Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 13

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 13
brann sá eldur, sem hálftaminn veiðilé- barði fær ekki staðist og sem stöðvar blóð- hundinn á spretti hans. Hann hélt her- manninum kyrrum eitt andartak, en svo mælti hann í lágum hljóðum: „Hér er enginn nema ég, og ég er að bíða eftir þvi að gefa þeim forsjála liðs- foringja gimstein þennan, sem vill lofa mér að vera í friði.“ Hann tók fram rúbíninn, sem glitraði í lófa hans eins og stór blóðdropi. Liðsforinginn undraðist fegurð steinsins. Augu hans glenntust upp af ágirnd og djúpir græðgisdrættir hringuðu sig um munn hans. Hann rétti út höndina og hrifsaði rúbíninn. „Áfram!“ hrópaði hann til manna sinna, „það er ekkert bam hér. Húsið er mann- laust.“ Hávaðinn og vopnaglamrið færðist niður eftir götunni eins og blóðþyrstir þátttakendur í eltingarleik þytu framhjá fylgsninu, þar sem dýrið felur sig skjálf- andi af hræðslu. Artaban gekk aftur inn í húsið. Hann sneri ásjónu sinni til austurs og bað: „Sannleikans Guð, fyrirgefðu synd mína. Eg hefi sagt ósatt til að bjarga barnslífi. Eg er búinn að farga tveimur af dýrgripum mínum. Eg hefi gefið það mönnum, sem var ætlað Guði. Skyldi eg nokkru sinni verða verður þess, að líta auglit konungsins?“ En rödd konunnar, sem grét af gleði í skugganum að baki hans, mælti blíðlega: „Þar sem þú hefir bjargað lífi litla barnsins míns, megi Drottinn láta ásjónu sina lýsa yfir þig og vera þér náðugur; megi Drottinn upplyfta sínu augliti yfir þig og gefa þér frið.“ IV. Það varð aftur þögn í Draumahöllinni, miklu dýpri og dularfyllri en hin fyrri og mér skildist, að árin í ævi Artabans liðu óðfluga í þögninni, en af og til sá ég glitta í elfu lífs hans gegnum mistrið, sem huldi stefnu hennar. Eg sá hann á ferli innan um mannf jöld- ann á hinu fjölmenna Egyptalandi, stöð- ugt leitandi vegsummerkja fjölskyldunnar frá Betlehem, og finna þau undir lauf- krónu mórberjatrésins í Heliopólis, og undir hinum rómversku virkismúrum í Nýju Babylon við ána Níl — vegsum- merki svo dauf og óljós, að þau hurfu honum stöðugt eins og fótspor í blautum sandi, sem glittir i eitt augnablik og hverfa svo. Eg sá hann aftur við rætur pyramíd- anna, er teygðu hinar mjóu strítur sínar upp i hinn djúpa safrangula bjarma sólar- lagsins, óhagganleg minnismerki hverful- leika mannlegs frægðarljóma og varanleg- leika mannlegrar vonar. Hann horfði upp í ásjónu hins þögla finngálkns og reyndi árangurslaust að lesa þýðingu hinna ró- legu augna brosandi munns. Var það í rauninni að draga dár að allri viðleitni og allri þrá, eins og Tigranes hafði sagt — var það skopmynd af ráðgátu, sem ekki verður leyst, eða leit, sem aldrei heppnast? Eða vottaði fyrir samúð og hvatningu í þessu órannsakanlega brosi — fyrirheiti um, að jafnvel hinir sigruðu muni sigur hljóta, og hinir vonsviknu muni laun fá, og hinir fávísu vitrir verða, og hinir blindu verða sjáandi og hinir veglúnu höfn fá. Eg sá hann aftur í afskekktu húsi í Alex- andríu þar sem hann ráðgaðist við he- breskan lærimeistara. Hinn virðulegi fræðimaður sat álútur yfir pergament- bókfellinu, sem á voru ritaðir spádómar Israelsþjóðarinnar, og hann las upphátt hin hugnæmu orð, sem sögðu fyrir þján- ingar hins fyrirheitna Messíasar — hins fyrirheitna og útskúfaða, harmkvæla- mannsins, sem kunnur var þjáningum. „Og hafðu það hugfast, sonur minn, „mælti hann og horfði framan í Artaban, „að konunginn, sem þú leitar að er hvorki að finna í stórhýsum né meðal hinna ríku og voldugu. Ef ákveðið hefði verið, að ljós heimsins og dýrð Israels kæmu með jarðneskri magt og veldi, þá hlyti það að hafa birzt fyrir löngu. Því að enginn af sonum Abrahams munu nokkru sinni aftur fá jafnmikið vald og Jóseph hafði í