Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 22
Komið þið sæl og blessuð, börnin min!
Nú er orðið langt síðan ég rabbaði við
ykkur síðast. En verið þið bara róleg, Jón
frændi gleymir ekki börnunmn, vinum
sínum.
Nú eruð þið byrjuð að ganga í skólann,
er það ekki? Mér hefur heyrzt stundum á
sumum ykkar, — einkum ykkur, drengir
mínir, að ykkur þætti fremur leiðinlegt
að læra og vera í skólanum. Hvemig getur
staðið á því? Hvað haldið þið, að ég hafi
gengið lengi í skóla, þegar ég var ungur?
— Nei, það er ekki von, að þið vitið það,
því að ég er svo gamall og þið svo ung.
Ég fékk aldrei að ganga í skóla.
Og haldið þið, að ég hafi verið ánægður
með það? Nei, þá skjátlast ykkur herfi
lega. Mér þótti það mjög leiðinlegt, og ég
grét oft yfir því að fá ekki að vera í skóla.
Þá hélt ég að ekkert gæti verið betra en
að vera alltaf í skóla.
En samt lærði ég að lesa og skrifa. Vitið
þið, hvernig ég fór að þvi? Nei, það er
ekki von. Hún amma mín gamla kenndi
mér að þekkja stafina í gömlu biblíunni
Einu sinni voru tveir höfðingjar í
Austurlöndum. Þeir voru bræður og voru
fæddir sama daginn. Annar var vellauð-
ugur og hét Ómar, hinn var jafn fátækur
og Ómar var ríkur og hél Ali.
Bræðurnir höfðu erft jafnmikið af auð
föður síns. Ómar var kænn og ávextaði
eignir sínar vel, en Ali var góðhjartaður
óg eyddi arfi sínum til þess að hjálpa ná-
ungum sínum.
Ómar var drambsamur og heimtufrekur
þegar í bemsku og kom sér því drjúgum
betur áfram en Ali, sem var ljúfur og
blíðlyndur. öllum þótti það eðlilegt og
sjálfsagt, að Ómar fengi allt það bezta.
Hann var harður við þrælana sína, en
— en mennirnir em svo einkennilegir.
Þrælarnir unnu betur fyrir hann en Ali,
sem þeir fyrirlitu í hjarta sinu, vegna
þess, að hann hagaði sér ekki eins og höfð-
ingja-syni sómdi, — að þeim fannst.
Þegar faðir bræðranna dó var arfinum
skipt milli þeirra. Ómar tók fegurstu höll-
ina í sinn hlut, dýrmætustu skartgripina,
fallegustu og hraustustu þrælana, en Ali
sinni. Síðan þykir mér alltaf vænzt um.
biblíuna af öllum bókum, og oft les ég í
henni. Ég var til dæmis að lesa í henm
núna rétt áðan, og þá datt mér einmitt 1
hug, að það væri svo langt síðan að ég
hefi talað við ykkur, að ég mátti til með
að gera það.
Og hvernig lærði ég svo að skrifa?
Haldið að ég hafi átt sjálfblekjung eins og
þið? Ónei, ég átti ekki einu sinni blýant.
En þegar ég stóð yfir kindunum hans
föður míns, þá reyndi ég að skrifa stafina
á svellið, — eins vel og ég gat.
Á þessu öllusaman getið þið kannske
séð, að það er ekki leiðinlegt að vera í
skóla. Og gerið það fyrir mig og fyrir
pabba ykkar og mömmu, að vera dugleg
í skólanum og hlýðin og góð við kennara
ykkar. Þeir vilja ykkur vel, þó að ykkur
finnist þeir stundum nokkuð kröfuharðir.
Jæja, nú er bezt að ég fari að segja
ykkur sögu. Það er ævintýri, sem gerðist
í Austurlöndum. Og nú byrja ég. En mun-
ið nú öll það, sem ég sagði um skólann.
Ykkar Jón frændi.
tók möglunarlaust við því, sem bróðir hans
nennti ekki að hirðá.
Og þeir lifðu hvor í sínu lagi og hvor á
sinn hátt.
Ómar margfaldaði eignir sínar. Og hann
kærði sig kollóttán, þótt ekki væri það
allt með heiðarlegum aðferðmn.
