Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 3 ustu aldar var rokksprengjan mikla sprungin og allir skúrar um allt land fullir af hljómsveitum í ham. Ein sveit hét Tappi tíkarrass og komst hún í fremstu röð unglinga- banda, með Björk Guðmundsdóttur og Eyþór Arnalds í farar- broddi. Frumsamin tónlist sveitarinnar var létt og flippuð og frammistaða liljómsveitarinnar í kvikmyndinni Rokk í Reykja- vík var rómuð. Meðlimir sveitarinnar gáfu skýringu á nafni sveitarinnar, „Tappi er holrúm á milli tveggja vídda. Við spilum handan." Hljómsveit- in hætti formlega störfum 20. desem- ber árið 1983. Guðmundur Gunnars- son, trommari í Tappa tíkarrassi, er nú veitingamaður á Humarhúsinu í Reykja- Tappi er holrúm milli tveggja vídda tíkarrass Örn Nielsen rótari, Eyjótfur Jóhannsson gitarleikari, Guðmundur Gunnarsson trommari, Jakob Magnússon bassaieikari, Björk Guðmundsdóttir söngkona og Garðar Runólfsson hljóðmaður. Spurning dagsins Hvað finnst þér um atkvæðagreiðslu öryggisráðsins um morðið á Yassin? „Bandaríkjastjórn, hin sjálfskipaða lögregla alheimsins með ofsatrúarmanninn miðl- ungsgreinda í forsæti, hefur að undanförnu ítrekað orðið uppvís að svo alvarlegum dómgreindar- og siðferðisbresti á vettvangi alþjóðamála að öllu sæmilega gerðu fólki hlýtur að ofbjóða. Allt með vitund og sam- þykki„hinna staðföstu" (slendinga. I fyrsta sinn á ævinni segi ég nú: Herinn burt!" Jakob Frímann Magnússon varaþingmaður. „Fordæmingin hefði átt að ná yfir hryðjuverk Hamas-sam- takanna líka, án þess að ég ætli að mæla morðinu á Ahmed Yassin bót." Sveinn Andri Sveinsson hrl. „Þetta segir manni allt um heimsvaldastefnu Bandaríkja- manna og hverjir ráða rikjum í ísrael. Heimsvaldastefnan er ekkert annað en hryðju- verkastefna. Gömlu komm- arnir höfðu rétt fyrir sér um heimsvalda- stefnu ríkja eins og Bandaríkjanna. Þetta er móðgun við almenning i Israel. Þarna er gefið skotleyfi á palest- ínsku þjóðina." Hlín Agnarsdóttir. „Þetta kom mérekkiá óvart og stað- festir óbilandi stuðning Bush við stjórn Shar- ons. Um leið afhjúpar þetta hið algjöra skiln- ingsleysi stjórnvalda í Was- hington á afleiðingum morðsins á Yassin; áhrifin sem morðið hef- uríísraei, Paiestínu og víðar." Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórnmálafræðingur. „Mér finnst mjög erfitt að skilja, hvernig hægterað neita að for- dæma morð á manneskju og finnstþessi utanríkisstefna Bandaríkjamanna komin ansi langt frá öllu venju- legu gildismati." Eva María Jónsdóttir dag- skrárgerðarkona. S.l.fimmtudag beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi gegn tillögu um að fordæma morðið á Yassin, leiðtoga Hamas. Messalína Nafn hennar er nánast samheiti yfir mjög svo vergjarna konu, einkum í hárri stöðu. Hún var þriðja kona Kládíusar keisara í Róm sem ríkti 41-58 e.Kr. Jafnvel meðal hinna mjög svo frjálslyndu Róm- verja á fyrstu öld er hún alræmd fyrir lauslæti og orðið „fram- hjá- hald“ nær engan veginn yfir frarn- ferði hennar. Meðal annars er hún sögð hafa háð keppni við þrautreyndustu vændiskonu Róm- ar um hvor gæti gagnast fleiri körl- Að vera ósammála þremur fjórðu almennings er fyrsta skilyrði þess að teljast andlega heill. Oscar Wilde. um. Lauk keppn- inni með því að vændiskonan staulaðist út, öll lurkum lamin, og stundi að ýmsir líkamspartar keis- araynjunnar hlytu að vera úr hertu leðri. En Messa- lína hló og heimt- aði annan. Sumir telja að vísu að eft- ir á að hafi ögn meira verið gert úr kynsvalli Messa- línu en efni stóðu til og óvinir hennar rægt hana óspar- lega en hitt er þó ljóst að á endanum gekk hún of langt, þegar hún gekk árið 48 í einhvers konar hjónaband með nýjasta friðli sínum. Nánasti ráð- gjafi Kládíusar, Narcissus, kjaftaði frá og gerði keisaranum ljóst að þetta gengi ekki. Kládíus lét þá myrða Messalínu en ekki með glöðu geði því hann mun hafa ver- ið firna skotinn í henni. Leikstjorinn rédikarinn 'Kjartan Ragnarsson leikari, leikstjóri og leikritahöfundur er stóri bróðir Guðmundar Arnar Ragnarssonar prests sem fyrir nokkrum árum kom sér út úr húsi hjá þjóðkirkjunni vegna óþarflega skeleggra útlistana sinna á vél- urn Lúsífers í samfélaginu. Hann prédikar þessa dagana á sjónvarpsstöðinni Omega. _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________I Glæsilegt páskatilboð - Til afgreiðslu af lager 120 cm innrétting 90 cm innrétting 160 cm innrétting 5 skápar, höldur, Ijósakappi meö 3 3 skápar, höldur, Ijósakappi með 4 skápar, höldur, Ijósakappi með 3 halogenljósum, borðplata og spegill 3 halogenljósum, vaskborðplata halogenljósum, borðplata og spegill og spegill Botnverðkr.58.700 | Botnuerð kr.67.600 | Botnverðkr.78.300 nettoline i M0 B0RGAR SIG 00 UERSLA1F0ÍF00M tlppstilllnyamar í auglýsinguntti eru aðeíns dæmi inrf hjá okknr færð Þú innréttínguna sniðna að Dínum ðskum, og nú á frábæru páskatfiboði. ^Friform Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 5621500 ■ Fax: 5442060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.