Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 28
ölafur B. Björnsson:
Þœttir úr sögu Akraness, V. 19.
HVERSU AKRANES iBYGGÐIST
3. kafli. — 1840—1870. Byggðin eykst og færist ofar.
Framhald
Einhverju sinni hirti Guðmundur kind-
ur hjá Böðvari kaupmanni. Gaf Guð-
mundur ánum óspart, enda báru þær þess
vott. Hefur frú Helga (kona Böðvars)
þá orð á því við Guðmund, að fremur
muni vera um of, en vangefið, því féð
geti sig varla hreyft fyrir spiki. (Frú
Helga fór ákaflega vel með skepnur sinar,
og fylgdist alla tíð vel með líðan þeirra) .
Þá segir Guðmundur: „Þó þær séu feitar,
þurfa þær nu að hafa eitthvað til að
jórtra.“
Sumir hafa haldið þvi fram að Guð-
mundur vissi jafnlangt nefi sinu sem
kallað er. Um ýmislegt, sem aðrir hefðu
ekki hugboð um. Þannig var sagt, að hann
hafi gengið í land af skipi, sem hann var
ráðinn á og var að leggja úr höfn. Taldi
hann vist, að skipið myndi farast. Er og
sagt að svo hafi orðið. Um sanngildi
þess veit ég ekki. Hins vegar var ég
sjálfur heymarvottur að samtali Guð-
mundar og Jóhannesar heitins Jósefssonar,
— sem hér var í Lambhúsum, — þegar
hann var að flytja hingað alfarinn til
Borgarness. 1 þvi samtah virtist mér ber-
lega koma fram eitthvert hugboð Guð-
mundar um leiðinleg örlög, sem Jóhannes
myndi sækja heim i Borgarnesi. (Eins og
kunnugt er, drukknaði Jóhannes nokkrum
árum seinna af m/b. Hegra, í Borgarfirði,
á leið úr Beykjavík.
Eftir að Guðmundur hætti að vera á
skútum, vann hann mikið hjá Haraldi
Böðvarssyni, og fór vel á með þeim.
Vorið 1922 var Guðmundur oft, og all-
mikið veikur. 1 byrjun júlí var svo ákveðið
nð koma honum á sjúkrahús í Beykja-
vík. Hinn 5. júli sendi Haraldur Böðvars-
son mótorbát með hann til Reykjavíkur,
en hann andaðist á leiðinni þangað. Var
aðeins fluttur á spítala til rannsóknar.
Mun hjartasjúkdómur hafa valdið dauða
hans. Hann var fæddur á Neðra-Skarði i
Leirársveit í maí 1863.
Margrét í Halakoti andaðist 2. febrúar
1925, 85 ára gömul fædd 1839, að Einars-
nesi í Borgarhreppi.
Árið 1924 koma þau að Halakoti, Jónas
Jóhannesson og bústýra hans, Þorbjörg
Þorsteinsdóttir. Jónas var bróðir Sigríðar,
fyrri konu Ólafs í Deild, en Þorbjörg var
systir Guðmundar Þorsteinssonar, síðast
á Sigurvöllum (efri). Á yngri árum sín-
um var Jónas á skútum, stundum mat-
sveinn. Hann reri líka hér á opnum skip-
um. Jónas er enn á lífi, og dvelur nú á
Elhheimilinu hér. Þorbjörg var mesta
dugnaðar- og iðju manneskja og sérstak-
lega þrifin. Hún andaðist 29. marz 1932,
78 ára að aldri. Hún mun hafa verið fædd
að Efra-Skarði í Svínadal. Þorbjörg átti
eina dóttur, Ingibjörgu, konu Halldórs
Arnórssonar limasmiðs í Reykjavík. Hún
er bráðþrifin kona og myndarleg, sem
móðir hennar. Eftir að Þorbjörg dó, var
Kristín Jónsdóttir bústýra Jónasar, en
1934 fluttu þau sig alfarin á Elliheimilið.
Lagðist þá bærinn í eyði og var rifinn
nokkru síðar. Haíði þannig verið búið í
Halakoti í 77 ár.
46. Efstibœr.
Þar var fyrst byggt 1860. Og heitir
bærinn vafalaust þessu nafni, af því að
hann var þá efsti bær á eignarlóðum
Skagans. Þá er aðeins Brekkubær og Götu-
hús ofar, af hinum eiginlegu Skagabæjum.
Þetta voru tveir sambyggðir bæir' Bæjar-
dyr voru á milli þeirra. Innangengt i
báða bæi.
Ábúendur voru tveir:
Annan bæinn byggði Jón Sigurðsson,
þá talinn 31 árs. Jón þessi var bróðir Þur-
íðar, móður Guðmundar Narfasonar, en
sonur Sigurðar Þorleifssonar á Stóru-Fells-
öxl. Jón og Steinunn munu hafa verið
barnlaus. Jón Sigurðsson drukknaði hér á
Krókalóni, 29. júní 1875.
