Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 16
J 6 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 Sport DV Átta marka jafntefli hjá Bremen Forysta Werder Bremen minnkaði um tvö stig á toppi þýsku 1. deildarinnar um helgina þegar liðið gerði jafntefli, 4-4, gegn Stuttgart á útivelli á meðan Bayern Miinchen lagði M’gladbach, 5-2, á heimavelli. Brasilíumað- urinn Ailton (sjá mynd) og Króatinn Ivan Klasnic skoruðu tvö mörk hvor fyrir Bremen en Marcelo Bordon skoraði þrennu fyrir Stutt- gart og Marco Streller skor- aði eitt. Bremen hefur níu stiga forystu á toppnum þegar átta umferðir eru eftir. Sigur gegn Armenum Islenska drengja- landsliðið skipað leik- mönnum 17 ára og yngri bar sigurorð af Armenum, 2-1,1 síðasta leik liðsins í milliriðli EMI Englandi. fslenska liðið hafnaði í öðru sæti í riðlinum á eftir Engiendingum sem lögðu íslendinga að velli, 1-0, i úrslitaleik riðOsins á föstudags- kvöldið. Englendingar komast því áfram. Stórsigur hjá Flensburg ■Flensburg er enn í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir tólf marka sigur á Essen, 35-23, í gær. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði Ijögur mörk fyrir Essen. Gylfi Gylfason (sjá mynd) skoraði einnig fjögur mörk fyrir Wilhelmshavener sem vann góðan sigur á Stralsunder, 29-21, á laugardaginn. Tanja og Rúnar hlutu silfur Tanja B. Jónsdóttir úr Björk og Rúnar Alex- andersson úr Gerplu unnu til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum sem lauk í Svfþjóð í gær. Tanja varð önnur í æf- ingum á slá en hún varð einnig í fjórða sæti á tvíslá. Rúnar hafnaði í öðru sæti á tvíslá en gekk ekki vel á boga- hesti. Sif Pálsdóttir hafn- aði í fimmta sæti í gólf- æftngum. Leikmönnum Manchester United tókst ekki að koma í veg fyrir að Arsenal setti met í gær. Þrítugasti leikurinn í röð án taps síðan tímabilið hófst var staðreynd og nokkuð sem menn gátu fagnað þrátt fyrir að forystan á toppi deildarinnar minnkaði um tvö stig. Arsenal setti enn eitt metið í ensku úr- valsdeildinni í gær þegar liðið varð það fyrsta í sögunni til að spila þrjátíu fyrstu leiki tímabilsins án taps. Arsenal gerði jafntefli gegn Man chester United, 1-1, á Highbury og má segja; þær litlu vonir, sem Man- chester United hafði um að verja enska meistaratitilinn, séu væntanlega foknar út í veður og vind. Leikurinn í gær einkenndist af mikilli taugaspennu til að byrja með. Leikmenn Manchester United voru sterkari aðilinn framan af en liðu fyrir lida ógn frá framherja sínum, hollenska markahróknum Ruud van Nistelrooy, sem var nán- ast ósýnilegur. Leikmenn Arsenal komust meira og meira inn í leikinn, náðu takti í spilið sitt og var sérstaklega gaman að fylgjast með Spánverjanum unga, Jose Antonio Reyes. Hann gerði varnarmönnum Manchester United lífið leitt með hraða sínum og dugnaði og virðist falla eins og flís við rass inn í Arsenal-liðið. Glæsimark hjá Henry Það þurfti þó snillinginn Thierry Henry til að brjóta ísinn í leiknum á 50. mfnútu. Og þvílíkt mark. Henry fékk boltann frá Reyes og þrumaði honum í netið af tuttugu og fimm metra færi. Boltinn breytti um stefnu í loftinu á leiðinni í netið og var Roy Carroll, markvörður Manchester United, varnarlaus. Þegar hér var komið sögu réðu leikmenn Arsenal lögum og lofum á vellinum og það virtist fátt benda til annars en að meistaraefnin myndu sigla með sigurinn í höfn. Þá byrjaði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, að