Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 29 * Enn og aftur verður Eminem bit- bein þeirra Bandaríkja- manna sem elska að hneykslast. Nú er það myndband með ber- brjósta stúlk- um sem fer fyrir brjóstið á teprunum. Lagið sem um ræðir heitir My Band og er flutt af frí- stundabandi Eminems, D12. í myndbandinu leikur Eminem slepjulegan forsöngvara í vinsælli hljómsveit. Hann er, eins og poppstjörnum er gjarnt, á stans- lausu fylliríi með vergjörnum konum og á kafi í dópi. í mynd- bandinu sem sagt. Sem birtist ábyggilega fljótlega á Popptíví og slær í gegn hjá íslenskum ung- mennum eins og allt sem Eminem kemur nálægt. Hin 43 áraJulianne Moore hefur yfiraðhún vilji ast með stælog ætli ekki að feta i sömu fótspor og svo margar kyn- systur hennar, sem eldast með hjálp lýtalækn- inga.Hún er í raun á móti öllu þessu sílikoni og andlitsstrekking umsem verðasi- fellt vin- Í Liz Taylor sökuðum mannran Liz Taylor gæti þurft að mæta fyrir dómara á næstunni ásamt fyrr- um tengda- syni sínum, Thomas McKewon. í október á síðasta ári skildi hann við dóttur Liz, Maríu, og nú heldur hann því fram að kvikmyndadívan hafl rænt syni sínum. „Fyrst rústaði Liz hjónabandi okkar Maríu og svo rændi hún barninu okkar,“ segir Thomas og á við tveggja ára son þeirra hjóna, Richard. Hann hefur ráðið sér her lögfræðinga og ætlar að sækja málið hart til að fá son sinn aftur. Bond er staðnaður Pierce Brosnan verður áfram James Bond í næstu mynd um leyniþjónustu- manninn knáa. Hann segir að sá Bond verði nýr og betri og skrúfað verði niður í sprengingunum og slags- málunum. Vegna þess að næsti Bond verði fágað- ari. Að mati Pierce hafa handritshöf- undarnir verið alltof æstir í síðustu myndumogaðí raun og veru hafi þeir staðnað: .Framleiðendurnir vita ekki lengur hvað þeir eiga að gera. Það er eins og allt fram- leiðslugengið á bak við myndina sé staðnað," segir Pierce og er ekkert að skafa utan af því. „Þetta er pirrandi. Það er eins og þessir menn viti ekki að það er góð saga sem gerir bíómynd góða en ekki sprengingar og slagsmál." Leikkonan Cameron Diaz mun leika á sviði í London á næstunni. Hefur verið upptekin síðustu daga við að þrífa eftir subbulegu vinkonu sína Drew Barrymore. er með hreingerningeræði Hin glæsilega Cameron Diaz ætlar upp á svið í London. Leikkonan er á fullu í viðræðum við leikarann Kevin Spacey en hann stjórnar uppsetningu á nokkrum leikritum í Old Vic leikhúsinu. Kevin vonast til að Cameron laði að fleiri fræga Hollywood-leikara og sérstaklega falast hann eftir leikkonunni Gwyneth Paltrow í eitt hluverk leikritsins „The Philadelphia Story". Paltrow mun eignast sitt fyrsta barn í júni en verður líklega til í slaginn stuttu eftir það. Hún og kærasti hennar Chris Martin, söngvari Coldplay, hafa upp á síðkastið verið dugleg að mæta í óléttu jóga til að auðvelda Gwyneth fæðinguna. Parið hefur fjárfest í tveimur fæðingar- sundlaugum, einni til að hafa á heimili þeirra í Bretlandi og aðra á heimili móður hennar í Ameríku, en Gwyneth ætlar að eiga barnið heima. Cameron hefur verið upptekin síðustu daga við að þrífa gestaherbergið heima hjá sér eftir að vinkona hennar Drew Barrymore bjó hjá henni í nokkra daga. Vinkonumar léku saman í Charlie’s Angels og hafa verið nánar síðan. Drew og kærasti hennar Fabrizio Moretti gistu lúxusheimili leikkonunnar Cameron Diaz Leikkonan þolir ekki bakteriur og notar klúta þegar hún opnar hurðir. sem staðsett er við ströndina á Malibu. „Ég elska Drew en hún er mesti sóði sem ég veit um,“ sagði Cameron. Strax og parið fór hringdi Diaz í hreingerningakonuna sína og eyddu þær restinni af deginum saman í að skúra og ryksuga herbergið. Cameron hefur þó viðurkennt að hún sé með þrifnaðaræði og þoli ekki bakteríur. „Ég hata skít og reyni að koma sem minnst við hluti. Til dæmis opna ég hurðir með klút svo bakteríur komi ekki á mig.“ Enda segir leikkonan húðina á sér hlaupa upp ef hún verði fyrir minnstu ertingu. Cameron Diaz á í ástarsambandi við söngvarann Justin Timberlake og bíða margir eftir að þau gangi í það heilaga. Af því verður þó ekki ef amma söngvarans fær einhverju um það ráðið því hún telur Cameron allt of barnalega tfl að gifta sig þó leikkonan sé þó nokkrum árum eldri en söngvarinn. Vinkonur Cameron segist elska Drewen þolirekki hvað hún getur 6 verið mikill sóði. Stjörnuspá Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona er 32 ára í dag. „Konan er fær um að snerta nánast alla sem verða á vegi hennar með heilindum og kærleik því mýkt og mildi einkennir hjartastöðvar hennar svo sannarlega. Húnsérfallinn engil innra með hverjum manni," segir í stjörnuspá hennar. Hera Björk Þórhallsdóttir VV Mnsbeúnn (20. jan.