Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 30
orð, sem fór af drykkjuskap Narfa, og hér
var sagt um svakk hans, og þrátt fyrir
hinn litla lágreista bæ, fátækt og veikindi
á heimilinu, hefur þar átt friðland einhver
hlýja og manndómur, svo sem marka má
af eftirfarandi:
Þorsteinn bóndi Konráðsson frá Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal, sem enn er á lífi í
Reykjavík, sagði mér af kynnum sínum
við hjónin á Mel. Þegar hann milli 1890
og 1900 fó hér um, gisti hann ávallt á
Mel, og fór suður með Narfa. Þorsteinn
segir: „Ég minnist þeirra blessuðu hjóna,
Narfa og Sigríðar meðan ég lifi. Þar var
elskulegt að vera. Þegar ég svo löngu
seinna kom hingað á Akranes, fór ég að
leita að þessum gamla bæ, þar sem mér
hafði liðið svo vel. Mig tók sárt að sjá þar
öllu umturnað, og sjá ekki lengur bæinn,
þar sem þessi góðu hjón bjuggu.“
Þorsteinn mundi ekki hafa verið fastur
gestur á Mel, ef ekki hefði verið þar gott
að gista. Og þá hefði ekki rækt hans og
hlýja til þeirra hjóna og bústaðar þeirra
verið slik sem hún er.
Narfa á Mel mun ýmislegt hafa verið
vel gefið, einnig Ólafi, syni þeirra hjóna.
Þeir voru til dæmis báðir drátthagir og
skrifuðu mjög vel. Gerðu t.d. litbreytta,
forkunnarfagra upphafsstafi. Narfi gerði
nokkuð að því að skera út í tré. Ólafur
teiknaði líka mikið, þó að ekkert lærði
hann til þess. Virtist hann hafa sérstakt
yndi af að teikna eða mála blóm, sem
heldur mun hafa verið sjaldgæft á þeim
tíma. Ólafur var líka mjög góður skauta-
maður, og yfirleitt hinn mesti hagleiks-
og efnis maður.
Gestagangur á Mel mun sérstaklega
hafa helgast af þvi, að þar bar flesta fyrst
að garði um nokkurt skeið vegna þess,
að Narfi var aðal flutningamaður til
Reykjavíkur eins og áður er sagt.
Eftir að Narfi deyr, er Magnús þar
■eitthvað með móður sinni. Svo virtist, sem
enginn búi þar 1905 og 1906, en 1907 er
kominn þangað Erlingur Jóhannsson, þá
talinn 32 ára. og kona hans Kristín Er-
lendsdóttir, líka 32 ára.
Erlingur Jóhannsson var ættaður frá
Geitabergi. Systkini hans voru þessi: Guð-
ríður, áður í Skipanesi, síðast hér í Bakka-
koti. Elín, áður í Sarpi, nú til heimilis á
Suðurgötu 98. Málfríður, kona Teits Er-
lendssonar, nú í Riftúni í ölfusi.
Systkini Kristínar Erlendsdóttur, konu
Erlings, voru þessi: Jónina, gift Eggerti
Brandssyni, fisksala í Reykjavík. Hall-
dóra á Mel, sem síðar verður hér getið.
Teitur Erlendsson, nýnefndur og Magnús,
sem lengi bjó í Gröf í Lundareykjadal.
Uppeldissonur hans var Þorsteinn Magn-
ússon, nú á Reykhólum hér.
Erlingur og Kristín voru hér í nokkur
ár, m.a. á Mel og Marbakka, en fluttust
svo héðan til Reykjavikur. Erlingur er
dáinn, en Kristín er þar enn lifandi. Þessi
eru börn þeirra hjóna:
1. Ólafur Bergmann, prentari, nú fram-
kvæmdastjóri fyrir h/f I.eiftur í Reykja-
vík. Hann er kvæntur Jófriði Þórðardóttur.
Þeirra börn: Kristín, Ólöf, Edda.
2. Guðbjartur, bílstjóri. Kona hans er
Sigurborg Magnúsdóttir. Þeirra börn: Erla,
Þórdís, Kristín, Kristján og Steinunn.
3. Albert, kaupmaður og málari. Kvænt-
ur er hann Kristbjörgu Eggertsdóttur.
Dætur eiga þau tvær. Auði og Kristínu.
4. Bertel, málari. Kona hans er Sólborg
Þorláksdóttir. Þeirra börn: Erlingur og
Sigríður.
5. Guðlaug, gift Magnúsi Snorrasyni,
smið. Þeirra börn: Erlingur og Hrafn.
6. Jóna, gift Stefáni Guðmundssyni,
sjómanni. Þeirra börn: Helga, Stella.
Guðmimdur, Erlingur.
7. Ragnhildur, ógift.
Þetta ár, 1907, er Magnús enn skrif-
aður á Mel, talinn 41 árs.
I október 1908 er kominn að Mel sá
maður, sem lengi bjó þar síðan, Sigurður
Sigurðsson, þá talinn 46 ára gamall, og
kona hans Halldóra Erlendsdóttir, systir
nýnefndrar Kristínar. Þeirra sonur er
Sigurdór Sigurðsson, fyrrveandi hafnar-
vörður, síðan bóndi á Bárustöðum og nú
búsettur hér aftur. Verður hans nánar
getið síðar i þessum þáttum.
Halldóra á Mel var hlý og geðug kona.
