Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar auglysingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv:is Setning og umbrofc Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins (stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Tom TB|F M Craise 1 Hver var önnur eiginkona Cruise? 2 En hver var sú fyrsta? 3 Hvað ætlaði Cruise að verða langt fram eftir aldri? 4 Fyrir hvaða mynd árið 1990 fékk hann sæg af verð- launum fyrir leik sinn? 5 Hvert er raunverulegt ættarnafn hans? Svör neðst á síðunni Meiri kraft í Evrópusamrunann í leiðara danska blaðsins Berlingske Tidende er kvartað undan hæga- gangi í Evrópusanmm- anum. Leiðtogafimdir innan sambandsins verða æ tíðari en þeim mun fleiri sem fundirnir verða því erflðari verða ákvarðanirnar. Blaðið kvartar undan því að leiðtogar ríkja Evrópu- sambandsins séu of upp- teknir af valdaskiptingu og ákvarðanatökuferlum sambandsins. Er það sagt tefja fyrir hinum raunverulegu pólitísku málefnum sem snerta hversdagslff hins al- menna Evrópubúa og velferð. Meðal annars er bent á að þrátt fyrir 20 ára vinnu hefur ekki enn tekist að koma á full- komnum innri markaði með vörur í sambandinu og kenna menn pólitísku valdatafli og efasemdum leiðtoga nokkurra rikja þar um. Lúsífer Lúsífer er eitt afnöfnum and- skotans og komið úr latínu. Það þýðir eiginiegajjósberi“ og gefur til kynna að til forna var gjarnan litiö á pokurinn sem ígildi þeirra alkunnu guða úröllum trúarbrögðum sem gerðu meiri eða minni uppreisn gegn aðalguðinum og vildu í staðinn binda trúss sitt við mennina. Hinn gríski Prómeþeifur og hinn norræni Loki eru báöir afsllku kyni ásamt Lúslfer. Lúsifer varmeð Rómverjum llka nafn á morgunstjörnunni Venusi. Málið Svörvið spurningum: 1. Nicole Kidman - 2. Mimi Rogers - 3. Prestur - 4. Bom on the 4th of July - 5. Mapother (Cruise er millinafn). Pólitískt trúarofstæki eir höfðu engan áhuga á Osama bin Laden og A1 Kaída, en voru helteknir af Saddam Hussein og írak. Þeir ste&idu að árás á gamlan skjólstæðing í Bagdað. Þeir vildu ekki sinna neinum gagnrökum og þess vegna komu árásimar á World Trade Center og Pentagon eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta voru George W. Bush Bandaríkjafor- seti og Donald Rumsfeld stríðsráðherra, Condoleezza Rice öryggisstjóri og Paul Wol- fowitz hugmyndafræðingur. Þetta er gengið, sem hefur snúið heimsmálunum á annan endann og gert Bandaríkin að mestu ógnun nútímans við öryggi og frið á Vesturlöndum. Öryggisráðgjafi fjögurra forseta, þar á meðal tveggja, sem heita Bush, hefur kastað sprengju á Hvíta húsið með bók um viðhorf Bushíta til öryggismála. Bók Richard Clarke og umræðan um hana hefur varpað skýru ljósi á dómgreindarskort og ofsatrú hópsins, sem hann vann fyrir í Hvíta húsinu. Það var sannfæring gengisins, að hryðju- verk væru sprottin af óvinveittum stjómvöld- inn. Gengið áttaði sig ekki á, að tækni og fjar- skipti nútfmans gera hryðjuverkamönnum kleift að valda miklum skaða án aðstoðar rfkisstjóma. Árásin á World Trade Center og Pentagon var dæmi um ríkislaust hryðjuverk. Rumsfeld trúði ekki í fyrstu, að A1 Kaída stæði að baki hryðjuverksins. Enda hafði Wolfowitz sagzt vera orðinn þreyttur „á stöð- ugu tali um þennan eina mann, bin Laden". Þegar sannleikurinn kom í ljós, hamraði Rumsfeld á því, að einhvers staðar hlyti Saddam Hussein að vera að tjaldabaki. Síðan hefur komið í ljós, að ekkert var hæft í forsendum stríðsins gegn Irak. Þar voru engin gereyðingarvopn og þar var eng- in uppspretta hryðjuverka á Vesturlöndum. Saddam Hussein var ekki einu sinni hættu- legur nágrannaríkjunum, þótt hann reyndi að sýnast öflugri en hann var í raun. Fleiri sérfræðingar hafa tjáð sig. David Kay, yfirmaður vopnaleitar bandarfska her- námsliðsins í frak, fullyrðir, að engin gereyð- ingarvopn hafi verið í írak. Von er á bók sendiherrans Joseph Wilson, þar sem hann sýnir fram á, að gengið í Hvíta húsinu hafi litið framhjá sönnunargögnum. Ofstækismenn Hvíta hússins trúa bara því, sem þeir vilja trúa og taka ekkert mark á staðreyndum. Þeir ganga fram af offorsi trú- arofstækis og hirða ekki um, þótt verk þeirra gangi fram af fólki um alian heim. Gengið lék sér að því að láta drepa 10.000 óbreytta og saklausa borgara í frak. Verði ffamhald á dvöl hins róttæka og dómgreindarskerta stríðsglæpagengis í Hvíta húsinu á næsta kjörtímabili, mun það leiða ógn og skelfingu yfir mannkynið Jónas Kristjánsson FRÉTTABLAÐIÐ BIRTI í gær niður stöður skoðanakönnunar um trú ís- lendinga á upprisuna. Samkvæmt henni trúa 67 prósent