Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 19
verustundirnar í skólanum og fyrir sam-
vinnuna. Sjálfsagt eruð þér misglöð og
misánægð með skólavistina, námið og
prófið, en þér sem kunnið að vera
óánægðust með einkunnir, munuð síðar
skilja það betur en nú, að það er að mestu
ykkar sök, ef þér hafið ekki náð eins
góðum einkunnum og þér bjuggust við.
Þér hafið þá eigi einbeitt yður nægilega,
né rækt námið af þeim dugnaði, er nauð-
syn bar til.
Góðir nemendur. Þér leggið nú brátt af
stað út í lífið á eigin ábyrgð. Þér hefjið
nú fyrir alvöru leitina, sem allir menn
leggja í, hve ólikir sem þeir kunna að vera,
leitina að hamingjunni. Eg óska þess af
alhuga, að yður megi takast að finna
sem mest af sannri hamingju. Og ég vil
um leið minna yður á, að það er að lang-
mestu leyti komið undir yður sjálfum,
hvernig yður tekst hamingjuleitin. — En
í hverju er þá sönn hamingja fólgin? Hún
er ekki fólgin i auð fjár. Margir hafa
leitað hennar þar, en ekki fundið. Hún
er ekki fólgin í því að hljóta metorð eða
völd, ekki í áfengi eða öðrum eitumautn-
um, ekki í óhófi né hóglífi. Margir hafa
leitað hamingjunnar í þessu, en allir orðið
fyrir vonbrigðum. —
Hvert er þá að leita? Hverjir hafa
komist hamingjunni næst?
Mennirnir, sem mátu mest að lifa flekk-
lausu lífi. Mennimir, sem leystu skyldu-
störf sín fyrst af hendi og skemmtu sér
svo. Mennirnir, sem hugsuðu og störfuðu
meira fyrir aðra en sjálfa sig. Mennirnir,
sem eignuðust mest af hinum hljóða,
fórnandi mætti. — Undarlegt lögmál, en
þó fagurt, lögmál, sem minnir á orðin,
sem kölluð hafa verið „gullna lífsreglan“:
„Allt, sem þér viljið, að aðrir menn geri
yður, það skulið þér og þeim gera.“ —
Oti á eyðimörku einni stóð steinljón
eða sfinsk, segir saga ein. Sú sögn hafði
myndast um sfinskinn, að hann mundi
fá líf, þegar hinu rétta orði væri hvíslað
í eyra hans. Hann var konungssonur í
álögum. Sá einn gat leyst hann, er hvísl-
aði töfraorðinu að honum. — Margir
gerðu sér ferð út á eyðimörkina, til þess
að reyna að leysa sfinskinn úr álögunum.
— Einu sinni kom ungur maður. Hann
var stór og þrekvaxinn, vanur hernaði
og þráði ekkert heitara en meiri völd.
Hann hélt að rétta orðið væri „máttur.“
Hann hvíslaði því í eyra sfinskins, en
hann var sami steinninn áfram. — öðru
sinni kom ungur maður, sem þráði að
verða frægur. Iiann hélt, að rétta orðið
hlyti að vera „frægð.“ En sfinskinn
breyttist ekki, þótt hann hvíslaði því orði
í eyra hans. — Mörg ár líða. Margir
menn koma, en enginn með rétta orðið.
Loks ber svo við, að maður er á ferð með
barn sitt, 3—4 ára gamalt. Hann hvílir
sig hjá Sfinskinum fræga á eyðimörkinni.
AKRANES
Barnið fer að leika sér i sandinum, en
faðirinn leggst fyrir. Svo klifrar barnið
upp Sfinskinn og leggur hendurnar um
hálsinn á honum. Það fer að hugsa um
mömmu sína og hjúfrar sig upp að vanga
Sfinskins, leggur munninn við eyra hans
og hvíslar: Mamma. — Og sjá. Allt í
einu fer að færast líf í Sfinskinn. Steinn-
inn eins og hrundi utan af líkneskinu,
og eftir stóð fagur og tígurlegur konungs-
sonur. Barnið hafði leyst hann úr álögum.
