Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 31
Króki og er þar enn. En samhliða hýr þar
nú Sigríður dóttir þeirra og maður hennar
Hákon Björnsson. Þau eiga eitt barn,
Sigursteinn Haraldur.
Gislína Vilborg er gift Stefáni Bjarna-
syni yfirlögregluþjóni hér, og verður
þeirra síðar getið.
Júlíana i Króki er feiknaleg vinnu-
manrieskja, dygg og dugleg, hyggin og
sparsöm.
1 Króki eru miklir og góðir kartöflu-
garðar. Voru þeir fyrr og síðar vel hirtir
og gáfu oftast sæmilega uppskeru. Var
það Júlíönu mikill stykur, þó mikið yrði
hún að vinna að auki. Nú er búið að
leggja veg yfir Krókslóð og byggja þar
nokkur hús.
49. Hákot.
Þar byggði fyrst og bjó lengi Jón nokkur
Pálsson, ættaður vestan al Mýrum, kom-
inn þar af góðum bændaættum. Jón var
fæddur 10. apríl 1829, sonur Páls í Knarr-
arnesi, f. 1797, (drukknaði 2, jan. 1832)
Grímssonar, hreppstjóra á ökrum á Mýr-
um, f. 1758, Snorrasonar gamla á Ytra-
Hrauni, f. 1713, d. 1808, Þorkelssonar í
Álftártungu, f. 1685, Brandsonar í Rauða-
nesi, Þorkelssonar þar Erlendssonar. Hann
ólst upp á Álftanesi á Mýrum, hjá Oddi
bónda þar og konu hans, Köllu Jónsdóttur.
Faðir Jóns drukknaði í fiskiróðri frá Álfta-
nesi er Jón var aðeins þriggja ára eins og
áður segir. Valgerður hét móðir Jóns, og
mun hafa verið ættuð frá Breiðafirði. —
Heyrt hefi ég nefnda tvo bræður Jóns.
Pál, í Klettstíu í Norðurárdal, og Guð-
mimd, sem lærði tréskurð í Kaupmanna
höfn. Hér á landi mun vera til einhver
útskurður eftir Guðmund, t. d. altaris-
töflur 0. fl. Jón var vel hagur sem bræður
hans. Fékkst m.a. mikið og lengi við
rokkasmíði, að oft var hann nefndur Jón
rokkadraujari.
Ekki veit ég með vissu hvenær Jón
kemur fyrst til Akraness, en i febrúar 1859
er hann húsmaður i Guðrunarkoti, og moð
honum kona sú, er Anna hét Magnús-
dóttir. Jón var nokkur ár i Guðrúnarkoti,
og þá formaður fyrir Hallgrím hrepp-
stjóra. 1 desember 1864 er þeirra fyrst
getið í Hákoti. Hann þá talinn 29 ára, en
Anna Magnúsdóttir kona hans 23 ára,
og barn þeirra Elísabet 4 ára gömul.
Það eru til skilríkin fyrir því að Jón
Pálsson kaupir „landskák“ af Efstabæjar-
landi 25x25 faðmar (625 ferfaðmar),
fyrir 16 — sextán — ríkisdali. Þetta
land seldu Jóni þáverandi eigandi Efsta-
bæjar, Þeir Guðmundur Björnsson og Jón
Sigurðsson. I kaupum fylgdi uppsátur í
Bræðrapartsvör, einnig þriðjungs reki
þeim er Efstabæ bar, sömuleiðis vergögn.
Þetta var efsti hluti Efstabæjarlands og
náði fast að merkjum Garðalands. Þessi
HróÖný Helgadóttir,
síðari kona Jóns Pólssonar.
landkaup fara fram 27. febrúar 1861.
Hinn 17. júní 1866, kaupir Jón svo upp-
sátur og fleiri réttindi í Ivarshúsavör, af
Tobíasi Sigurðssyni á Mel.
Líklega byggir Jón fyrst i Hákoti 1863,
og er þar síðan til dauðadags, 30. desember
1920.