landsmanna því að frásagnir Biblíunnar af ujjprisu Jesú séu sannleikanum samkvæmar. Skemmtilegur en óútskýrður munur kemur fram á trú kynjanna á upp- risufrásagnirnar en blaðið segir að rúm 70 prósent kvenna hafi lýst yfir trú sinni á upprisuna en ekki nema 64 prósent karla. Þeir sem afdráttar- laust trúa ekki á upprisuna em 33 prósent. Trúin er líka mismunandi eftir bú- setu en í Fréttablaðinu segir: “71,3 prósent íbúa landsbyggðar- innar trúa en 64,9 prósent fólks á suðvesturhorninu. Ogsémunurinn á trúnni á upprisuna eftir búsetu gaumgæfður kemur í ljós að ríkust er hún í Norðausturkjördæmi, svo í Nói albínói í f Z¥ / t i „EfefKristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt tíka trú yðar ... En efKristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar, oq þá eru einnig þeir, sem sofnaðir eru í trú á Krist, glat- aðir. Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunar- verðastir allra manna." Fyrst og fremst fíqrmum Kvikmyndin Nói albínói ferðast nú um Bandaríkin og er m.a. sýnd í nokkrum kvik- myndahúsum í New York borg. Þar er hún að fá geggjaða dóma í blöðum eins og New York Post þar sem hún fær þrjár stjörnur og leikstjóranum Degi Kára líkt við Jim Jarmusch og Aki Kauris- maki. Á vefsíðunni, www.rottentomatoes.com sem heldur utan um alla dóma sem myndir vestanhafs fá gefa gest- ir síðunnar Nóa 88 af 100 í eink- un. Zik Zak framleiddu Nóa albínó en næsta verkefni Dags er dönsk dogma-mynd. Dagur Kári lærði éinmitt í Danmörku og er það Nimbus Films (fram- leiddu Festen) sem gera með honum dogma-myndina. Zik Zak eru líka með í undirbúningi mynd á ensku með Degi Kára en hann er svo heitur í augna- blikinu að fjárfestar vilja flestir ólmir vera með í myndum eftir kauða. Suðurkjördæmi, þá í Norðvesturkjör- dæmi ogloks á suðvesturhorninu. Og sé enn rýnt í niðurstöður má sjá að næstum 8 af hverjum 10 konum í Norðaustur- og Suðurkjördæmum trúa á upprisu Jesú Krists en 6 af hverjum tíu karlmönnum á auðvest- urhorninu. “ ÞAÐ ER LÍKLEGA eins gott að svona margir skuli trúa á upprisuna. Annars gætum við talist kristin þjóð. Því eins og Páll postuli sagði í fyíra Kórintu- bréfinu, fimmtánda kapítula: “EfefKristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar ... En ef Kristur er ekki uppris- inn, er trú yðar fánýt, þéreruð þá enn ísyndum yðar, og þá eru einnig þeir, sem sofnaðir eru ítrú á Krist, glatað- ir. Efvon vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunar- verðastir allra manna. “ í LJÓSI ÞESS hversu mikilvæg upp- risan er fyrir kristna trú sem slíka kemur ef til vill á óvart að séra Gunn- ar Kristinsson, prófastur á Reynivöll- um, sem talinn er einn lærðasti kennimaður íslensku kirkjunnar, skuli lýsa því yfir í Fréttablaðinu að mikil upprisutrú íslendinga komi sér á óvart. Og líka að trú séra Gunnars á upprisuna virðist fremur fela í sér trú á einhvers konar „huglæga" upprisu, frekar en „holdlega" upprisu frelsar- ans, eins og þó hefur verið ein aðal kennisetning kirkjunnar um aldir. Því séra Gunnar segir: “Það er ekki meginatriði í þessu efni að upprisan á páskadagsmorgun hafi veirð sögulegur atburður vegna þess að upprisufrásagnir ganga út á það að Jesús hafí verið nálægur læri- sveinum sínum ogþeir hafí fýllst nýj- um þrótti - en svo hafí hann skyndi- lega horfíð frá þeim. Merm túlka upprisuna því yfírleitt í þessu Ijósi: Með krossdauðanum var málstaður Jesú ekki búinn að vera heldur kom kraftur hans nú fyrst í Ijós. Menn hallast því frekar að því að upprisan og upprisuboðskapurinn sé túlkun á lífí, starfí og boðskap Jesú í heild. “ EKKI ÆTLUM VIÐ okkur þá dul að þykjast fróðari séra Gunnari um guð- spjöllin. En hvernig sem við blöðum í Biblíunni fáum við þó ekki séð að þau geymi nokkurs konar „túlkun" á „nýjum þrótti“ lærisveinanna. Þau segja ósköp einfaldlega og alveg bók- staflega frá því að Jesú hafi risið upp í holdinu. Það er líka alveg augljóst af öllum heimildum - bæði í Nýja testa- mentinu sjálfu og öðrum ritum þar sem sagt er frá upphafi hinna kristnu söfhuða - að það sem gerði gæfumuninn um að þessi nýja trú festi rætur var algjör og fyrirvaralaus trú hinna frumkristnu á að Jesú hefði risið upp líkamlega. Ekki aðeins „kraftur hans“. Hvort sem sú upprisa var söguieg staðreynd eður ei. Þessu trúðu menn og huglæg túlkun á upprisunni sem einhvers konar opinberun á krafti og boðskap kom ekki til sögunnar fyrr en löngu síðar. Og hefði reyndar lengst af verið talin hin argasta villutrú og menn teknir af lífi fyrir minna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.