Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 25

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 25
hæfiíegu millibili, hefur þessi bær ekki sagt skilið við þann mátt, sem er tengdur uppsprettu kærleikans, sem einn fær veitt mönnunum blessun og bætt böl þeirra. Á þessari hátiðlegu stund hylla þig á- samt oss nokkur yngstu börnin, er þú fagnaðir er þau sáu fyrst dagsins ljós. Eg gæti einskis óskað þeim og öllum börnum vorum sem fremur væri í þínum anda, eðá samfélagi voru til meiri heilla en að þau mættu í öllu lífi sínu lúta kærleik- anum í jafn ríkum mæli og þú hefur gert og með þvílíkum árangri. Virðulegi, nýkjörni heiðursborgari. Eg bið Guð að blessa þig fyrir elsku þína og óeigingirni í fórnfúsu starfi vor á meðal. Það var svo heilsteypt og heillaríkt vegna þess, að þú lézt þig og þina hagsmuni h-verfa í skuggann fyrir þörfum meðbræðr- anna. Allir þeir, sem á umliðnum öldum hafa svo einlæglega fórnað sér fyrir sam- ferðamennina, hafa orðið langlifir með sinni þjóð. Megi fullkomið fordæmi þitt, leiða til réttari og rikari skilnings með vorri sam- tíð en verið hefur, á þessari megin nauð- Hús Guðrúnar ljósmóður. Angamir hennar (trén) hafa hækkað nokkuð síðan myndin var tekin. Nú í desember voru þessi tré flutt að húsi Björns J. Bjömssonar Vitateig 1. Vonandi lifa þau þar lengi og dafna. syn. Þá erum vér á réttri leið, þvi að kær- leiksþjónustan og kjarni kristindómsins er eitt og hið sama. Án kristindómsins og kærleiksþjónustu deyr öll siðræn menning með þjóðuntnn. Guð forði vorri þúsund ára gömlu menningu frá slíkum dauðdaga. Guð blessi þig, Guðrún, framtið lands og þjóðar. Með hliðsjón af því, sem ég hefi nú sagt, vil ég samkvæmt því, sem mér hefur veiið falið, afhenda þér heiðursborgaraskjal, er svo hljóðar: „Fyrir óvenjulega langa og farsæla þjónustu í ljósmóður- og hjúkrunarstörf- um, er þú hefur unnið í þágu bæjarfél- agsins, og þú hefur leyst af hendi með framúrskarandi ósérplægni og fómfýsi, vill bæjarfélagið sýna þér vott virðingar og þakklætis, með því að sæma þig þeim mesta heiðri, er það á yfir að ráða og kýs þig því heiðursborgara bæjarins.“ Um leið og ég þakka þér fyrir hönd bæjarfélagsins, fyrir kærleiksverk þín á langri ævi, óska ég þér innilega til ham- ingju með þann heiður, sem þér heíur fallið í skaut með þessu kjöri.“ geirs og Regínu, en Jóhönnu átti hún áður en hún giftist. Var hún Jónsdóttir, silfur- smiðs í Skreiðárholti í Árnessýslu. Alsyst- kini önnu voru Jóhann Pétur J. Rist, faðir Lárusar sundkennara, Halldóra og Guð- mundur á Valdastöðum í Kjós. öll eru þau látin fyrir allmörgum árum. Anna var óvenjulega væn og vel gerð kona, ávalt lífsglöð, þótt ýmislegt erfitt yrði hún að reyna á lífsleiðinni. Missa snemma báða eiginmenn sína. Einn son uppkominn og annar yngri, og dóttur sína síðastliðið sumar. Langt fram á ævina átti hún og við mikla efnahagsörðugleika að etja. Anna las og skrifaði, spann, prjónaði og saumaði fram til hins síðasta. Minning hennar mun lengi geymast hjá vinum og vandamönnum. Eg mun ætið minnast hennar sem minnar góðu frænku og tryggu föðursystur. Sendi ég börnum hennar og nánustu ættingjum, mínar alúðarfyllstu samúðarkveðjur. Mynd af önnu níræðri var birt í sið- asta blaði. 15/11—'48. Steini Guðmundsson. FRÚ ANNA ÓLAFSSON 5. maí, 1855 — 27. október, 1948 Úr augunum IjómaSi œska og vor, þó ellinni tækist aS marka sín spor með frostrúnum fjölmargra ára og farvegum þornáÖra tára. Mrs. ANNA 01AFSS0N Minning Hinn 27. október s.l. andr-ðist í. Vvinni. peg mrs. Anna Glafsson i hárri elli. Ann;i var fædd í Bygggarði á Seltiarnarnesi, 5. maí 1855, Voru foreldrar hennar hjónm Petrína Regina Rist og Sveinbjörn Guð mundsson frá Hvítárvölluin. Anna var tvígift. Fyrri maður henna)1 var Ólafur Ároason frá Lambhaga. Eign uðust þau 4 börn, Eitt þeirra Málfríður, andaðist í Utha síðastliðið sumar. Petrina er búsett i Winnipeg. Einar kaupmaður Ölafsson á Akranesi, en hið fjórða . er löngu dáið. Fyrri mann sinn missti Anna eftir fárra ára sambúð. Þau áttu heima á Akranesi. og þar giftist hún síðari manni sínum Jónasi Ikaboðssyni. Bjuggu þau þar lengsl af, þar til þau fluttu til Ameríku 1911, með fjórum börnum þeirra. Þau eru nú öll búsett í Ameríku og eru þessi: Hall- dóra, Helga, Benedikt málari og Svein- björn, prestur i Bandaríkjunum. Anna missti síðari mann sinn 1912. Hefur hún síðan dvahð hjá börnum og tengdabörnum síðan, sem hafa búið að henni eins og góðum börnum sæmir, enda gagnkvæm ástúð á báða vegu. Anna Ólafsson kom til íslands, 1930, og dvaldi heima nokkurn tima til að heim- sækja frændfólk og vini, sem hún hélt tryggð við til hinnstu stundar. Vissi ég til að hún skrifaði sjálf bróður sínum og fi;ændkonu, nokkru áður en hún féll. frá. Hálíbróðir átti hún á lífi hér heima, Krist- ján Möller, málara i Reykjavík. Hin syst- kini hennar voru: Einar Ásgeirsson, Möll- er, sem lengi bjó á Akranesi, Guðrún, frú í Reykjavík, og Jóhanna, móðir Jakob- ínu, konu Friðfinns leikara í Reykjavík. Regína móðir önnu var tvígift. Var seinni maður hennar Ásgeir Möller, silfursmiður. Kristján, Einar og Guðrún voru böm Ás- Hár þitt varS silfrdö, en ung var þín önd og œskan fann þar sin heimalönd. Frá upphafi valdirðu veginn og viShorfiS sólarmegin. pú skeyttir svo lítiS um veg eSa völd, og virtist ei hirSa um þakkir og gjöld — þó þú miSlaSir öörurn þeim auSi sem var afgangs af daglegu brauSi. ÞaS var ekki aSeins þitt ástvina liS sem órofa trj'ggS þín var bundin viþ — þó haustdögum tœki aS halla var í hjartanu rúm fyrir alla. Þótt árunum fjölgaSi1 á útlendri grund, var Island í hug þínum sérhverja stund, og þróttur úr œttlandsins arfi var afliS í sál þinni’ og starfi. . .Og sœlt er aS mega svo sofna’ eins og þú meS sáttfúsu hjarta og barnslegri trú. eftir önn og erfiSi dagsins inn í aftanskin sólarlagsins. Ragnar St'efánsson AKRANES 121

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.