Það hafði hvíslað töfraorðinu rétta í eyra
hans. — Þetta undurfagra ævintýr geym-
ir mikinn sannleika. Margir menn eru í
margvislegum álögum. Raunir lífsins,
stríð þess og barátta, hafa steypt utan um
þá brynju úr grjóti harðneskju og tilfinn-
ingaleysis, svo að þeir virðast næstum þvi
eins og steinrunnin líkneski. Hið eina,
er leyst getur slíka menn úr álögunum,
er að einhver hafi lag á að hvísla að þeim
orðinu rétta, orðinu, er bræði utan af
þeim kuldabrynjuna, sem þeir hafa klætt
sig í- — Og hvert er þá töfraorðið? Hvert
er það orð, er fegrað getur og bætt alla
sambúð manna á jörðu hér? Það er orð
litla barnsins. — Ekkert eitt orð minnir
eins á hinn hljóða, fórnandi mátt kærleik-
ans, eins og orðið: mamma. Og takið eftir
því, að barnið lagði hendur um háls
Sfinskinum og hjúfraði sig að vanga hans,
um leið og það hvislaði „mamma" í eyra
hans. — Það er kærleikur barnsins, sem
leysir Sfinskinn úr álögunum, þessi dá-
samlegi eiginleiki saklausra barna, að
geta sýnt öllum fullt traust, fulla ein-
lægni, að geta séð eitthvað gott í öllum,
jafnvel þótt þeir, að ytra útliti, séu ærið
steinrunnir — Og það sem ég vil biðja
yður að muna, 1 sambandi við söguna um
Sfinskinn, er þetta, að reyna jafnan að
sjá eitthvað gott í öllum samferðamönn-
um yðar, reyna að sýna þeim ástúð og
traust og bræða utan af þeim kuldabrynj-
una, sem lífið kann, af ýmsum ástæðum
að hafa steypt utan um þá, reyna að leysa
þá úr álögum kulda og kærleiksleysis,
með því að sýna þeim alúð og kær-
leika. —
Eg vil að þér minnist þess jafnan, að
allir menn eru bræður og systur, börn
sama föðurins, — og að sambúð manna
og samskipti eiga að mótast af þessum
sannindum. —
Eg skýrði hér áðan frá myndarlegri
þátttöku yðar i söfnuninni miklu —
Barnahjálp, — sem hafin var til þess að
mótast af þessum sameindm
bjarga sem allra flestum saklausum,
sveltandi börnum, frá því að verða
hungurmorða. — En af hverju stafa nú-
verandi vandamál veraldarinnar? Þau
stafa af því, að menn þverbrjóta enn boð-
orðið, sem nefnt hefur verið gullna lífs-
reglan. — Valdamestu þjóðir heims haga
sér enn eins og börn i leik. — Aðra
stundina reisa þær borgir og rækta blóm-
legar lendur, en liina velta þær öllu í
rústir, tortíma, eyða og spilla á örstuttum
tíma því, sem áratugi tók að reisa og
-rækta. Þetta er hin mikla harmsaga
mannanna frá órofi alda. Vér fslendingar
eigum jafnan að minnast þess með fögn-
uði, að „vér höfum fyrstir friðarheitið
unnið. 1 fjarska hafa kyndlar vorir
brunnið ,“ eins og skáldið Davíð Stefáns-
son kveður. — „Svo viti það öll voldug
þjóðabákn, að vopnleysið er fslands friðar-
tákn, þess mesta gæfa, guði vígur eiður,
— gjöfin, sem börnin erfa, landsins heið-
ur, bæn, sem er flutt til bjargar öllum
lýðum, bann, sem er lagt gegn hnefa-
rétti og stríðum, örlagaspá, sem allar
þjóðir varðar, hin æðsta hugsjón vorrar
þjáðu jarðar," — eins og sama skáld
yrkir.
Væri óskandi, að framlag vort mætti
gegna því tvenns konar hlutverki, að
bjarga einhverjum bágstöddum, saklaus-
um börnum, og minna þjóðirnar á, að
þetta sendir ein hin minnsta og fámenn-
asta allra frjálsra þjóða, og liin eina i
öllum heimi, sem aldrei hefur borið fána
sinn fram í stríð, né flekkað hann blóði.
— Þjóð, sem kastað hefur vopnum vík-
ingaaldar og kveðið niður ófrið Sturlunga-
aldar. — Mætti þetta framlag vort verða
þögul áskorun til allra um að slíðra sverð-
in, leggja niður vopnin. Mætti styrkur sá,
er vér íslendingar höfum véitt stríðsþjóð-
unum benda á, að vér hefðum ekki getað
látið hann af hendi, ef vér hefðum þurft
að kosta her og flota, hlutfallslega til
jafns við aðrar þjóðir. —■ Biðjum þess,
að þjóðirnar losni hið bráðasta úr hinum
illu álögum hernaðar og styrjalda og
heyri sem fyrst hið frelsandi máttarorð,
sem færir þeim frið á jörðu. —
Kæru nemendur. Gleymið aldrei þess-
um sannindum: Því hamingjusamari sem
þér gerið aðra, því meir aukið þér yðar
eigin hamingju. — Verið því góð við allar
skepnur, alla lítilmagna, alla bágstadda.
— Sérstaklega vil ég biðja yður að vera
góð og nærgætin við öll gamalmenni, sem
þér umgangist. Munið, að eitt bros, eitt
hlýtt handtak, getur verið þeim mikils-
virði og flutt birtu og yl inn i huga þeirra.
— Þetta eru kveðjuorð mín til yðar. Svo
árna éð yður allra heilla og bið guð að
vemda yður og blessa.
Eg votta samkennurum mínum öllum,
og starfsfólki skólans beztu þakkir fyrir
unnin störf á vetrinum í þágu skólans og
ágæta samvinnu. — Störfum vetrarskóla
er lokið. Vorkennsla hefst 3. maí n.k. kl.
2 síðdegis. Eg þakka orgelleikara og söng-
fólki hjálpina og gestum komuna.
115