Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 14

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 14
bar alla í sömu átt. skóhljóðið og fótatakið af þúsundum naktra fóta, sem þrömmuðu yfir grjótið, barst jafnt og þétt eftir göt- unni, er liggur að Damaskushliðinu. Artaban slóst í hóp nokkurra lands- manna sinna, persneskra gyðinga, sem höfðu komið til borgarinnar til að halda þar páskana hátíðlega, og spurði þá, hverju þessi ókyrrleiki sætti og hvert þeir væru að halda. „Við erum að fara,“ svöruðu þeir, „til staðar, sem Golgatha nefnist fyrir utan borgarmúrana, þar sem aftaka á fram að fara. Hefir þú ekki heyrt hvað skeð hefir? Það á að krossfesta tvo ræningja og með þeim mann, sem nefnist Jesú frá Naza- reth, mann, sem gert hefir mörg krafta- verk meðal fólksins svo það ann honum mjög. En öldungamir og hinir skriftlærðu hafa dæmt hann til dauða, því að hann taldi sig vera Guðsson. Og Pílatus hefir sent hann til krossfestingar sakir þess að hann sagðist vera „konungur Gyðinga.“ En hve orð þessi komu undarlega við hið þreytta hjarta Artabans. Einmitt þau höfðu leítt hann æfilangt yfir láð og lög. Og nú bámst þau til hans á dularfullan hátt eins og örvæntingarfullur boðskapur. Konungurinn var upprisinn,, eri hontmi hafði verið afneitað og úthýst. Hann var að því kominn að deyja. Og ef til vill var hann nú þegar í andaslitrunum. Gat það verið sá hinn sami, er fæðst hafði í Bethle- hem fyrir þrjátíu og þrem árum og sem spámennimir höfðu sagt, að koma mundi? Hjarta Artabans barðist óreglulega i barmi hans af óþægilegum, efablöndnum kvíða, sem fylgir geðshræringu ellinnar. En hann sagði við sjálfan sig: „Vegir Guðs em undarlegri en hugsanir mannanna og verið getur að ég finni að lokum kon- unginn í greipunum á óvinum hans og ég komi í tæka tíð til að kaupa honum lausn með perlunni áður en hann deyr.“ Gamli maðurinn fylgdist af veikum burðrnn með fólksfjöldanum að Damaskus- hliði borgarinnar. Skammt frá varðtimi- inum sást flokkur makedónískra hermanna koma niður eftir götunni og drógu þeir á milli sín unga stúlku í rifnum klæðum og með flaxandi hár. Artaban nam staðar og horfði á hana samúðarfullur, en allt í einu reif hún sig lausa og fleygði sér fyrir fætur hans og greip í angist um hné hans. Hún hafði tekið eftir hvitu húfunni og vængjaða hringnum á brjósti hans. „Sjá aumur á mér!“ hrópaði hún, „ög bjargaðu mér í Guðs hreinleikans nafni! Eg er einnig dóttir hinnar sömu trúar, sem dulvitringarnir boða. Faðir minn var kaup- maður í Persíu, en hann er dáinn og það á að selja mig í ánauð upp í skuldir hans. Bjargaðu mér frá því, sem er daúð- anufn verra!“ Artaban nötraði. Það var baráttan gamla í sálu hans, sem komið hafði yfir hann í pálmaviðarlund- inum við Babylon og í hreysinu í Betle- hem — baráttan milli eftirvæntingar trúarinnar og náungaskærleikans. Tvisvar sinnum áður höfðu gjafirnar, sem helg- aðar voru tilbeiðslu trúarinnar, verið not- aðar í þjónustu mannkynsins. Þetta var þriðja raunin, síðasta reynsluprófið, hið síðasta og óhjákvæmilega val. Var þetta mikilverðasta tækifærið eða var þetta síðasta freistingin? Hann vissi það ekki. En eitt var honum ljóst í sálar- stríði sínu — að þetta er óumflýjanlegt. Og kemur ekki hið ómnflýjanlega frá Guði? Um eitt var hann viss í hjarta sínu — að bjarga þessari hjálparvana stúlku var sannarlegt kærleiksverk. Og er kærleik- urinn ekki ljós sálarinnar? Hann tók perluna úr barmi sér. Aldrei hafði hún verið svona björt, svo geislandi og svona þrungin af mildum, lífrænum ljóma. Hann lagði hana í lófa stúlkunnar. „Hér er lausnargjald þitt, dóttir min. Þetta er seinasti dýrgripurinn, sem ég hefi geymt handa kounginum.