Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 29
Kirkjubraut. Á báðum bæjum í Efstabæ
var þvi mikil kartöflurækt og er enn a.m.k.
á syðri bænum.
Árið 1904 byggðu þau Björn og Hall-
fríður timburhús það, sem stendur þar
enn. Björn andaðist í Efstabæ 14. sept.
1941. Hann var fæddur þar 16. des. 1867.
Hallfríður er komin yfir nírætt og því
að vonum orðin ellimóð, þó að heilsan
sé sæmileg eftir ástæðum. Hún seldi húsið
haustið 1946, en dvelur hjá því fólki, sem
af henni keypti. Kaupandinn var Magnús
Halldórsson frá Síðumúlaveggjum. Hann
fflutti þá til Ákraness ásamt tveimur
systkinum sínum, Ingibjörgu og Finni.
Foreldrar þeirra systkina voru: Guð-
rún Daníelsdóttir frá Fróðastöðum, og
Halldór Ólafsson, Finnssonar frá örnólfs-
dal. Þau bjuggu allan sinn búskap á
Síðumúlaveggjum, og systkinin eftir þau
um hrið.
Auk eigenda og ábúenda var oft húsfólk
í Efstabæ, sumt lengi. Árið 1871 eru
þau til dæmis þar Halldór Halldórsson
og Þorbjörg Guðmundsdóttir, sauma-
kona, samanber það sem sagt er í sam-
bandi við Hreppsbúð hér á undan.
Þau voru þarna lengi. I des. 1877 er Jósef
Jósefsson kominn að Efstabæ, þá talinn
36 ára, og kona hans Guðríður Vigfúsdóttir
34 ára. Þau voru þar og lengi. Þau áttu
mörg börn. öll eru þau farin héðan
fyrir löngu. Meðal bama þeirra vom:
Skipstjórarnir, Vigfús og Hrómundur,
svo og Arnfríður, kona Matthíesens skó-
smiðs í Hafnarfirði.
Sonur Jósefs, (ekki Guðríðar) var Ben-
óný, faðir Hjalta, sem nú býr við Merkur-
teig 4, Tryggva, föður Sveins Tryggva-
sonar mjólkurfræðings, og Jóns skipstjóra,
sém lengi hefur átt heima í Vestmanna-
éyjum.
Vorið 1895 koma þau að Efstabæ, (í
syðri bæinn) Gúðmundur Magnússon, þá
talinn 45 ára og kona hans Guðríður Há-
konardóttir frá Birnhöfða. Kaupá þá hálf-
lenduna. Guðmundar þessa er hér aðeins
áður getið i sambandi við Garðhús. For-
eldrar hans voru: Magnús Ásbjörnsson
frá Melshúsum og kóúa hans, Guðrún
Jónsdóttir. Þau eru gift 1848. Svaramenn
þeirra eru: Guðmundur, forsöngvari í
Teigakoti og Einar Þorvarðsson, bóndi
í Nýjabæ. Þykir mér því sennilegast, að
Guðrún kona hans hafi verið systir Guð-
mundar forsöngvara. Magnús Ásbjörns-
son, faðir Guðmundar í Efstabæ, er fædd-
ur í Ivarshúsum 19. marz 1817, og skírður
í Garðakirkju 22. sama mánaðdr, éftir
aðeins þrjá daga. Af þessu má sjá, hve
rík áherzla er lögð á skírn i kirkju, þar
sem farið er langa leið með þriggja daga
gamalt barn um hávetur. Getúr vart verið
annað en börn hafi verið reidd eða horin
í skjóðum undir slíkum kringumstæðum.
Magnús GuSmundsson.
Guðmundur Magnússon í Efstabæ mun
hafa verið stilltur maður og góðviljaður,
duglegur sjómaður og stundað sjó bæði á
opnum bátum og á skútum eftir að þær
komu til sögunnar. Einn af þeim, sem
fór í sjóinn fyrir aldur íram. Hann
drukknaði á kútter Emelíu 1906.
Börn þeirra Guðmundar og Guðríðar
voru tvö. Salvör, sem býr í Efstabæ
og Magnús, sem drukknaði með m/b
„17. júní,“ í róðri frá Sandgerði. Magnús
var góður og geðþekkur, ungur maður,
sem miklar vonir voru bundnar við.
Magnús var þrettán sumur í sveit á Síðu-
múlaveggjum. Þegar húsmóðir hans, Guð-
rún Daníelsdóttir, frétti lát hins unga
vinar síns, setti hana hljóða. Umsögn
hennar um Mágnús er ekki löng, en segir
þó mikið. „Maður þurfti ekki annað en
að heyra til hans til þess að bjartara væri
yfir öllu. Hann féll of snemma frá.“
Um Magnús, sagði vandalaus maður
sem með honum var á skútu, þetta: „Svo
innilega kær var mér Magnús í Efstabæ,
að er ég heyrði andlát hans, gekk það nær
mér en missir eigin systkina." Af þessum
tveiin umsögnum vandalausra um Magn-
ús, má rríarka að hér var um að ræða ó-
venjulegan mannkostamann.
