Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 35

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 35
SÉRA FRIBRIK FRIBRIKSSON: STARFSÁRINIII. Framhald. Um það leyti dó einn af kærum vinum mínum, Jón Sigurðs- son, fangavarðar Guðmundssonar. Eg var þá einmitt milli vonar og ótta um bróður hans Harald Sigurðsson, hann var með þeim fyrstu, Sem veikina fengu og varð svo þungt haldinn að honum var ekki ætlað líf í eina tvo daga. — Svo fórii nú að verða fleiri og fleiri af mínum nánustu vinum í KFUM og K. Ég man ekki hvert kvöldið það var á fyrri hluta tima- bilsins, að sent var eftir mér langt innan úr bæ til að skíra deyjandi barn. Séra Bjarni var þá mjög veikur og ekki hafði náðst í hina prestana. Eg fór í húðarigningu og kolamyrkri og skirði barnið. Svo gekk ég lieimleiðis niður Laugaveg. Fyrir framan eitt hús nam ég staðar. Mér datt í hug að þar ætti heima unglingspiltur, mjög kær félagi í U.D.. — Eg hafði heyrt að hann væri veikur. Hann hét Þórður og var sonur ekkju, sem bjó þar uppi á hæztalofti. Mér datt i hug að nota tækifærið og lita inn til hans. Eg gekk upp marga stiga og barði að dyrum. Eg heyrði sagt: „kom inn“! og ég opnaði hurð- ina. Það var litil stofa með tveimur rúmum hvort sinu megin undir súðinni. 1 öðru lá móðirin og í hinu lá Þórður, ný dáinn. Konan varð mjög fegin komu minni. Þórður hafði dáið daginn áður og það átti að sækja líkið þá um kvöldið. — Aðeins ein trésmíðaverkstofa var í gangi, svo að ekki var að tala um reglu- legar líkkistur í bráð. En þessi verksmiðja smiðaði bráðabyrgða- kassa (þeir voru líkastir löngum trogum) til að flytja lík í suður í likhúsið í kirkjugarðinum. Þegar ég var nýkominn þarna upp komu tveir unglingspiltar með „trogið“ og settu það inn á gólfið og kváðust mundu koma eftir hálftíma að sækja það aftur og báðu um að þá væri búið að kistuleggja. Svo varð ég að gera það. Það var erfitt að taka líkið upp úr rúminu, færa það í náttföf og leggja það í kassann, og vefja svo línlaki um. Einhvern veginn tókst mér þetta. Svo hélt ég bænagjörð þar inni. Konan var stillt og tók þessu með mikilli rósemi. Svo komu piltarnir og báru líkið niður. Eg varð þeim samferða. Þar var hestvagn á götunni og var kistan sett upp í vagninn og svo ekið af stað. Eg hafði heyrt að margir voru mjög hneykslaðir á léttúð og atferli þeirra pilta, sem höfðu þennan starfa. Þeir voru fjórir með hverjum vagni. Eg veit reyndar ekki, hvort vagnarnir voru fleiri en þessi. Á vagninum voru fjórar eða fimm af þessum „kistum.“ — Þetta voru piltar, sem höfðu þennan starfa, liðlega tvítugir eða svo. Þeir fóru auðvitað ekki með neinni andagt eða helgibragði að þessu verki sínu. Eg heyrði orðin: „upp með það!“ og ýmsar slíkar upp- hrópanir og þeir gátu haft spaugsyrði og hlegið sín á milli og virtust vera röskir og duglegir piltar. Eg fylgdist með þeim niður götuna og sóttu þeir lik inn á tveimur stöðum. Eg hneyksl- aðist ekki á kæti þeirra. Mér fannst það vera eðlilegt og eigin- lega gjöf til þeirra að geta tekið því sona. Þeir urðu að ganga fram af sér að verja sig fyrir tilfinningaseminni, sem hefði getað lamað þá að eiga á hverjum klukkutíma að sjá svo mikla sorg og nekt alls staðar. Eg heyrði ekkert blótsyrði til þeirra.— Eg hef skrifað um þennan atburð svo greinilega sem sýnis- horn af því sem svo víða átti sér stað um þessar mundir. Engum fundum var aflýst. Þess var ekki þörf. En var það Y. D., sem aldrei að öllu lagðist niður. Sunnudagurinn þann 10. komu 20 drengir. Eg hélt með þeim stutta guðræknisstund. Næsta sunnudag, þann 17.. var hræðilegasti dagurinn fyrir mér á öllu þessu timabili. Fólk var nú víðast að komast á AKRANES fætur, en um þá helgi urðu lang flest dauðsföll á öllu tíma- bilinu. Eg var viðstaddur dauða sex vina minna. Þá dó einn af mínum kærustu vinum, Þorvaldur Sigurðsson, fangavörður. Það var ákafleg eftirsjá að honum, einnig fyrir