég var hvorki ákærður fyrir né sakfelldur," segir Aron Pálmi um þá mynd sem Mike Trent dregur upp af honum. Hann hefur engar skýringar á því af hverju honum er svona uppsigað við sig. „Líklegast er einfaldara að vera gerspilltur saksóknari en heiðarlegur," segir Aron sem viðurkennir það brot Hvað liggur á? „LítiH sparnaður og lækkun hans undanfarið ber merki hratt vaxandi neyslu I hagkerfinu," segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Islandsbanka, en sparnaður landsmanna er nú í sögulegu lágmarki. „Þróunin kallar á viðbrögð stjórnvalda, sérstaklega i tjósi þess efna- hagsástands sem er í augsýn en talsverð hætta er á þvi að þensla myndist I hagkerfinu á því timabili stóriðjuframkvæmda sem framundan er. Rikið og sveitarfélögin þurfa sérstaklega að bregðast við með því að halda aftur afsínum útgjöldum. Þá stendur upp á Seðlabank- ann að standa við markmið sitt um að halda aftur afverðbólgunni með þeim tækjum sem hann hefur." sem hann var ákærður og sakfelld- ur fyrir. „Ég tók á því máli í með- ferðinni og sé mikið eftir þessum atburði." Hann segir af og frá að hann hafi játað einhver önnur af- brot í meðferðinni. „Sá sálfræðing- ur laug þessu og þú athugar það að þetta er sami sálfræðingur og varð uppvís að því í réttarsal að segja ósatt í vitnastúkunni. Hún hefur enn ekki verið saksótt fyrir það.“ Lögmaður Arons, Randy Schaffer staðfesti á dögunum að það væri al- gengt að vitni saksóknara segðu ósatt í vitnastúku enýa ólíklegt að saksóknari höfði mál gegn eigin vitni. Aron hefur aftur á móti misst það starf sem hann fékk nýverið. Hann var komin með starf í verslun sem selur einkennisfatnað, meðal annars til lögreglumanna. „Yfir- maðurinn minn vildi hafa mig áfram en skilorðsfulltrúinn taldi hættu á því að ég myndi stela lög- reglubúningi og reyna eitthvað misjafnt dulbúinn sem lögreglu- maður," segir Aron og bætir við að ekki sé auðhlaupið að fá annað starf. Hann telur víst að Mike Trent sé enn að hafa áhrif á líf sitt. „Ég veit að hann hefur sent bréf og haft samband við skilorðsnefndina. Hann reynir allt til þess að koma mér í fangelsi," segir Aron Pálmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.