skipta mönnum út af, breyta leik- skipufaginu og á sama tíma komu þeir Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær inn í lið Manchester United. Við þetta breyttist takturinn í leik Arsenal, leikmenn Manchester United komust meira inn í leikinn og uppskáru sanngjarnt jöfnunar- mark þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þeir sundurspiluðu vörn Arsenal sem endaði með því að Saha renndi boltanum yfir línuna eftir fyrirgjöf frá Solskjær. Örlítil sárabót fyrir Man- chester United en leikmenn þess höfðu meiri þörf fyrir sigur heldur en kollegar þeirra hjá Arsenal. Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, var sáttur leikslok en hann varaði við því að það væri enginn titill í höfn ennþá. „Þetta var erflður leikur fyrir okkur. Við höfum barist til að ná úrslitum í undan- förnum leikjum og þessi leikur var engin undan- tekning. Markið sem Thierry skoraði var frábært en þegar upp er staðið erum við sáttir við jafnteflið. Við vörðumst aftarlega en náðum ekki að halda út. Lið eins og Manchester United gefst aldrei upp og það kom ekki á óvart að þeir skyldu jafna. Ég veit að við erum nægilega sterkir andlega til að klára þetta en þetta er alls ekki búið. Þetta er ennþá hörkubarátta á milli þriggja liða sem geta öll unnið titilinn," sagði Vieira. Frábært að slá metið Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var sáttur við sína menn eftir leikinn og sagði þá hafa gefið allt sem þeir áttu. „Þetta eru sérstakir drengir og ég verð að segja að það sem þessir drengir hafa gert frá því að tímabilið hófst er hreint stórkostlegt. Ég er virkilega stoltur afþeim," sagði . Wenger eftir leikinn á Highbury gær. > .—■ Snillingur Franski fram- herjinn Thierry Henry sýndi enn einu sinni snilli gegn Manchester United og skoraði stór- glæsilegt mark. Reuters „Það sem ég er ánægðastur með er stöðugleikinn. Knatt- spyrnustjóri leitar alltafeftir því að finna stöðugleika því ég tel að meistara- titlar komi í kjölfar stöðugleika." Aðspurður um metið sagði Wenger að það væri frábært að slá metið. „Það er gífurlegt hungur í þessu liði og þeir vilja vinna allt. Það er frábært að slá þetta met og strákarnir hafa sýnt að þeir vinna mjög vel undir pressu. Þessa pressa hefur verið jákvæð og við höfum notið þess að spila undir henni. Það sem ég er ánægðastur með er stöðugleikinn. Knatt- spyrnustjóri leitar alltaf eftir því að flnna stöðugleika því ég tel að meistaratidar komi í kjölfar stöðugleika. Við erum í góðri stöðu en það er samt nóg eftir. Þrjú lið geta orðið meistari en ég held að það verði erfitt fyrir Manchester United. Það eru bara átta leikir eftir og það er ólfklegt að tvö lið tapi það mörgum stigum að þeir komist í efsta sætið. Við tökum einn leik fyrir f einu, nú eru átta leikir eftir og andlegur styrkur liðsins kemur í ljós. Ekki dauðir enn Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var í ágætu skapi eftir leikinn og sagði hann gott veganesti fyrir bikarleikinn um næstu helgi en þá mætast þessi sömu lið í undanúrslitum. „Ég held að við höfum minnt alla á að við erum ekki dauðir úr öllum æðum. Við getum tekið margt gott með okkur úr þessum leik í leikinn á laugardaginn. Við gáfum fá færi á okkur og það var ljóst að það þurfti eitthvað sérstakt til að brjóta okkur á bak aftur. Markið sem Henry gerði var einmitt það - sérstakt," sagði Ferguson. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.