Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 18

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 18
Friðrik Hjartar: SKÓLAÁRSLOK 1948 (Sálmar 207 og 648)). Loks nefni ég stafsetningu. — Rétt rituð orð of 90: Stafsetn. vorið 1945 11 ára börn 65 12 — — 72 13 — . 75 vorið 1948 73 76 79 Háttvirtu áheyrendur. Góðir nemendur og samkennáraf. Vér komum hingað í dag, til þess að minnast þáttaskiptanna í starfi skólans. Vetrarskólanum, skóla eldri harnanna (11—13 ára), er nú lokið, en nýtt skóla- ár hefst með starfi vorskólans fyrir yngri hömin. Eldri börnin eru nú að kveðja skólann, sum að sinni, en fullnaðarprófs- bömin að fullu og öllu, sem nemendur hans. Eg vil nú fara nokkmm orðum um starf skólans í vetur. Skóla hafa sótt 332 böm. Er það liæsta tala skólabarna hér að þessu. Deildir voru 14 alls. Lögð hefur verið sem áður aðaláherzla á móðurmál og reikning. Leikfimi féll niður alllengi, svo sem kunnugt er, vegna þess, að upp- hitun brást í Iþróttahúsinu. Allmargir hæjarbúar sáu um daginn árangurinn af starfi nemenda skólans í handiðju, skrift og teikningu. Tel ég, að þið, börnin góð, megið vel una þeim dómum, er fallið hafa um þetta. Vitnaði sýningin, að margra dómi, um smekk- vísi, vandvirkni og dugnað, einkum handiðja stúlknanna, þótt fleira væri nefnt. — Eru þessi ummæli mjög ánægju- leg bæði fyrir yður og kennarana. — Til nýjunga má telja, að fræðslukvik- myndir hafa verið sýndar nemendum skólanna hér, bæði gagnfræðaskólans og barnaskólans. Hafa þeir kennararnir Hans og Karl verið sýningarmenn. Eykur þetta fjölbreytni kennslunnar og verður þó að enn meira gagni, er ís- lenzkir textar og íslenzkt tal verður tengt myndunum. Mun þar sannast hið for- kveðna, með sjón er jafnan sögu ríkari. Félagsstarfsemi bamanna var með mesta móti í vetur. Starfandi var Rauða- krossdeild, dýravemdunarfélag og bekkjarfélög í mörgum bekkjunum. — Voru bömin yfirleitt dugleg og áhuga- söm og leystu af hendi störf þau, er þeim voru falin, með áhuga og dugnaði. Um- sjónarkennararnir vom jafnan á fundum með börnunum. —- Skólaböm úr Rauðakrossdeildinni: „Gleym mér ei“ seldu merki á öskudag fyrir 1813 kr. 25 aura. — Fékk deildin 10% sölulaun eða kr. 181, 32. — Á skíðadaginn seldust skíðamerki fyrir 467,10 kr. Skíðasjóður skólans er nú 2625,25 kr.. Má vonandi vænta þess, að eigi líði alltof mörg ár, þar til „Skíða- skáli Ramaskóla Akraness getur risið á Skarðsheiði. — Þá tóku skólabörnin mjög myndar- legan þátt í „Barnahjálp sameinuðu þjóð- anna.“ Var framlag þeirra samtals kr. 5075,65 og að auki frá Rauðakrossdeild- inni „Gleym mér ei,“ kr 300,00 eða alls kr. 5375,65- Börnin hafa farið í stuttar gönguferðir, aðallega á Langasand, en minnisstæðustu förina fóm haustskólabörnin þann 17. sept, er þau fóru í bílum að Stóru-Fells- öxl í berjamó. Teódór Árnason, fiðluleikari heimsótti skólann dagana 8. og 9. okt. og skemmti ókeypis með fiðluleik, sögu og ýmsum fróðleik um fiðluna. Var honum tekið hið bezta. — Bömin höfðu, að venju, skemmtun til ágóða fyrir ferðasjóð barna- skólans. Þótti skemmtunin takast vel og hlaut góða dóma hjá þeim, er sóttu hana. Alls söfnuðust í ferðasjóðinn kr. 3496.90 — Votta ég kennurum skólans beztu þakkir fyrir störf þau, er þeir lögðu á sig í sambandi við skólaskemmtunina, sérstaklega þeim Þorgils Stefánssyni og Hans Jörgenssyni, er þama voru aðal- framkvæmdastjórar. — Þá