Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 9

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 9
og fullþroskað granatepli að lit. 1 það voru saumaðir gullnir geislaþræðir, er lágu upp frá hinu fagra gólfi. Herbergið líktist í raun og veru kyrrlátri góðviðrisnótt, þegar himininn er heiðblár og stjörnum stráður og þegar farið er að roða í austri fyrir hinum komandi degi. Það var eins og öll mannahíbýli eiga að vera, sönn mynd af skapgerð og hugsunarhætti húsbóndans sjálfs. Þegar söngurinn var á enda, þá sneri Artaban sér að vinum sínum og bauð þeim að setjast á legubekkinn við vesturgafl stof- unnar. „Þið eruð hingað komnir í kvöld,“ mælti hann og virti fyrir sér vinahópinn, „samkvæmt boði mínu, sem trúir læri- sveinar Zoroasters, til þess að endurnýja og endurglæða trú yðar og tilbeiðslu á guð hreinleikans, að sínu leyti eins og eldurinn hefur verið endurglæddur á altari þessu. Við tilbiðjum ekki sjálfan eldinn, heldur þann, sem hann er sjálfvalin imynd, með þvi að hann er hreinastur af öllu er skapað hefur verið. Hann talar til vor um einn, sem er Ljós og Sannleikur. Er ekki svo, faðir minn?“ „Fallega mælt, sonur minn,“ svaraði hinn æruverði Abgarus. „Vitrir menn eru aldrei neinir afguðadýrkendur. Þeir lyfta aðeins blæju formsins og ganga inn i helgi- dóm veruleikans, og nýtt ljós og nýr sann- leikur birtist þeim án afláts gegnum hin fornu tákn.“ „Hlustið þá á mig, faðir minn og vinir mínir,“ mælti Artaban, „meðan ég segi ykkur frá hinu nýja ljósi og hinum nýja sannleik, er hefur opinberast mér í gegn- um hið elsta tákn allra tákna. Við höfum rannsakað leyndardóma náttúrunnar í sameiningu og numið lækniseðli elds, vatns og jurta. Við höfxrm og lesið rit spámanna, þar sem framtíðin er fyrirfram sögð, í orðum, sem illt er að skilja. En æðst allrar þekkingar er þekkingin á stjörnunum. Að rekja feril þeirra er sama sem að greiða sundur þræðina í leyndardómum lífsins frá upphafi til enda. Ef okkur væri unnt að fylgja þeim eftir með fullkomnum hætti, þá væri okkur ekkert hulið. En er ekki þekking vor á þeim ennþá ófullkom- in? Eru ekki ennþá margar stjörnur fyrir utan sjóndeildarhring vom, sem ibúar hinna fjarlægu suðurlanda fá einir séð, er búa innan mn kryddjurtatrén í Punt og gullnámurnar í Ophir?“ Það fór samþykkiskliður meðal áheyr- endanna. „Stjörnurnar,“ mælti Tigranes, „eru hugsanir hins Eilífa. Þær em óteljandi. En hugsanir mannsins fá menn talið eins og árin í æfi hans. Þekkingin á hinum dul- rænu fræðum, er æðst allrar jarðneskrar þekkingar, því að hún sér og viðurkennir hve skammt hún nær. En í því liggur leyndardómur máttarins. Við lofum mönn- um að vænta stöðugt nýrrar sólarupp- komu. En sjálfir vitmn við að myrkrið er eins og ljósið og að baráttan milli þeirra mun aldrei taka enda.“ „Þetta fær ekki fullnægt mér,“ svaraði Artaban, „því að ef biðin skyldi engan enda liafa og verða með öllu árangurslaus, þá mundi það ekki vera viturlegt að vona og biða. Við ættum þá að haga okkur eins og hinir nýju fræðimenn Grikkja, er segja að enginn sannleikur sé til, og að þeir einir séu vitrir, er verji lífi sínu í það að leiða þær lygar i ljós, sem heimurinn hefur trúað á. En hin nýja sólarupprás mun vissulega eiga sér stað á hinum tiltekna tíma. Segja ekki einnig bækur vorar oss, að þetta muni verða svo, og að menn muni sjá birtu hins mikla ljóss?“ „Það er hverju orði sannara,“ mæli Abgarus. „Sérhver sannur lærisveinn Zoroasters þekkir spádóma Avestu og varð- veitir orðið í hjarta sínu. Á þeim degi mun Sosiosh hinn sigursæli upprísa meðal spá- mannanna í Austurlöndum. Umhverfis hann mun ljóma voldugt ljós, og hann mun flytja með sér ævarandi óhagganlegt og eilíft líf, og hinir dauðu menn aftur upp rísa.“ „Þetta er torskilið mál,“ svaraði Tigra- nes, „og það er ekki að vita að við fáum nokkurn tíma skilið það. Það er því hyggi- legra að gefa því gaum, sem liggur hendi næst, og það er að starfa að útbreiðslu okkar eigin kenninga, heldur en að vera á hnotskóm eftir einhverjum, sem ef til vill er af útlendu bergi brotinn og sem við yrðum að leggja allt vald vort í hendur!