Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 16

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 16
Kveðja skáldsins til þjóðarinnar Eftir próf. RICHARD BECK stúlkunni til þess að auka ánægju okkar beggja. — Ungur verzlunarmaður, sem í þá daga átti 2 reiðhesta var áreiðanlega eins mikils virði í augum ungrar stúlku og strákur, sem nú á lúxusbíl, sem hanu getur boðið henni að setjast í. — Það var margt góðra reiðhesta í Hóbn- inum á tímabili, en mér þótti Bleikur minn beztur allra. Hann var svo viljugur og ganggóður, og svo var hann svo fallega reistur og föngulegur. Ég var hrifinn aí klárnum, og hefi ég þó átt marga góða, en hér á það eflaust við, að hverjum þykir sinn fugl fegurstur. — Vinur minn Thomas Möller póstmeistari í Hólminum átt yndislegan jarpan hest, „Gosa“, sem var Húnvetningur að ætterni eins og Bleikur minn. — Möller var lægnastur reiðmaður í Stykkishólmi á þeim árum, enda var „Gosi“ vel taminn og góður, og enginn fór betur með hesta en Möller. — Ég held nú að „Gosi“ hans Möllers hafi verið þægilegri reiðhestur en Bleikur minn, en það átti ég bágt með að viður- kenna þá. — Ég var svo hrifinn og stoltur af klárnum mínum. — Okkur hætti við að riða hart á stað fyrsta sprettinn, en þetta er óhæfa. Klárarnir voru svo viljugir og ætluðu sér ekki af, nema vera kynni að þeir hafi fundið á sér, að langt átti ekki að halda, máske upp í Vatnsdal, eða þá aðeins í Sauraskóg, sem er 10 km. vegalengd. — Fyrst var farið af baki fyrir botni Nesvogs, en þar hafa 19 menn drukknað, og sá tuttuguasti á eftir að láta þar líf sitt, en fleiri ekki. — Síðan er haldið áfram upp Þórsnesið, en þegar það þraut og komið var upp á Vogaskeið angaði bjarkailmurinn á móti manni, einkum ef andvari var úr austri. — Skóg- arilmurinn seyddi okkur til sín. I skóg- inn var haldið og þar staðnæmst, og þar dvalið þangað til sólu fór mjög að halla. — Þar var drukkið kaffi og lífsins notið í sakleysi. — Síðan haldið heim og þá riðið enn harðara en uppeftir. — Svona var nú skemmtunin á sunnudögum í þ j daga, — að dvelja og njóta lífsins á hest- baki úti í náttúrunni, en þessi skemmtun létti pyngju okkar lítið samanb. við það, sem skemmtanir unga fólksins nú á tim- um kosta um helgarnar, — en við vorum eins sæl þó að peningaveltan væri minni, og ekkert orlofsfé væri til þess að moða úr. Þegar heim kom, snyrtum við okkur og höfðum fataskipti, en síðan var drukkið te með brauði, osti o. fl. — Alhr voru kátir og léttir í skapi. Húsbóndinn lék við hvern sinn fingur. Hann skaut því að okkur unga fólkinu, að hann hefði ekkert á móti því, að við næðum í fleira ungt fólk og dönsuðum þarna heima um kvöld- ið, og ekki stóð á frúnni, sem ávallt var reiðubúin til þess að taka á móti gestum. — Við létum ekki segja okkur þetta tvisvar, „Allir deyja þeir ungir, sem elska guSirnir mest.“ Þannig færir Jón Magnússon skáld i hreimfagran ljóðabúning hin fornu orð, í minningarkvæðinu um Guðbjörgu systur sína, sem prentað er meðal margra ann- ara ágætiskvæða í kvæðasafni hans Jörðin græn (Isafoldarprentsm., Reykjav.), er út kom að honum látnum 1945. Og þau orð sönnuðust eftirminnilega á sjálfum honum, þvi að hann féll að velli um aldur fram, ekki fimmtugur. En þó aldurinn yrði ekki hærri, hafði hann borið gæfu til þess að auðga drjúgum þjóð sína, bókmenntir hennar og menningu, með kvæðum sínum, sem bera aðalsmark ríkrar skáldgáfu hans, gjörhyggli og göfugmennsku. Fyrrnefnt kvæðasafn hans var fimmta ljóðabók hans og jafnframt hinnsta kveðja hans til þjóðar sinnar, sem hann unni hugástum, agaði, þegar