vil ég víkja nokkrum orðum að fáeinum námsgreinum. f haust lásu 7 ár börnin rúmlega 64 atkvæði rétt á minútu, en í vor rúm 120 atkvæði rétt á sama tíma. Framfarir tæplega 56 at- kvæði — Átta ára börnin lásu í haust tæp 109 atkvæði á min.. f vor lásu þau rúm 170 atkv. á mín.. Framfarir rúmk 61 atkvæði rétt á mín.. Níu ára börnin lásu rétt í haust rúm 151 atkvæði á mín., í vor lásu sömu böm rúm 202 atkv. rétt á mín. Framfarir rúm 51 atkv. á mín.. Samkvæmt þessu hafa 7—9 ára börn skólans lesið rétt á mínútu i haust tæp 107 atkvæði, en í vor rúm 163 atkv.. Framfarir tæp 561/2 atkv. á mín.. Hefur lestur yngri barnanna hér þokast í áttina, svo sem eftirfarandi tölur sýna: Lestur vorið 1945 — 7—9 ára 131 atkv. ----- vorið 1948----------— 163 — Þá vil ég víkja að reikningnum. Niður- stöðutölur em þessar: Reikn. vorið 1945 11 ára börn 23 d. rétt 12 — — 30— — 13 — — 35— — af fimmtíu dæmum alls. Fullnaðarprófsbörnin reiknuðu nú í vor a.m.t. 36 d. rétt. Meðaltalseinkunn þeirra er 7,20. Eldri börnin öll 10—13 ára reiknuðu a.m.t. 28 dæmi rétt; meðai- einkunn þeirra 5,6. — 8—13 ára börn reiknuðu a.m.t. 24 d. rétt. Meðaieinkunn 4,8- Meðaleinkunnir í stafsetningu hafa hækkað sem hér segir: 11 ára barna upp úr 4,6 upp í 5,8 12 — — — — 5,7 — - 6,2 13 — — — — 6,0 — - 6,8 - öll prófin í nefndum námsgreinum eru landspróf og mjög svipuð að þyngd frá ári til árs. Að lokum vil ég taka það fram, að ég tei, að skólinn hefði getað náð enn betri árangri í starfi sínu, ef meiri sam- vinna hefði verið milli heimilanna og skólans, og forráðamenn barnanna hefðu fylgzt nánar með störfum skólans og námi barna sinna. Það má aldrei gleym- ast, að skólarnir eru starfandi til þess að hjálpa foreldrum við fræðslu og uppeldi barnanna. Heilsufar skólabarna hefur verið ágætt í vetur og skólasókn yfirleitt góð. Hjúkr- unarkona bæjarins hefur heimsótt skól- ann við og við, eins og í fyrra vetur. Hafa heimsókhir hennar aukið hreinlæti í för með sér og eru hinar gagnlegustu. Lýsisgjafir fóru fram að venju, og hafa börnin sopið 285 lítra af lýsi alls. Eins og ég sagði áðan, hafa 332 böm sótt skólann í vetur. Árspróf hafa tekið 288 börn, en fullnaðarpróf þreyttu 44 börn. — Eiga sum þeirra eftir að ljúka lögskipuðu sundnámi og sundprófi, og geta því ekki fengið fullnaðarprófsskír- teini sín, fyrr en þau hafa tekið sund- prófið. — Þau em aðeins 26, sem lokið hafá fullnaðarprófi. Hafa 19 þeirra hlotið i. eink., 6 — 2. eink. og eitt ág. eink. Er það var Ormar Guðmundsson, sem fékk 9,45 í aðaleinkunn. Þetta er hæsta eink- unn, sem nokkurt fullnaðarprófsbara hefur hlotið hér, síðan ég kom hingað. Frú Ingunn Sveinsdóttir hefur nú eins og áður, sýnt skólanum þá vinsemd að veita þeim fullnaðarprófsbörnum viður- kenningu, er að dómi skólastjóra og kenn- ara hafa skarað fram úr um dugnað og ástundun við námið og verið prúðir nem- endur. Ormar Guðmundsson. Hér með afhendi ég þér umrædda viðurkenningu. Óska ég þess og vona, að þessi bók minni þig á, að trúmennska og skyldurækni við öll störf eru góðir og hollir skapgerðarþættir og gulls ígildi. Ég afhendi svo skírteinin á eftir. Að lokum sný ég máli mínu til yðar, kæru böm, sem nú emð að kveðja og skilja að fullu við skólann, sem nem- endur hans. Ég þakka yður fyrir sam- vorið 1948 25 d. rétt 33— — 36------ 114 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.