Egypta- landi né jafnast á við Salomon að dýrð í hásætinu milli ljónanna í Jerúsalem. En ljós það, sem heimurinn væntir er nýtt ljós, ljómi, sem rísa mun upp af þolin- móðri og sigursælli þjáning. Og konungs- ríki það, sem stofnað mun verða til eilífs tíma er nýtt konungsriki, konungsríki ó- sigrandi kærleika. „Eg veit ekki á hvaða hátt þetta gerist né hvernig á að fara að þvi, að fá hina óstýrlátu konunga og íbúa jarðríkis tii þess að viðurkenna Messías og veita hon- um lotningu. En þetta veit ég. Þeir, sem leita hans munu gera vel í því, að leita hans meðal hinna fátæku og smáu, sorg- mæddu og hrjáðu.“ Og svo sá ég fjórða vitringinn ferðast stað úr stað, stöðugt leitandi meðal hinna heimilislausu, sem fjölskyldan frá Betle- hem gat, ef til vill hafa leitað hér hælis hjá Hann ferðaðist um lönd, þar sem hungurs- neyð geysaði og hinir hungruðu hrópuðu um brauð. Hann dvaldi i borgum, þar sem drepsótt herjaði og hinir sjúku tærðust upp hjálparvana í hræðilegri eymd. Hann vitj- aði hinna sjúku og hrjáðu í dimmum neð- anjarðarfangelsum, og hinna bágstöddu á þrælasölutorgunum, og hinna örmagna galeiðuþræla. Og þótt hann findi engan í þessari flóknu og mannmörgu þjáningar- veröld til að veita lotningu, þá fann hann marga sem hann gat hjálpað. Hann gaf svöngum mat og nöktum klæði, hann læknaði sjúka og veitti bandingjum hugg- un; og árin liðu hraðar en vefaraskyttan þýtur fram og aftur um vefstólinn, um leið og vefurinn stækkar og fyrirmyndin fullkomnast. Það er engu líkara en að hann væri búinn að gleyma leit sinni. En í eitt skipti sá ég hann augnablik þar sem hann stóð einmana um sólarupprás og beið fyrir utan hliðið á rómversku fangelsi. Hann hafði tekið fram perluna, seinasta dýr- gripinn, er hann átti eftir, sem hann faldi við brjóst sér. Og þegar hann horfði á hana, glitraði milt og marglitt ljós á yfir- borði hennar, þrungið af heiðbláum og rósrauðum litbrigðum. Það var eins og hún hefði tekið í sig geislabrot safírsins og riibínsins. Þannig dregur hinn huldi til- gangur göfugs lífemis inn í sig minningar um liðna gleði og liðnar sorgir. Allt, sem studdi hann, allt sem hindraði hann, sam- lagast fyrir æðri kyngi hans eigin, innra eðli. Því bjartari og dýrmætari verður hún, því lengur sem hún er geymd við yl hins titrandi hjarta. Og svo að lokum þegar ég var að hugsa um perluna og þýðingu hennar, heyrði ég endirinn á sögunni um fjórða vitringinn. V. Þrjátiu og þrjú ár eru nú liðin og Arta- ban er ennþá sami pílagrímurinn, leit- andi ljóssins. Hár hans, sem einu sinni var svartara en klettar Zagros-fjallsins, var nú hvitt eins og vetrarmjöllin, sem huldi þá. Augu hans, sem einu sinni leiftr uðu eins og logar elds, voru fjörlaus og dauf eins og hálf-útkulnuð glóð. Hann var þreyttur og örmagna og al- búinn til að deyja, en hann leitaði samt ennþá konungsins. Hann var nú kominn til Jerúsalem í hinnzta sinn. Hann hafði oft áður komið til hinnar helgu borgar og leitað í öllum hinum þröngu götum og mannmörgu húsum og dimmu fangelsum en hvergi orðið var við fjölskylduna frá Nazaret, sem flúið hafði frá Bethlehem fyrir langa löngu. En honum fannst, að hann yrði að gera eina tilraun til og eitt- hvað hvislaði í hjarta hans, að loksins kynni hann að fá ósk sína uppfyllta. Þetta var um páskaleytið. Borgin var full af aðkomufólki. Börn Israelsþjóðar- innar, sem tvistruð voru um allar jarðir, höfðu komið aftur til musterisins í tilefni af hinni miklu hátið, og göturnar höfðu bergmálað i marga daga af ýmsum mál- ýzkum. En þennan dag bar á einhverjum ó- venjulegum ókyrrleik meðal fjöldans. Himininn var ískyggilega drungalegur. Einhverjar æsingaröldur virtust fara um mannfjöldann. Einhver hulinn straumur AKRANES 109

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.