Hún andaðist 8. apríl 1943. Læt óg hér
nægja að vísa til þess, sem sagt er um
hana og þau hjón bæði, í 3. tlb. III. árg..
Sigurður andaðist 20. apríl 1947. Stein-
bær sá, sem enn stendur á Mel, var
byggður 1923.
Árið 1942 kemur nýr maður að Mel
og kaupir eignina. Hann heitir Ingi Guð-
monsson, ættaður frá Drangsnesi í
Strandasýslu. Kona hans er Guðrún Guð-
laugsdóttir frá Kletti í Geiradal í Barða-
strandasýslu. Þeirra börn: Pétur Ingólfur,
Bragi, Guðlaugur Hreiðar og Sigurlína.
Ingi lærði smíðar hjá Einari Kristjáns-
syni í Reykjavík. Hér hefur hann fengizt
aðallega við bátasmíðar, einnig fyrir
norðan, allt frá 1920.
Nú er orðið allmikið breytt á Mel.
Hefur Ingi byggt tveggja hæða hús á lóð-
inni 12x9 metra stórt. Á neðri hæðinni
hefur hann komið fyrir nýtízku þvottahúsi
í félagi við Ásgeir Ásgeirsson, Guðmunds-
sonar, Mánabraut 6 b. Það er nýtekið til
starfa. Á efri hæð hússins býr Ingi.
Á Melslóðinni hafa og verið byggð tvö
önnur hús, tveggja og þriggja hæða í-
búðarhús.
Melslóð er upphaflega úr ívarshúsa-
landi.
48. Krókur.
Krókur er byggður 1864, af Brandi
Bjarnasyni Ólafssonar frá Ákrakoti. Kona
Brands í Króki var Katrin Jónsdóttir. Þetta
ár, 1864, er hann talinn 30 ára en hún 32.
ára. Þar er þá hjá þeim sonur þeirra, Guð-
mundur, þá 1 árs. Annan son munu þau
og hafa átt, Bjarna að nafni, en ekkert
kann ég frá þeim að segja. Dóttir þeirra
var og Þórunn, enn lifandi í Reykjavik.
Hennar sonur, (og Jóns Magnússonar
smiðs frá Bergsstöðum) er Hjörleifur M.
Jónsson, fyrr fisksali, nú bílstjóri í Reykja-
vik. Hann er giftur og búsettur í Reykja-
vík, og á mörg börn. Árið 1872 er Katrín
í Króki orðin ekkja og býr þar með þessum
áminnstu börnum sínum. Brandur deyr
27. apríl 1872.
Árið 1874 kemur að Króki sá maður
sem þar bjó lengi síðan, Pétur Sigurðsson,
bróðir Ambjargar í Melshúsum og Þórðar
hreppstjóra á Fiskilæk. Mun bærinn þá
hafa verið lítill og fremur lélegur. Byggði
Pétur því nýjan bæ og betri árin 1877—8.
Hús það, sem enn stendur í Króki, byggði
Pétur svo árið 1901. Kona Péturs í Króki,
var Þuríður Jónsdóttir. Hún var systir
Guðnýjar á Litlabakka og Halldórs, föður
sr. Jónmundar Halldórssonar á Stað í
Grunnavík. Ekki stóð mikill styrr eða
stormur um þau Krókshjón. Bæði sérslega
stillt og hæglát. Sérstaklega Þuríður. Þau
voru bæði ákaflega þrifin og gengu vel um
sitt, utan húss og innan. Mun Þuríður hafa
verið það sem kallað var „nosturs þrifin“.
Á þeim tíma munu færri konur hafa dag-
lega — eftir mestu annir að morgni —
hafa klæðst peysufötum og skotthúfu, en
þess minnist ég, að svo virtist mér yfir-
leitt um Þuríði.
Þau voru bæði nýtin og sparsöm. Börn
þeirra voru: Sigurður, er þau misstu upp-
kominn, og Una, sem er gift kona í Reykja
vík. Maður hennar heitir Guðmundur Kr.
Jónsson frá Staðarfelli. Bú þau í Laufholti
við Ásveg.
Pétur andaðist 24. maí 1914, 72. ára að
aldri. Mun hafa verið fæddur 1839. Þær
mæðgur bjuggu í Króki.til 1920, en fluttu
þá til Reykjavíkur. Þar andaðist Þuríður
1929. Hún mun hafa verið fædd 1851.
Þær mæðgur voru alltaf mjög samrýndar.
Una stendur ekki að baki móður sinni um
þrifnað, og heldur áreiðanlega þeim sið
móður sinnar að vera vel búin þegar hún
ekki sinnir grófari húsverkum eða vinnu.
Árið 1920 kaupir Sigursteinn H. Þor-
steinsson skipstjóri, Krók af Þuríði, og
flytur þangað. Sigursteinn var sonur Þor-
steins Benediktssonar, (bróður Jóns í Aðal-
bóli) og konu hans Sigriðar Helgadóttur,
(nú háöldruð kona á Elliheimilinu hér.)
Hann var fyrr giftur Svanhildi Krist-
jánsdóttur frá Mýrarhúsum. Seinni kona
hans var Júlíana Gísladóttir frá Ármóti.
Búa þau í Króki meðan Sigursteinn lifði,
en hann andaðist 2. janúar 1926. Þau
áttu tvær dætur er heita: Gislína Vilborg
og Sigríður. Júlíana hefur siðan búið í
126
AKRANES