Hinn bóndinn, sem þarna byggði, var
Guðmundur Björnsson, sem siðan bjó lengi
í Efstabæ. Hann er þetta ár, 1860 talinn
32 ára gamall. Kona hans var Guðrún
Gísladóttir frá Sandgerði, og er þá talin
29 ára gömul. Meðal barna þeirra hjóna
var Þórður, mjög efnilegur maður, en dó
upp kominn. Þau Hallfriður, sem nú
er í Efstabæ, munu hafa verið trúlofuð.
Finnbogi heitinn Lárusson frá Kringlu,
siðar í Gerðum og víðar, og Þórður í Efsta-
bæ voru eins konar fóstbræður, svo náin
og innileg var vinátta þeirra. Hældi Finn-
bogi þessum unga manni mikið fyrir
dugnað og mannkosti. Taldi hann t.d. hafa
verið ákaflega mikið fiskimannsefni.
Eina dóttur áttu þau og, sem Sigríður
hét, en ekki kann ég neitt frekar frá henni
að greina.
Enn var sonur þeirra Björn, sem eftir
þau tók við búi í Efstabæ og verður hér
nánar sagt frá. Guðrún Gísladóttir, móðir
þeirra systkina, og kona Guðmundar, kvað
hafa verið myndarleg kona og geðug.
Árið 1879 kemur Hallfríður Ólafsdóttir
að Efstabæ. Er hún talin þar vinukona.
Hún giftist nokkru síðar Birni, syni þeirra
hjóna, sem nýlega var nefndur. Þau búa
síðan um tugi ára í Efstabæ. Björn stund-
aði lengst af sjó, bæði á opnum skipum og
skútum. Hann var stilltur maður og pn'ið-
menni hið mesta.
Hallfríður Ólafsdóttir er fædd 7. júlí
1857 á Brekku í Skagafirði, (rétt hjá Víði-
mýri). Faðir hennar var Ólafur Gunnars-
son, Magnússonar. Sá Magnús bjó í Vatns-
dal á Vatnsskarði. Móðir Hallfríðar var
Ólöf, dóttir sr. Jóns Jónssonar á Barði í
Fljótum. Alsystkin Hallfríðar voru 15.
Mest af þessum barnahóp mun hafa dáið
ungt, flest úr barnaveiki. Tveir bræður
Hallfríðar fóru til Ameríku: Ólafur Fri-
mann í Presthúsiun og Magnús Frímann,
sem vbjó á Eystra-Miðfelli. Kona hans
Helga, dóttir Jóns á Ferstiklu, föður Péturs
á Draghálsi. Rósa í Teigakoti, kona Einars
Sigurðssonar, var hálfsystir Hallfríðar.
(Samfeðra) Hallfríður flytur suður með
foreldrum sínum, þegar hún er 12 ára
gömul. Voru þá í eitt ár í Stardal. Þá i
Brautarholti í fjögur ár. Á Litlasandi í
sjö ár.. Hurðarbaki í eitt eða tvö ár. Síðast
fóru þau að Tungu og þar bjó móðir
hennar. En faðir hennar dó á Hlíðarfæti.
Þar stundaði Hallfríður hann um lengri
tíma, hjá Helga á Hlíðarfæti og konu hans
Guðrúnu.
Ein systir Hallfriðar, Ásta, giftist Sig-
urði, syni Jóns á Ferstiklu, sem fyrr er
nefndur. Ásta þessi dó úr mislingunum
1882, en Sigurður drukknaði skömmu
síðar. Þeirra börn voru: fyrsta Magnús,
annað Helga, fór til Ameriku. Giftist þar,
og mun eiga afkomendur. Þriðja Guðrún,
kona Jóns Þorlákssonar á Arkarlæk. Hún
andaðist hér 10. okt. 1945. Þau Björn og
Hallfríður ólu Magnús upp. Mun hann
hafa farið til Ameriku 1911 og dáið þar
1925. öllu þessu fólki mun Hallfríður
hafa verið innan handar alla tíð.
Ekki áttu þau Björn og Hallfríður nein
börn. Stundum voru hjá þeim einstæðings
konur, og það lengi. Til dæmis Guðlaug
Eiríksdóttir frá Krossi. Mátti áreiðanlega
segja, að hún væri þar í góðu skjóli þeirra
hjóna.
Hallfríður í Efstabæ var myndar kona
i sjón og raun. Á yngri árum lærði hún
prjóna- og saumaskap í Reykjavík. Það
er langt síðan hún keypti sér prjónavél
og vann á þann veg allmikið fyrir bæjar-
búa um margra ára skeið.
Upphaflega var Efstabæjarland stórt,
milli Suðurgötu og Kirkjubrautar. Það
mun vera af þvi landi, er Bræðrapartur
fékk við skipti hins óræktaða lands. Þangað
má rekja réttindi Efstabæjar til uppsáturs
í Bræðrapartsvör (Skarfavör) fyrir sex
manna far, og einnig beitutekju. Það land
mun hafa skipzt jafnt milli beggja bæja
í Efstabæ, þar sem syðri bærinn eignaðist
land að Suðurgötu, en hinn að núverandi
124
AKRANES