Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 4

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 4
hinar fyrstu lánsstofnanir í nýjum sið ekki við hann tengdar eða kenndar sérstaklega. Var þeim fremur ætlað að styðja hina upprennandi stjörnu, sjávarútveginn. — Gengi útvegsins studdi beint og óbeint hinn gamla atvinnuveg. Jókst bændum nú áræði og athafnaþrá og vildu ógjaman láta í minni pokann. Eins og sjávarút vegnrnn var nauðsynlegt að vera studdur af sem sterkastri lánsstofnun, litu bændur svo á, að sá atvinnuvegur, sem hpfði soltið í þúsund ár, en þó unnið það afrek að halda lifi í þjóðinni jafnlangan tíma, yrði að fá tækifæri til að sína hvað í honum byggi við sambærileg skilyrði annara at- vinnuvega. Til þess álitu þeir eitt væn- legasta ráðið að setja á fót lánsstofnun, sem hefði það aðalmarkmið að sjá fyrir þörfum landbúnaðarins í þessum efnum. Þessi lánsstofnun bændanna hefur vaxið upp hægt og bítandi, eins og ýmsir hinir ágætustu og traustustu hlutir hafa ætíð gert. Hafa góðir og gegnir menn farið þar með völd frá byrjun, og valið sér til að- stoðar gott fólk og dugandi. Þrátt fyrir smæð þessarar fyrstu láns- stofnunar bændanna hefur hiin aukið ræktun landsins og flýtt fyrir húsabótum vemlega. Fyrstu lög i þessa átt voru sett 2. marz 1900, um Ræktunarsjóð Islands, en hann var svo endurskipulagður með lögum frá 13. júní 1925. Þá var Byggingar- og land- námssjóður stofnaður með lögum 7. mai 1928. I lögunum frá 1925, um Ræktunar- sjóð Islands, segir í 1. gr. þeirra laga, að tilgangur sjóðsins sé að efla ræktun lands- ins og stuðla að bættum húsaakynnum í sveitum. Höfuðstóll hins nýja sjóðs var andvirði þeirra þjóðjarða, sem seldar höfðu verið frá árslokum 1883, svo og framlag úr ríkissjóði o. fl. Þá var og sjóðn- um heimilað að gefa út vaxtabréf, með tryggingu i eignum sjóðsins á hverjum tíma, svo og ábyrgð ríkissjóðs. Forstöðumaður Ræktunarsjóðs var skip- aður Pétur Magnússon hæstaréttarlögm., en afgreiðsla sjóðsins skyldi vera í sam- bandi við Landsbanka Islands. Af skýrslu þeirri, sem hér fer á eftir, sést, hvernig lánveitingar úr sjóðnum skipt- ust til hinna ýmsu framkvæmda, sem sjóðnum var frá öndverðu ætlað að styrkja: Til ræktun- Til Til girðinga ar og áburð- Til rafmagns- og annarra Tala arhúsa húsabóta stöðva framkv. Alls Ár lána kr. kr. kr. kr. kr. 1925 39-• 43.500 125.000 14.200 182.700 1926 281 324.950 451.050 18.300 84.150 878.450 1927 290 365-950 389.700 83.600 71-350 910.600 1928 285 414.980 322.430 62.650 36.790 836.850 1929 254 359-450 256.800 62.600 80.530 759-380 fíúnaSarbanki íslands. Þá erum við komin að þeirri stofnun, sem í dag starfar undir ofanrituðu heiti. Búnaðarbanki Islands var stofnsettur með lögum nr. 31, frá 14. júní 1929. Stofnfé bankans var fyrst og fremst hinn gamli Viðlagasjóður eins og áður er að vikið. Ennfremur var ákveðið að Kirkjujarða- sjóð skyldi ávaxta í bankanum. hið merka ár í sögu landsins, 1930, hafi átt meiri eða minni þátt í stofnun Búnað- arbankans, eins og ýmislegt fleira gagn- legt, sem þá fyrst fékk vængi eða sá dags- ins ljós. Ef til vill gerast enn ýmsir merk- ir hlutir og framkvæmdir með þjóðinni, sem eiga þar rætur sínar. Frá ársbyrjun 1930 var skipuð sérstök stjóm fyrir Búnaðarbanka fslands. Var Fyrst á stáÖ. Telja má vist, að vorhugur sá og eftir- væntingin, sem stóð í nánu sambandi við Allar þessar myndir eru úr afgreiSslusal bankans. 100 hún skipuð þessum mönnum: Aðalbanka- stjóri Páll Eggert Ólason, dr. phil., og með- stjómendur þeir Bjami Ásgeirsson, alþm., og Pétur Magnússon, alþm., sem verið hafði forstöðumaðm: Ræktunarsjóðs, en Ræktunarsjóður rann nú inn í hinn nýja banka. Fyrstu húsakynni Búnaðarbankans vom í Amarhváli, og þar opnaði bankinn í fyrsta sinni 1. júlí 1930, og tekur þá til starfa sparisjóðs- og rekstrarlánadeild hans. Hinn 27. september sama ár, tók bankinn við Viðlagasjóði, og hinn 16. des. sama ár hófust lánveitingar úr veðdeild hans. Einnig var þá sama dag stofnað útibú bankans á Akureyri, og lagði bank- inn fram 300 þúsund krónu stofnfé til útibúsins. Páll Eggert Ólason lét af bankastjóra- starfi 1. júlí 1932, en þá varð Tryggvi Þórhallsson aðalbankastjóri og gegndi starfinu til dauðadags, 30. júlí 1935. Eftir fráfall hans var Bjami Ásgeirsson settur aðalbankastjóri, unz Hilmar Stefánsson, bankastjóri útibús Landsbankans á Sel- fossi, var skipaður bankastjóri frá 15. september 1935. Fyrsti féhirðir bankans var Þorsteinn Sigurgeirsson, þar til hann andaðist, 8. febrúar 1935. Frá 1. sept. s. á. var Sigurður Bjarklind á Húsavik skipaður féhirðir. Bókari bankans var Þórður Sveinsson óslitið frá ársbyrjun 1930 til dánardægurs, hinn 14. maí 1939. Á árinu 1937 var orðið þröngt tun bankann í hinum fyrstu húsakynnum. Var þá leitast við að bæta úr því, og náð- ist samkomulag um 10 ára leigu í Austur- stræti 9, í verzlzunarhúsi Egils Jocobsen. Þar hefur bankinn verið til húsa, þangað til hann flutti í hið nýbyggða hús nú fyrir skemmstu. Vöxtur og viÖgangur bankans. Hér verður nú í stómm dráttum rakin þróunarsaga bankans. Fyrsta taflan sýnir innstæðu í sparisjóðsbókum og á skírtein- um ( í Reykjavík) í hver árslok frá stofn- un hans til ársloka 1947: AKRANES'

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.