“ Er hann talaði, myrkvaðist himininn og ókafur titringur fór rnn jörðina og hún bifaðist ofsalega eins og maður, sem kom- inn er að því að springa af harmi. Húsveggimir riðuðu fram og aftur. Steinar losnuðu og féllu með braki niður á götuna. Rykský fylltu loftið. Hermenn- imir flýðu í ofboði, slagandi eins og dauða- dmkknir menn. En Artaban og stúlkan, sem hann hafði keypt lausn, hnipruðu sig hjálparvana undir varðturnsveggnum. Hvað hafði hann að óttast? Hvað hafði hann að vona? Hann var búinn að farga seinasta dýrgripnum, sem hann hafði ætlað konunginum. Hann var búinn að gefa upp seinustu vonina um að finna hann. Leit hans var á enda, og hún hafði misheppnast. En þrátt fyrir allt farin hann frið í viðurkenningu þessarar hugsunar. Það var ekki uppgjöf. Það var ekki undir- gefni. Það var eitthváð ennþá dýpra, enn- þá róttækara. Hann vissi að öllu var borg- ið, því að hann hafði gert það bezta, sem honum var unnt með hverjum deginum, sem leið. Hann hafði reynst ljósinu trúr, sem honum hafði verið trúað fyrir. Hann hafði leitað meira Ijóss. En þótt honum auðnaðist ekki að finna það, þótt táp væri eini árangurinn af lífi hans, þá var þetta vafalaust hið bezta, sem honum gat hlotn- ast. Hann hafði ekkí séð opinberun hins „ævarandi, óhagganlega og eilífa lifs.“ En hann vissi, að þótt hann ætti að lifa sitt jarðneska líf upp aftur, þá mundi það ekki verða öðruvísi en það hafði verið. Annar snarpur jarðskjálftakippur fór um jörðina. Þungur þaksteinn losnaði og féll á vanga gamalmennisins. Hann lá fölur og aflvana og hvíta höfuðið hans hvíldi á öxl ungu stúlkunnar og blóðið lagaði úr undinni. Um leið og hún laut yfir hann og óttaðist að hann væri dáinn, heyrðist rödd úti í húminu, hæg og blíð, er hljómaði eins og sönglag í fjarska, sem tónamir heyrðust vel í en ekki orðaskil Stúlkan leit upp til að vita hvort nokkur hefði talað úr glugganum fyrir ofan þau, en hún sá engan. En þá tóku varir gamla mannsins að bærast eins og til svars og hún heyrði hann segja á tungu feðra sinna: „Nei, nei, herra! Því hvenær sá ég þig hungraðan og saddi þig? Eða þyrstan og gaf þér að drekka? Hvenær sá ég þig framandi og hýsti þig? Eða nakinn og gaf þér klæði? Hvenær sá ég þig sjúkan og í fangelsi og vitjaði þín? 1 þrjátíu og þrjú ár hefi ég leitað þín, en aldrei hefir mér auðnast að líta ásjónu þína né vera i þjónustu þinni, konungur minn.“ Hann þagnaði og fagra röddin heyrðist aftur í fjarska, en nú gat mærin greint orðaskil. „Sannlega segi ég y'Öur, þaÖ sem þér hafiÖ gert einum þessara minnstu brœÖra minna, þaÖ hafiÖ þér og mér gert.“ Kyrrlátur gleðibjarmi ljómaði á hinu föla andliti Artabans eins og fyrstu geislar aftureldingarinnar á snækríndum fjalls- tindi. Létt andvarp leið upp frá brjósti hans. Ganga hans var á enda. Gersemum hans hafði verið veitt móttaka. Fjórði vitringur- inn var búinn að finna lconunginn. TIL GAMANS Það var eldsnemma morguns. Maður nokkur, sem hafði fengið sér fullmikið í staupinu, var að leita að skráargatinu á útidyrahurð sinni. Hjálp- samur lögregluþjónn sá til hans, og bauðst til að hjálpa honum til að finna skráargatið. — Það er óþarfi, sagði sá drukkni. — En ég væri yður þakklátur, ef þér vilduð halda húsinu kyrru örlitla stund. ★ Læknirinn réðlagði gamla prestinum að drekka ögn af wiský og heitu vatni daglega. — Hvað ætli ráðskonan mín gamla segi við því, kvað prestur. Eg hugsa, að hún gangi hreint úr vistinni, ef ég geri það. — Tja, hvað ætli hún þurfi mn það að vita. Þér segið henhi bara, að yður vanti rakvatn. Nokkrum vikum siðar átti læknirinn leið fram- hjá prestsetrinu og skrapp heim til þess að grennsl- ast eftir líðan sjúklingsins. Æi, ég held, að hann sé hreint orðinn geggjaður, sagði ráðskonan. Bless- aður sauðurinn! Haldið þér ekki, að hann sé nú tekinn upp ú því að raka sig kvölds og morgna — og á daginn lika! ★ Húsbóndinn: —- Eg vildi, að ég ætti peninga til að ferðast. Þá skyldi ég ekki vera hér. Frúin: — En hvað það væri ánægjulegt. ★ Óvenjulegur hjúskapur var stofnaður í Dan- mörku fyrir skömmu síðan. Brúðguminn var 91 árs, en brúðurin 76 ára. 110 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.