honum bauð svo við að horfa, af því að hann elskaði hana heitt og fölskvalaust, og eggjaði lögeggjan til dáða, vegna þess, að hann þekkti hæfi- leika hennar til þess að sigrast á and- vigum kjörum í fortíð og samtíð, og trúði að sama skapi fastlega á framtíð henn- ar. Óneitanlega er hún fögur, og um hennar. Óneitanlega er hún fögur, og um margt athyglisverð og lærdómsrík, þessi síðasta kvæðakveðja skáldsins. Jón Magnússon var maður óvenjulega glöggskyggn á hið nána samband manns og móðurmoldar hans, eins og fram kemur glöggt í kvæði hans „Land og þjóð,“ sem skipar öndvegi í þessari síðustu bók hans. og hefst á þessu erindi en lögðum á stað og hóuðum saman nokkr- um unglingum, piltum og stúlkum, og svo var dansað, drukkið kaffi, sungið og sagð- ar skemmtilegar sögur til miðnættis. — Hljóðfærasláttur var nægur á heimilinu. Þar voru allir söngelskir og spiluðu sumir eitthvað á píanó, en bezt spilaði eldri son- ur hjónanna, Gunnar, sem var svo ein- staklega listfengur og líkur móðurfrænd- um sínum. — Ég efast ekkert um að endur- minningar frá þessum sunnudagskvöldum á Kaupmannsheimilinu í Hólminum hafa oft ornað mörgum siðar á lífsleiðinni. — Á þessu heimili fór saman, eindrægni og samúð allra heimilismanna inn á við og gestrisni og velvildarhugur til allra, sem að garði bar. —r 1 þessu sambandi vil ég geta þess, að í öðru kaupmannshúsi í Hólminum var ann- ar slikur sælureitur. — Það var hjá Ágústi kaupmanni Þórarinssyni og hinni yndis- „Land og þjóð er orðið eitt. Annars væri hvorugt neitt. Götu vora helgað hefur hetja mörg er fallin sefur, fyrr sem striddi þjáð og þreytt. Sjórinn, haginn, heiðin, skaginn huga bamsins að sér vefur. Mæðra og feðra arfur er allt, sem fyrir sjónir ber.“ Brennandi ættjarðarást Jóns og frelsis- ást fléttast fagurlega saman í kvæðinu „Frelsi,“ er hann orti i tilefni af tuttugu ára afmælis fullveldis Islands. Minnugur þess„ að „lands vors tjón var arfur eigin synda,“ hvetur hann þjóðina drengilega til að sameinast heilhuga „um heilög mál.“ Spaklegar og almenns gildis eru þessar ljóðlinur hans: „Hvers manns starf er vald í meðferð þjóðar. Vondan málstað flýja disir góðar. Manndómsskyldan þung á öllum er.“ Eigi gleymir skáldið heldur Vestur-ls- lendingum, fremur en vænta mátti um jafn sann-þjóðrækinn mann, og minnist þeirra af mikilli hlýju í kvæðinu „Bræðrabönd,“ en áður hafði hann oft- sinnis hyllt þá í ljóðum. Fá fegurri kvennaminni hafa og ort verið á íslenzku, heldur en kvæði hans „íslenzk kona,“ og lýsir þar sér bæði glöggur skilningur hans á hlutverki henn- ar í þjóðlífinu og göfugu eðli hennar, eins og það hefir þroskast við andstæður ís- lenzkrar náttúru: „Svip þinn heiddi sumamátta sýni út um höf og fjöll. Ennisbirtu ófu þína legu konu hans, frú Ásgerði. Þessi tvö kaupmannsheimili voru mjög lík að rausn og höfðingsskap, enda var það mál manna, að þau hefðu tekið „hinar fornu dyggðir“ í arf frá fyrri kynslóðum staðarins, en um glæsilegt heimili Ágústs kaupmanns hefi ég skrifað sérstaklega á öðrum stað. — Þegar leið að miðnætti þessa hvíldardags þökkuðu gestir fyrir sig og kvöddu allir í einu. — Húsbændur og heimilismenn fylgdu þeim út á forstofutröppurnar oq þaðan fylgdu þeim árnaðaróskir út í næt- urkyrrðina. — En við fengum okkur stundum göngutúr áður en við fórum að að hátta. — Morguninn eftjr kom gamla konan klukka þrjú korter í sjö, strauk vanga minn og sagði ofur þýtt eins og hún var vön: „Þú ert að verða of seinn í búðina. ‘ Ný vika var byrjuð, með striti sínu og önnum. — 112 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.