Jón Pálsson var tvikvæntur. Fyrri kona
hans var Anna Magnúsdóttir, bónda i
skógum í Flókadal, en sá Magnús var
bróðir Jóns í Deildartungu Þorvaldssonar.
Kona Magnúsar í Skógum og móðir önnu,
var Elísabet Björnsdóttir, Snorrasonar
prests frá Húsafelli. Mun Anna hafa verið
fædd á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal
árið 1836. Þau munu hafa gift sig i októ-
ber 1861. Anna andaðist hinn 24. ágúst
1883. Hún hvað hafa verið hin mesta
myndarkona.
Þau Jón og Anna í Hákoti áttu tvö
börn er upp komust:
1. Fyrrnefnda Elísabetu. (Hún var
móðir Guðjóns kaupmanns Jónssonar hér,
og Valdimars, síðar í Hákoti.
2, Pál, f. 1. júhí 1880. Hann ólst að
mestu leyti upp i Þingnesi, hjá frændfólki
sínu þar. Þaðan fer Páll til Reykjavíkur
1898, lærir hann bókband hjá Ambirni
Sveinbjörnssyni, og vinnur hjá honum í
nokkur ár að námi loknu. Árið 1907 flytur
hann svo til Hafnarfjarðar og rekur þar
bókband fyrir eigin reikning til 1912, er
hann flytur aftur til Reykjavíkur. Þar
stundar hann ýmsa vinnu. til 1922, er
hann gerist innheimtumaður hjá ríkinu
(tollstjóra), en það starf hefur hann enn
á hendi.
Páll Jónsson kvæntist árið 1907, Stein-
unni Gísladóttur, frá Gröf í Hrunamanna-
hreppi, af Víkingslækjarætt. Þeirra börn
eru þessi á lífi:
Jón Pálsson
1. Guðrún, afgreiðslumær hjá Nýja-
bíó í Reykjavík.
2. Hróðný, gift Steinari Bjarnasyni.
trésmið, Dvergarsteini á Seltjarnarnesi.
3. Jón, innheimtumaður hjá tollstjóra,
kvæntur Kristínu Þórðardóttur, frá Eski-
holti í Borgarhreppi.
4. Gísli, ókvæntur.
5. Anna, gift Davíð Guðmundssyni
frá Dýrafirði.
6. Sigríður, gift Eyvindi Valdimarssyni,
frænda sínum frá Hákoli.
Áður en Páll kváentist, átti hann og einn
son, Sigurð Menntaskólakennara á Akur-
eyri. Hann er kvæntur Maríönnu Bald-
vinsdóttur, verzlunarstjóra á Sauðarkróki.
Þau eiga eina dóttur, Maju að nafni.
Áður en Jóri Pálsson í Hákoti kvæntist
í fyrra sinn, átti hann einn son, Jón að
nafni. Sá Jón, kvæntist konu þeirri er
Guðbjörg hét Herjólfsdóttir, og mun hafa
verið ættuð af Vatnsleysuströnd. Af þeirra
börnum, munu þessi vera á lifi:
1. Þorbjörn, í Reykjavík, tvíkvæntur,
og átt mörg börn.
2. Ágúst, í Reykjavík, kvæntur, og a
börn.
3. Vilborg, gift kona i Ameríku.
4. Kristín, gift, og búandi i Ameríku.
5. Anna, ógift, á heima í Reykjavík.
Siðari kona Jóns Pálssonar í Hákoti,
var Hróðný, Helgadóttir, hins lipra, frá
Neðra-Nesi í Stafholtstungum. Systkini
hennar voru: Sigurlaug i Gneistavöllum,
Jón, faðir Kristínar á Sigurstöðuin, og
Jórunn á Hliði, móðir Hjartar, sem síðast
bjó hér í Hliðarhúsum, en á nú heima
Keflavík.
Dóttir Jóns og Hróðnýar er Anna, síðari
kona Valdimars Eyjólfssonar.
AKRANES
127