-l 8. febr.) w --------------------------------------- Stundum ættir þú að staldra við og huga að því hverjar áherslur þínar eru í raun. Fólk fætt undir stjörnu vatnsberans á það til að halda því fram að það sé að vinna fyrir peningum en á endanum er það allt annað sem skiptir máli. F\skm\r (19.febr.-20.mars) Minnstu þess að umhverfið hagar sér sjaldan eins og við kjósum hverju sinni. Það er oft nauðsynlegt að mæta mótlæti með hugrekki en gleyma aldrei hugsjónum sínum og draumum. Op Hrúturinn l2i.mars-19.aprH) Ekki hika við að víkka sjóndeildarhring þinn enn betur næstu vikur. Einbeittu þér að því sem skiptir þig máli og veldu fólkið sem þú umgengst meðvitað út aprílmánuð. Leyfðu þér að upplifa án þess að vera treg/ur gagnvart þeim sem þú berð tilfinningar til. Nautið (20. apríl-20 maí) Gleymdu því ekki að styrkur þinn er mikill og sér í lagi er hugur þinn öflugur því hann er fær um að gefa frá sér þínar heitustu óskir og þrár i þá átt sem þú kýst að fara. Tvíburarnir Horfðu vel í kringum þig og sýndu sjálfinu hvað það er sem þú kannt sannarlega að meta við lífið. Settu þig í samand við þitt innsta eðli og hlustaðu betur. Krabbm (22.júni-22.júií)______ Þér er ráðlagt að líta í eigin barm og sannfæra sjálfið um að þú sért að gera það sem þú veist að á vel við þig og veitir þér gleði og ánægju. Framkoma þín er vissulega aðlaðandi en þú mátt ekki gleyma eigin þörfum. LjÓnÍð (23.júli- 22. ágúst) 15 Hæfileikar þínir til að umgangast annað fólk eru miklir, hafðu það hugfast sér í lagi í næstu viku. Fólk eins og þú er fært um að stunda mannúðarstörf ef því er að skipta því það gefur náunganum sannarlega gaum. m Meyjan (21 ágúst-22. sept.) Vikan framundan verður jafnvel strembin á köflum þar sem eiginleikar þínir koma sér vel. Ævintýri er um það bil að hefjast hérna þar sem þú fyllist af orku sem þú ættir að nýta til góða. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Ekki eyða tíma þínum í hluti sem eiga ekki við þig. Hlífðu sjálfinu við því sem dregur þig andlega og líkamlega niður en gleymdu ekki að minna þig á eigin vellíðan þegar þér liður vel. Sporðdrekinn (24.okt.-21.a0v.) Fimmtugur en enn í fullu Qöri Blindfullur Brucéí París Leikarinn Bruce Willis drakk sig blindfullan á bar í París á dögunum þannig að bera þurfti hetjuna heim á hótelherbergi. Willis var þar staddur ásamt ungri kærustu sinni, Brooke Burns. Dvöldu þau á Ritz- Charltonhótelinu og það var einmitt á bar hótelsins sem Bruce sýndi Frökkunum hvernig á að drekka. Það vakti að sjálfssögðu mikla athygli þegar Bruce mætti á barinn og viðstöddum brá svo enn meira þegar leikarinn tók að drekka stíft og hegða sér samkvæmt því. „Hann var á eyrunum og var alltaf að klípa kærustuna sína í rassinn. Svo hélt hann bara áfram að drekka þangað til að hann datt niður dauður. Þá var kallað í tvo starfsmenn sem báru hann upp á hótelsvítuna hans,“ sagði barþjónn á hótelinu eftir atburðinn. Bruce Willis varð annars fimmtugur á dögunum en lætur það ekki stoppa sig. Bruce og Brooke Kærasta Bruce Willis þurfti að láta bera hann upp á hótelherbergi eftirað hann hafði drukkið ofmikið á hótelbar i Paris. / Gáfur og ómældir hæfileikar einkenna stjörnu þína og þú ættir næstu átta daga að upplifa stöðuhækkun sem tengist starfi þínu eða jafnvel félagsstörfum. Ef þú nærð ekki að klára verkefni þessa dagana er það eflaust vegna þess að þú sérhæfir þig ekki. * Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Tilvera þín er án efa rík af skemmtunum og ágætu fólki sem þú sjálf/ur kýst að umgangast og færir þér oftar en ekki mikla hamingju. Stjarna bogmanns reynir án efa að hylja feimni sína með fálæti þegar líða tekur á sumar sem er kostur I fari hennar. Steingeitin (22.des.-19.janj Þú ert um það bil að ganga inn í nýjan kafla sem reynist þér án efa góður í alla staði. Þér er ráðlagt að ávinna þér traust þeirra sem starfa með þér. Þú ert fær um að sýna í verki eiginleika þinn sem felst í mannlegum samskiptum en gættu þín á fólki því valdastaða virðist bíða þín. SPÁMAÐUR.IS* Z

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.