Guðríður Hákonardóttir var ekki há í
loftinu, en þó óvenjulega dugleg og vinnu-
söm. Greind kona, hyggin .og hæg, en
þétt í lund. Hún var hin mesta búsýslu-
kona og í ýmsum efnum á undan sinni
samtíð. Árið 1905, — árið áður en Guð-
mundur drukknaði, — byggðu þau lítið
hús við Efstabæ. Það var ekki stórt, 4x6
metrar. Má segja að það standi enn, inni
í því húsi, sem nú er í Efstaba». Árið 1925
var sem sagt byggt við, og yfir hið gamla,
litla hús.
Eftir að Guðriður missti mann sinn, bjó
hún með börnum sínum þar til 1918, en
það ár tekur Salvör dóttir hennar við
búforráðum ásamt manni sinum, Vil-
hjálmi Benediktssyni frá Sandabæ. Þau
búa þar enn, bæði dugleg og myndarleg.
Þeirra börn eru: 1. Guðmundur Magnús,
2. Kristbjörg Sesselja Guðríður, 3. Ölafur
Magnús, 4. Magnús Villi. öll eiga þau
heima hér á Akranesi.
47. Melur.
Melur stendur örlítið ofar og sunnar
en Hlið og Sandgerði. Bærinn er fyrst
byggður 1864, af manni þeim er Tobías
hét Sigurðsson, en hann mun hafa verið
ættaður úr Breiðafirði. Kona hans var
Sigríður Magnúsdóttir frá Lambhúsum.
Árið 1864, er hann talinn 34 ára, en
en hún 32 ára Þá eru þeirra börn: Tobias,
tveggja ára og Sigríður eins árs. Árið áður
eru þau hjón i tvíbýli í Garðhúsum. Þriðja
barn þeirra Melshjóna er Magnús, sem
enn er á lífi, suður í Garði. Ókvæntur.
Tóbías yngri á Mel, mun vera fæddur
1862. Fyrri kona hans var Elinborg Péturs-
dóttir, Ingimundarsonar, ættuð af Sel-
tjarnarnesi. Þau bjuggu í Reykjavík og
áttu saman ellefu börn. Þeirra á meðal
er Sigurlín, kona Guðmundar á Vega-
mótum.
Tóbías varð heillaður af mormónatrú,
og hvarf héðan til Ameríku. Fór hann
þangað með tvö böm þeirra hjóna, en
skildi konuna eftir með fimm börnin.
Seinna fóru öll börnin vestur til föður
sins, nema Sigurlín, sem hélt tryggð við
móður sína og landið. Elinborg mun hafa
dáið 1909.
Síðari kona Tobíasar, var Guðfinna
Sæmundsdóttir, en hún var siðari kona
Eiríks á Brúnum, hins einkennilega
manns. Eiríkur var um tíma mormóna-
prestur óg trúboði þeirra, en hvarf siðar
frá þeirri „villu“ eins og hann sjálfur
ségir í ritum sínum.
Með Guðfinnu átti Tobías fimm börn.
Allt þetta fólk er í Ameríku, en ekki kann
ég meirá éða frekar frá því að segja. Ekki
er annað vitað en Tobías sé enn lilfandi,
og þá sennilega 86 ára gamall.
Tobías Sigurðsson á Mel andaðist (úr
taksótt) 13. júlí 1866. Síðar gerðist Narfi
Sveinsson frá Innstavogi vinnumaður
Sigurðar, og giftust þau nokkru síðar.
Þeirra böm voru Agríes og Ólafur. Báðar
mæðgurnar dóu úr holdsveiki, en Ólafur
mun hafa dáið innan við tvítugt, ur heila-
bólgu. Um Narfa á Mel segir Kristleifur
svo í sögu Borgarfjarðar: „Narfi var ekki
mikils virtur, en ötull sjómaður og ó-
trauður á hverjú sem gekk. Stundaði hann
mikið flutninga að og frá Reykjavík, og
var oft svakksamt í þeim ferðum. En Narfi
lét vaða á súðuin og var hvérgi smeykur.
Var hann þá oft slompfullur, og komu
þá flestar fyrirskipanir hans á afturfót-
unum.“
Sigríður murí hafa verið myndarkona,
eins og hún átti kyn til. Þrátt fyrir það
AKRANES
125