Margs konar undirferli og flækjur átttx
sér stað í höll hans, og oft köm það fyrir,
að menn, sem Ómari féll illa við, dóu
skyndilega af höggormsbiti eða voveiflega
á annan hátt.
En allir, sem lentu í einhverjum vand-
ræðum, leituðu til Ali, og Ali hjálpaði
alltaf. Hann eyddi stórfé handa vinum
sínum, sem sóað höfðu aleigu sinni, hann
hjálpaði öðrum, sem ratað höfðu í óhöpp,
og oft kom það fyrir, að hann hjálpaði
mönnum, sem Ómar hafði rúið inn að
skyrtunni.
Svo mikil brögð voru að þessu, að Ómar
lét kalla hann fyrir sig og ávítaði hann
fyrir að fara illa með föðurarf sinn.
„Minnztu þess,“ sagði Ómar, þegar
bræðurnir skildust, „að ég gef þér ekk;
einu sinni grautardisk, þegar svo er komið
fyrir þér, að þú átt ekkert að eta.“
En Ali hélt uppteknum hætti, og því
fór sem fór. Hann varð að selja höll sína
og eignir og þegar hann gat ekki haldið
þrælum sínum lengur, gaf hann þeim
frelsi.
Þegar hann var orðinn fátækur reikaði
hann um stræti og torg meðal fólksins. Þá
bar oft við, að hann mætti fomvinum
sínum, sem hann hafði einhvem tíma fétt
hjálparhönd, og þá litu þeir ýmist undan
eða horfðu framhjá og þóttust ekki sjá
hann.
Ali hló og undi fátækt sinni vel og nú
lærði hann að kynnast mönnunum á
réttan hátt og varð þess vegna vitur mað-
ur.
Hann reikaði einmana um þröng stræti
og krókastíga þar sem óhrein og tötraleg
smábörn trítluðu xxm göturennurnar.
Ali reyndi að bæta svolítið úr eymd-
inni, sem hann sá í kringum sig, með því
litla, sem eftir var af eignum hans, en það
var vonlaust eins og að telja sandkorn á
sjávarströnd. Hann hjálpaði, unz ekkert
var eftir af arfi hans, og þá sneru jafnvel
fátæklingarnir baki við honum.
Ali var nú orðinn gamall og bjó í litlu
hreysi. Nú átti hann aðeins einn vin eftir.
lítinn, fárveikan dreng, fimm eða sex ára
gamlan. Ari fór út einn dag til að betla
mat handa drengnxnn, en fékk engan, því
að hann var svo kurteis og hóglátur. Á
leiðinni heim veiktist hann mikið og fann
að dagar hans vom taldir og hann mundi
deyja skjótlega. Hann óttaðist ekki dauð-
ann, en haimaði það, að nú stæði litli
drengurinn uppi aleinn og yfirgefinn,
þegar hann sjálfur væri dáinn. Ali dó um
sólarlag, en á sömu stundu gaf litli dreng-
urinn upp andann.
Ómar, bróðir Ali, dó líka þessa sömu
nótt, þótt allir læknar landsins gerðu allt.
sem i þeirra valdi stóð til að bjarga ífi
hans. Eftir nokkra daga var Ómar börinn
til grafar með mikilli viðhöfn, og fjöldi
þræla var drepinn til að vera honxxm til
aðstoðar og skemmtunar á leiðinni til
Paradísar. Feikn af á'vöxtum og gómsætum
vínum fékk hann í nesti, og áfbragðs
burðarstól, því að þrælar hans áttu að bera
hann þægilega um dal dauðans.
En lík Ari og litla drengsins vom flutt
i almenningskirkjugarð og jarðsett þar árx
allra viðhafnarsiða.
Við litla skarðið, sem aðskilur dal dauð
ans og dal lifsins, mætti Ali og drengurinn
hans Ómari og fylgdarliði háns.
„Æ, bróðir minn,“ sagði Ómar, þegar
hann mætti Ali, „fór ekki eins og ég bjósí
við, að þú mundir yfirgefa þetta jarðlif
örsnauður að öllum gæðum og koma svo
kjagandi í fylgd með einum tötrastráknum
þínum. Líttu á mig, Ali minn! Ég hef séð
BRÆÐURNIR
eftir
Elísabeth Söderlund.
118
AKRANES