“ Hinir virtust samþykkja þessi orð. Þög- ul samþykkisalda gerði vart við sig meðal þeirra. Á andliti hvers og eins kom hinn ólýsanlegi geðblær í ljós, sem ávallt lætur á sér bæra, þegar ræðumaður lætur í ljósi hugsanir þær, er blundað hafa í hugskoti áheyrendanna. En Artaban sneri sér að Abgarus og það lýsti af andliti hans, er hann mælti: „Faðir minn. Ég hef ávallt geymt þessi spádómsorð í leyndustu fylgsnum sálar minnar. Vonlaus trú er eins og altari án lifandi elds. En nú hafa logatungur eldsins borið hátt við loft, og við birtu hans hef ég lesið önnur orð, sem einnig eru runnin úr uppsprettu sannleikans og sem tala enn skýrara um komu hins sigursæla í skín- andi dýrðarljóma.“ Hann dró tvo litla bókfellsvafninga út úr brjóstfellingum kyrtils síns og rakti þá gætilega í sundur á hnjám sér. „í fornöld, löngu áður en feður vorir komu til Babylonborgar, voru uppi vitr- ingar í Chaldeu, sem kenndu vorum fyrstu fræðurum að þekkja leyndardóma himins- ins. Einn hinn mesti þeirra var Balaam sonur Beor. Gefið gaum að þessum spá- dómsorðum hans: „Stjarna rennur upp af .Takob og veldissproti rís af ísrael.““ Það léku hæðnisdrættir um munn Tigr- anesar, er hann mælti: „Judah var bandingi við vötnin í Baby- lon, og synir Jakobs lifðu í þrældómi hjá konungum vorum. Ætthvísl Israels er á við og dreif um fjöllin eins og tvístruð hjörð, og upp af þeim, sem eftir eru, og sem búa í Judeu undir ánauðaroki Róm- verja, mun hvorki rísa stjarna né veldis- sproti.“ „Og þó,“ svaraði Artaban, „var það hebreinn Daniel, hinn mikli draumþýðari og konunglegi ráðgjafi, hinn spaki Beltes- hazzar, sem hinn mikli Cyrus konungm- vor, virti og elskaði mest. Daníel sýndi þjóð vorri að hann var sannri spádóms- gáfu gæddur og að honum var innan hand- ar að lesa hugsanir hins Elífa. Og þessi eru orð þau, er hann reit“ (Artaban las úr síðara bókfellinu): „Vit þvi og hygg að: frá þvi, að orðið um endurreisn Jerú- salem út gekk, til hins smurða höfðingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjö- undir skulu torg hennar og stræti endur- reist verða, þó að þrengingatimar séu.“ „Eln sonur minn,“ mælti Abgarus efa- fullur, „þetta eru dularfullar tölur. Hver getur ráðið þær, eða hver getur fundið lykilinn að þýðingu þeirra?“ Artaban svaraði: „Það hefur mér tekist og hinrnn þrem félögum mínum út- hópi dulvitringanna, þeim Caspar, Melchior og Balthazar. Við höfum rannsakað fornar steintöflur frá Chaldeu og reiknað út tím- ann. Hann gengur í garð í ár. Við höfum og athugað himininn, og i vor sáum við tvær stærstu pláneturnar nálgast hvor aðra í Fiskamerkinu, sem er hús Hebrea. Við sáum þar einnig nýja stjörnu, sem skein aðeins eina nótt, en hvarf svo. Nú eru tvær stærstu pláneturnar að því komn- ar að mætast aftur, og í nótt verða þær samhliða á braut sinni. Hinir þrir bræður mínir standa á varðbergi við hið forna sjöheima musteri í Borsippa í Babyloníu, en ég hér. Ef stjaman skyldi koma í ljós, þá ætla þeir að bíða mín við musterið í tiu daga og svo ætlum við að fylgjast að til Jerúsalem til að sjá hinn fyrirheitna konung Israels og veita honum lotningu. Það er trú mín að táknið muni birtast, og ég er þegar albúinn til að leggja í þessa ferð. Eg er búinn að selja allar mínar eignir og hef keypt þrjá gimsteina, einn safír, einn rúbín og eina perlu, til að færa konunginum sem skatt. Eg bið ykkur að verða mér samferða í þessa pilagrimsferð, svo við getum haft sameiginlega gleði af þvi að finna höfðingjann, sem vert er að þjóna.“ Meðan hann talaði stakk hann hendinni niður í innstu fellingu beltis síns og dró þaðan þrjá stóra gimsteina, — einn var blár eins og brot af nátthimninum, einn var rauður eins og geisli kvöldsólar og einn var hreinn og hvitur eins og snæ- AKRANES 105

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.