Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 3
Hilmar Stefánsson, bankastjóri.
Gunnlaugur Halldórsson, húsameistari.
AKRANES
VII. árg. - sept.—des. 1948 - 9.—12. tbl.
Útgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmaSur:
ÖLAFUR B. BJÖRNSSON
AfgreiSsla: Mi'Ötcig 2, Akranesi.
PRENTAÐ í PRENTVERKI AKRANESS H.F.
Allar umbætur í þessu landi má rekja
til örfárra, afburða einstaklinga, þar sem
Jón Sigurðsson er „höfuðprestur“. Fyrir
hans atbeina fóru landsmenn að nota ný
verkfæri og leita sér verklegrar þekkingar
í öðrum löndum. Þangað má og rekja hina
innlendu menntun bænda, sem er mikil-
vægur þáttur í þeirri þróun íslenzks land-
búnaðar, sem liér má sjá í svo mörgum
myndum.
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
Horft til baka um þúsund ár.
Af ýmsu má ráða, að forfeður vorir
hafi verið hyggnir búmenn. Þeir völdu
sér jarðnæði, þar sem gott var undir bú,
og komu sér fljótt upp miklum fénaði. Um
framsýni þeirra og glöggskyggni i fjár-
málum ber gott vitni hin almenna stór-
merka tryggingarstarfsemi þeirra, sem
mun vera einstæð á þeim tímum. Þessari
þjóðnytjastarfsemi hafa þeir líklega komið
fljótlega á, eftir að landið var fullbyggt,
og er sennilegt, að hún hafi verið við lýði
allt þjóðveldistimabilið.
Ef til vill er það langsótt, en þó ekki
alveg fráleitt að segja, að þessi merkilega
félagsmálastarfsemi íslenzkra bænda í
fomöld, sé eins konar forveri Búnaðar-
bankans. Skoðað í því ljósi, er þá ekki
banki íslenzkra bænda nú 18 ára gamall,
heldur eins vel — eitt þúsund og átján
ára gamall. En sleppum því, hitt er a. m.
k. víst og rétt, að þessari merkilegu stofn-
un hafa íslenzkir bændur komið á hjá
sér, og er miklu nær hinni fjölþættu nú-
tíma tryggingarstarfsemi en ætla mætti.
Ef hin íslenzka bændastétt tileinkar sér
ávallt með slíkum yfirburðum og ágætum
framsýni þá og búhyggju, sem fólst í
þessari merkilegu löggjöf sögualdarinnar.
mun þeim og stofnunum þeirra vel faraast.
Um þúsund ár var búskapurinn aðal-
imdirstaða uppeldis og afkomu þjóðar-
innar. Það var kjaminn, sem gerði henni
fært að þrauka. Meginhluti hennar var
þessi merkilega stétt, sem gerði að „kjör-
viði“ sagnir og sígildar bókmenntir sögu-
aldarinnar og varðveitti með því tunguna
og þar með sjálfa sig, langar örlaga-
þrungnar aldir.
Hvað búskapurinn hafi lengi verið aða!
atvinnuvegur, — án hugboðs um annað,
— má marka af orðum skáldsins mikla
á 19. öld. Hann segir svo i hinu dásam-
lega kvæði sínu „Alþing hið nýja 1840“:
„Traustir skulu homsteinar
hárra sala;
í kili skal kjörviður;
bóndi er bústólpi
— bú er landstólpi —
því skal hann virður vel.“
Þennan mikla sjáanda — fram og oftur
— virðist ekki óra fyrir því, að nokkur
annar atvinnuvegur en landbúnaður verði
í bráðina „landstólpi“. Síðan eru liðin
aðeins rúm 100 ár, og það er ekki fyrr en
löngu seinna, að neitt verulegt kveður a'i
fiskveiðum landsmanna á þann veg að
geta kallast „landstólpi“ í merkingu orða
Jónasar.
Málsháttur segir, að svipull sé sjávar-
afli. Um sannleiksgildi þessa málsháttar
er langsótt reynsla og ný, þó ekki sé ætl-
unin að ræða það í þessari ritsmíð. Þrátt
fyrir þetta munu þó góðir og gegnir bænd-
ur fúslega viðurkenna, að framförum hjá
þeim væri skemmra á veg komið, ef hinn
ótrúlegi afli hefði ekki borizt að landi
undanfarna áratugi.
Bændur hafa, eigi siður en aðrir lands-
menn, verið fljótir að tileinka sér ýmsar
framfarir í búnaði, svo sem girðingar,
túnasléttur og húsabætur yfir menn og
skepnur.
FrelsiS er fyrir öllu.
Eftir því sem einokunarloppan visnar,
en frelsið færist nær, raknar úr, réttir við
og allt fær nýjan svip. Og i kjólfar frels-
isins kom aukin menntun, framleiðsla og
fjármagn. Hið algera frelsi tengdi svo
saman fortíð og framtið og gaf þjóðinni
nýja trú á gamla landið og möguleika
þess.
1 árroða hins aukna frelsis var það ráð
hinna vitmstu forráðamanna þjóðarinnar
að fara gætilega og ætla sér af. Þeir stjórn-
uðu fjármálum þjóðarinnar svo farsællega
um áratugi, að þeir söfnuðu i Viðlagasjóð.
Þar var ekki greiðsluhalli á fjárlögum.
Því er þessa hér sérstaklega getið, að þetta
samansparaða fé á fyrstu áratuganum eftir
að þjóðin fékk sín eigin fjárforráð aftur,
varð stofnfé og grundvöllur Búnaðarbanka
fslands, að upphæð kr. 2.175.015.18. Það
var ekki litið fé, þótt nú þyki litið til slíkra
fjárhæða koma í hófleysinu á öllum svið-
um.
Með dugnaði, sparsemi og auknum út-
flutningi, efnaðist þjóðin smátt og smátt.
Komst þá nokkurt fé í umferð og þótti
mikil nýlunda. Þetta leiddi svo aftur tii
þess að nú varð tvöföld þörf fyrir pen-
ingastofnanir, svipað því sem tíðkaðist
með öðrum menningarþjóðum. Hið tví
þætta verkefni var annars vegar að gefa
hinum sparsömu, vinnufúsu höndum
möguleika til að geyma tryggilega hið
samansparaða fé, hins vegar, að styðja
auknar framfarir hinna nýju og gömlu
atvinnuvega landsins.
Fyrsta lánsstofnun bœndanna fœ'Sist.
Enda þótt landbúnaður væri um þúsund
ár aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, voru
A K R A N E S
99