Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 34

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 34
ValgerSur Þorbjörnsdóttir og líristján Daníelsson. fædd 14. júlí 1934. Faðir Valgerðar og Jónina fyrri kona mín voru hálfsystkin.“ Þegar Kristján Daníelsson var íshús- stjóri hins fyrsta ishúss hér hér frá 1911, kynntist ég honum nokkuð, vegna skipta Litlateigs-heimilisins við húsið. Þau kynni minna mig á snyrtilegan mann og reglu- saman, sem var annt um húsbændanna gagn. Þá fannst mér til um, hve þessi náungi skrifaði vel, og það fór laglega á pappír, og bækur hans voru hreinlega færðar. Mér fannst hann hlyti að vera eitthvað skólagenginn. Nei, hann hafði aldrei fengið tækifæri til að læra neitt. En að löngun hafi hann haft' til þess má sjá af því, sem nú skal greint. Eins og áður segir, var Kristján eitt ár vinnu- maður hjá Sigurði Símonarsyni, skipstjóra í Reykjavík. Fyrri part vetrarins tóku nokkrir stúdentar sig saman um að gefa unglingum eða ungu fólki kost á kennslu i réttritun. Fór kennslan fram i bamaskól- anum, sem þá var, að kvöldi til. (Nú Lögreglustöðin í Reykjavik) Minnir Krist- ján, að þetta hafi verið einu sinni í viku, og gat hann þannig notið þessa í átta vikur, og var samt ekki nema átta tima. Þetta var allur skólalærdómurinn. Vel hafa þeir tekið eftir, eða einhverju bætt við á eigin spýtur, sem ekki hafa lært meira, En gefa þó ýmsum tilefni til að halda, að þeir séu að einhverju skólagengnir. 1 þessum efnum hafa prestsheimilin löngum dugað vel, og margvíslega stuðlað að aukinni menningu og þrifnaði. 1 því sambandi dettur mér í hug það, sem Krist- ján sagði um Miklholtsheimilið meðan séra Geir Rachmann var þar. Það hafði verið fyrirmyndar heimili. „Allt heimilis- fólkið, — alveg eins vinnufólk — hafði borið af í klæðahurði, hvað viðkom hrein- leika og snyrtimennsku.“ Árið 1906 byggði Kristján lítið, snoturt timburhús á Kirkjuvöllum. Spurði ég hann, hvort hann hafði þá ekki haft lítið til að byggja fyrir eins og fleiri. Þegar hann fór að hugsa til byggingarinnar átti hann ekki grænan eyri. Rétt eftir alda- mótin réð hann sig eina vertíð til Guð- mundar heitins í Nesi við Seltjörn og átti að fá 70 krónur í kaup. En við lokin borgaði Guðmundur honum 10 krónum meira. Þótti þetta þá mikið kaup og miklir fjármunir. Áður en hann kom heim, fékk hann bréf frá konu sinni, sem sagði hon- um, að hann skyldi ekki koma heim með peningana. Þetta tók hann svo, að hún ætlaðist til, að hann legði þetta mikla fé á banka. Það gerði hann þó ekki, en keypti fyrir það bárujárn og flutti með sér heim. Næstu vertíð var Kristján enn hjá Guð- mundi og hina þriðju, og fékk alltaf sama kaup. Að annari vertíð lokinni keypti hann hurðir, og hinni þriðju glugga, fyrir allt vertiðarkaupið. Efni í grind fékk Kristján hjá Edinborgarverzlun, sem helzt skyldi borgast á næsta ári. Hjá Gísla Daníelssyni fékk hann 350 króna lán. Þá fékk hann aðrar 350 krónur í ein- hverri lánsstofnun í Reykjavik, með þessum ábyrgðarmönnum: Gísla Daníels- syni og Sveini Guðmundssyni. Ennfremur lánaði Þórarinn vinnumaður í Heima- skaga honum 70 kr.. Hús þetta byggði Kristinn Árnason smiður frá Bakka í Reykjavík. Hann var trúlofaður Arndísi, dóttur Kristjáns, en hún drukknaði hér á Suðurflös 1905, á- samt mörgu fólki héðan, sem flest var ungt. Þegar Kristján minntist þessa snilldar drengs, segir hann, að það sé eini maðurinn, sem ekki hafi enn fengið full- greidda sina vinnu við