KFUM. — Þegar hann var rétt skilinn við, varð ég að fara upp á Njáls- götu þvi að ég vildi kveðja vin minn, séra Lárus Halldórsson, fyrrverandi prest að Breiðabólsstað á Skógarströnd. Eg hafði heyrt að hann væri við dauðann. Þegar ég kom inn til hans, þekkti hann mig og brosti. Eg las upp fyrir honum nokkur vers úr nýjatestamentinu, og var hjá honum um hálftima. Svo and- aðist hann og ég lokaði augum hans. Hann dó glaður í anda og hafði rænu fram í andlátið. Þaðan flýtti ég mér heim og þá voru komnir um fjörutiu drengir. Eg hélt stutta bænagjörð er ég hafði lesið fyrir þeim guðspjall dagsins. Svo fór ég og var við kistulagningu frú Gróu, konu vinar míns Sigurbjöms Þorkelssonar og var það átakanleg stund innan um allan þann unga bamahóp en var léttara við það að hin lifandi von kastaði ljósi inn i myrkur dauðans. Ég varð að fara i nokkra staði að tilkynna andlátsfregnir og seint um kvöldið fór ég vestur í Mjóstræti að hjálpa til að kistuleggja einn kæran fermingarson minn, Kjartan Magnússon, er var i fermingardrengja-flokki mínum vorið 1910. Svo gekk ég heim á leið eftir hinum auðu götum, það var kl. ellefu um kvöldið. Er ég konl i Aðalstræti, datt mér í hug að líta upp til vinar míns, Guðmundar klæð- skera Bjamasonar og kveðja hann þvi nú var hann talinn af. Þeir, sem yfir honum voru bjuggust við að hann mundi deyja þá um nóttina. Eg staldraði litið við, því hann hafði dálítið óráð, en þekkti mig samt. — Þaðan gekk ég svo heim. Eg var svo þreyttur og niðurbeygður, en samt í þvi skapi áð mér fannst að það gerði ekki svo mikið, þótt allir vinir dæju. Það var yfir mér einhver dauðaþungi og hálfkæringsleg ró. — Eg kom heim og lagðist á legubekkinn og sofnaði og svaf vært til morguns. Svo byrjaði starfið aftur. Það sem hélt mér uppi var eitt ritningarorð, sem stöðugt söng í mér. Það var 5. Móseb. 33. kap., 25 vers eins og það stóð í ensku þýðingunni, nokkuð öðm vísi en í hinni íslenzku. „As thy days, so shall thy stength be.“ (Eins og dagar þíriir eru, svo skal styrkur þinn vera.“ Ég hélt mér dauðahaldi í þetta fyrirheiti og það brást mér heldur eigi. Einu sinni hélt ég að það ætlaði að bregðast. Ég kom lieim til mín eina nótt kl. 314. Veðrið var milt og þítt. Ég hafði verið á gangi allan daginn og hafði varla smakkað mat. Ég hafði verið um þrjú-leytið uppi í einu af mínum húsum að gæta að miðstöðinni og vita hvort sjúklingarnir þörfnuðust nokkurs sérstaks. Ég gekk svo niður á Laugaveg og gekk hægt, því að mér var svo heitt og ég tók eftir því að æðarnar á handarbökunum voru eins og úttútnaðar. Ég var mjög sveittur. Svo kom ég heim og fór út í eldhús að fá mér eitthvað að eta. Svo fór ég inn á lestrarstofuna i KFUM og lagði mig á legubekkinn, þar svaf ég allan þenna tíma og fór ekki úr fötum. Þegar ég nú lá þar og reyndi tii að sofna,'gat ég það ekki, ég var svo sveittur, og svo fékk ég svo mikinn hjart- slátt, að ég man aldrei eftir að hafa fengið hann slíkan. Þannig lá ég um hálftíma. Mér datt í hug: Skyldi ég vera að verða véikur? Við þá hugsun varð ég fjúkandi reiður, reis upp, fór fram í eldhús og kveikti á prímus og setti upp vatn. Ég tók fulla matskeið af möluðum kaffibaunum og lét í stóra bollann minn. Helti svo á það sjóðandi vatni og byrgði hann. Og svo eftir fimm mínútur hrærði ég i og drakk allt saman, nema „gromsið“ er settist á botninn, fór svo inn og tók hálfan sterkan Havana- vindil og svældi honum og lagði mig svo á legubekkinn og stein- sofnaði. Ég vaknaði við það að ég heyrði einhvein vera að þruska þar í myrkrinu. Ég kveikti á eldspýtu og sá mann standa þar. Ég þekkti manninn. Hann átti heima inn í bæ og ég vissi að dóttir hans og tengdasonur voru mjög veik. Ég þóttist vita hvað skeð væri og glaðVaknaði, og kveikti ljós. Þá var kl. 7^2 og ég var búinn að sofna í góða tvo tíma. Hann sagði mér að dóttir LJt

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.