þetta hús, sem enn stendur, og er lítt skemmt. Eins og áður er sagt, stofnuðu nokkrir menn hér á Akranesi íshúsfélag, byggðu hús og tóku að reka það 1911. Af hendingu einni hafði Kristján tvisvar unnið nokkuð við íshús Bergmanns kaupmanns í Hafnar- firði. Var Kristján nú fenginn til að taka að sér að annast um rekstur þessa nýja húss. Var kaup hans ákveðið 450 kr. um árið. Að fjórum árum liðnum keypti Har- aldur Böðvarsson einn húsið, og rak það lengi síðan. Bað hann Kristján að halda áfram starfi sínu og bauðst til að hækka kaup hans upp í 600 kr. á ári. Hjá Haraldi starfaði Kristján svo í 10 ár, bæði hér og í Sandgerði. Árið 1930, og um nokkur ár á eftir, var Kristján litt vinnufær vegna veikinda, en hefur batnað mikið hin síðari ár, þó að ellin hafi að vonum hamlað þar eitthvað á móti. Kristján á Kirkjuvöllum er nú senn ní- ræður. Þegar tekið er tillit til þessa háa aldurs og ýmislegs þess, sem á daga hans hefur drifið og valdið sársauka og erfið- leikum, er furðulegt hve mikið er eftir af andlegu og likamlegu þreki hans, kjarki hans og léttlyndi. Jónína Jónsdóttir, fyrri kona Kristjáns var lítil vexti, dul og fáskiptin, en eitil hörð og forkur dugleg. Hún var sívinn- andi, sparsöm, hagsýn og nýtin. Þrátt fyrir sorgir og margvíslegt andstreymi, vann hún mikið utan heimilis, t.d. við fiskþvott. Hún var hæg og stillt eins og áður segir, en tröll tryggur vinur vina sinna. Það þekkti sá, er ■ þetta ritar af eigin raun. Kristján er greindur, fróður og minn- ugur. Hann ber gott skyn á marga hluti og fylgist vel með því, sem gerist, og það af áhuga. Að lokum segir hann þetta: „Ef ég væri spurður að því, hvaða mann ég hafi :séð fallegastan að vallarsýn, mundi ég fljótt svara: Það var Halldór Einarsson á Grund, fyrri maður Ragnheiðar. Hvar, sem ég sá manninn, var hann fallegur. Eg sé hann enn fyrir mér.“ Um 12 ára skeið leigði hjá Kristjáni á Kirkjuvöllum, Halldóra Hallgrímsdóttir, ekkja eftir Einar Snorrason. Var hún þar með tvo syni sina, Jón og Guðmund. Verður þeirra nánar getið í sambandi við Hólkot, en það býli byggðu þau og bjuggu þar áður. I kirkjubókunum er þetta býli upphaf- lega nefnt Kirkjuvöllur. Þar eru Smiðju- vellir og upphaflega nefndir Smiðjuvöllur, en síðan hreyttist þetta bæði í tal- og rit- máli, í Kirkjuvellir og Smiðjuvellir. Húsið á Kirkjuvöllum kemur út í hina fyrirhuguðu Heiðarbraut og verður því að færast. Það er nú talið við Merkigerði, og er nr. 13. Þegar Ari upphaflega fékk lóðina, mun prestur hafa talið sig lofa honum túndag- sláttu, sem talin var 900 ferfaðmar. Hins vegar taldi Ari sig hafa átt við engjadag- sláttu, sem var 1600 ferfaðmar, og mældi sér sjálfur út þessa lóðarstærð. Varð þá þegar, og löngu seinna nokkur togstreita út úr þessu, en aldrei var lóðin minnkuð. Um 1/4 lóðarinnar var í kartöflugörð- um, en hinn hlutinn var grasvöllur. Uppsátur og vergögn áttu Kirkjuvellir í Norðurvörinni í Götuhúsum. Afgjald lóðarinnar var upphaflega á- kveðið tvær vættir af þurrkuðum saltfiski. Jafnvel eftir að Kristján kom að Kirkju- völlum, hefði hann ekki alltaf haft svo mikinn afla að geta greitt afgjaldið i fiski. Fékk hann því samkomulag um að mega greiða það í peningum, 24 kr., en það var þá talið tveggja vætta virði. Hefur það haldist síðan. Fyrir nokkrum árum hefur Kristján látið af hendi alla Kirkjuvallalóð undir sjúkrahús það, sem nú er verið að reisa þar. Framhald. 130 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.