Akranes - 01.07.1951, Qupperneq 5
Af þessu leiddi, að Björn fór að freist-
ast til að kaupa bát — móti öðrum — og
gera út. Báturinn hét Björgvin, og var
Fiskimjöl h.f. eigandinn. Báturinn hafði
verið í nokkru ólagi, þar sem vélin hafði
oft brætt úr sér. Þrátt fyrir þótt Björn
gengi út í þetta, var einhver kviði i hon-
um að þetta gengi ekki vel og gæti orðið
til þess, að hann gæti ekki staðið í skil-
um með andvirði til Fiskimjöl. Þegar
hann hafði gert út um kaupin við þáver-
andi forstjóra fyrirtækisins, Walter Sig-
urðsson, segir Björn: ,.Hvað skeður nú, ef
vélin heldur áfram að bræða úr sér?“ Þá
segir Walter þessi eftirminnilegu orð,
sem honum var svo eiginlegt: „Þá reikn-
ar þú með því, að við menn sé að eiga“.
Þetta var í september 1932, en enda þótt
útgerðin gengi sæmilega, þorði Björn ekki
að fást við útgerðina og seldi bátinn aftur
í vertíðarlok 1933, enda átti útgerðin þá
erfitt uppdráttar. En meðan Björn átti
bátinn bræddi vélin aldrei úr sér, en bæði
undan og eftir. Walter Sigurðsson varð
ekki langlifur, því að hann fórst af voða-
skoti nokkru siðar en þetta var, og varð
öllum harmdauði, er hann þekktu.
Hafði alltaf löngun til umbóta
í iðninni.
Þrátt fyrir, þótt Björn hefði nokkra
löngun til að gera út, var netjagerðin þeg-
ar orðið hans raunverulega lífsstarf og
aðal-áhugamál. Hann var þá lika búinn
að fást nógu lengi við þetta til þess að
finna og skilja, hve viðhaldi síldarnetja
og snurpunóta var yfirleitt ábótavant, og
að hér vantaði ýmis tæki og skilyrði til
umbóta á þessu sviði.
Áður fyrr, — að undanteknum fyrri
stríðsárunum — voru nætumar aðallega
keyptar uppsettar frá Noregi, ýmist barka-
litaðar og hrátjörubikaðar, eða barkalitað-
ar og koltjörubikaðar, og reyndust kol-
tjörubikuðu nætumar jafnaðarlegast bet-
ur. —
Að aflokinni síldarvertíð voru næturnar
breiddar út á tún eða fiskreiti til þurrkun-
ar, en oft vildi þessi þurrkunaraðferð
reynast misjafnlega, enda oft komið fram
á haust og ekki alltaf þerrisamt. Hið versta
við þessa þurrkunaraðferð var þó það, að
ef tíð var vætusöm, tapaðist svo mikill lit-
ur úr nótinni og ending hennar skamm-
vinnari fyrir það, sérstaklega þar sem ekki
voru tök á að endurlita næturnar fyrir
næstu síldarvertið.
Með því að hafa tækifæri til að hengja
næturnar upp í þar til gerða þurrkhjalla,
tapaðist enginn litur úr þeim og fóm bet-
ur með sig i þurruninni, en þrátt fyrir
þessa bættu þurrkunaraðferð þurfti vitan-
lega við og við að barka næturnar í byrj-
un síldarvertíðar. Þegar hér batnaði svo
verulega öll þessi aðstaða til bættrar með-
ferðar, sýndi það sig fljótlega — og var
viðurkennt — að næturnar entust í 5 til
6 ár, móts við 1 —3 ár áður.
Ráðist í byggingarframkvæmdir
Af stórhug, en litlum efnum, réðist
Björn svo i byggingarframkvæmdir árið
1933, sem voru fullgerðar 1934. Þetta var
timburhús með áföstum þurrk-hjalli og
smá stein-útbyggingu til litimar. Þetta hús
mun hafa verið svipað að stærð og aðal-
bygging hins nýja húss er nú. — Þetta
mun hafa verið fyrsta hús sinnar tegund-
ar, sem byggt var hér á landi, þar sem
allt þetta var undir sama þaki: Þurrk-
hjallur, geymsla fyrir nætur, litunarhús
og vinnusalur. Viðbótarbygging úr steini
kom svo 1937.
f þessari nýju byggingu fór svo fram
uppsetning á nýjum nótum og netjum,
þar með troll og snurruvoðir, — aðallega
þó bátatroll — tilbúnar slöngur, teina-
efni, tilbúið kork og steypt blý. Samhliða
þessu, eða nánar tiltekið 1936, setti Björn
upp fullkomna litunarstöð veiðarfæra, með
þar til gerðri — sjálfvirkri — litunarvél,
sem var sú fyrsta hér á landi. Árin 1936
til 1940, er félagi Björns, Sveinn Sveins-
son, sem síðar stofnsetti netjagerðina í
Höfðavik.
Bjöm hafði lengi útibú á Siglufirði á
sumrin. Á vorin var sérstaklega mikið að
gera, og hafði hann þá oft 30—40 manns
í vinnu. Eftir að aðstaðan batnaði með
byggingunni jókst einnig verkefnið, og
mun þetta lengi hafa verið eina verkstæð-
ið, — sömu tegundar — sem hafði opið,
eða nægjanlegt að gera allt árið.
Fjárhagserfiðleikar enn.
Það var meira af vilja en mætti, að
ráðizt var í þessa byggingu. — Eins og
áður er sagt, hafði Bjöm sérstakan áhuga
fyrir lituninni, sem einkum átti að skapa
betri endingu veiðarfæranna. Björn skrif-
aði Landsbankanum langt mál og ræki-
legt um þetta mikilsverða mál. Einstaka
menn höfðu glöggt auga fyrir þessu, svo
var t. d. um Sveinbjörn heitinn Egilsson.
Þrátt fyrir allt þetta var lánsfé til bygg-
ingarinnar svo við neglur numið, að ekki
var hægt að fullgera bygginguna að innan.
Frá því að Björn var til húsa í Völundi
fylgdist Sveinn M. Sveinsson, forstjóri þar,
af miklum áhuga með Birni og gekk oft
þarna vestur eftir til þess að vita, hvernig
honum sæktist byggingin. t einni ferðinni
komst Sveinn að því, að lánsféð var þrotið
og sýnt, að ekki var hægt að fullgera hús-
ið að innan. Þá segir Sveinn við Björn:
„Sæktu tirnbur inn í Völund, svo mikið
sem þarf til að fullgera húsið“. Björn seg-
ist lengi skuli muna Sveini þetta dreng-
skaparbragð. Um síðir hafði og Georg Ól-
afsson, bankastjóri, mikinn áhuga f^TÍr
framgangi málsins.
Þar stóð aldrei á greiðslu.
Hér áður var minnzt á einstaka við-
skiptamenn Björns, sem viðskiptalega séð
studdu hann vel og dyggilega á stað. Þar
kom síðar til enn einn góður viðskipta-
maður, sem ekki var eitt í dag og annað
á morgun. Það var fiskveiðifélagið Kveld-
úlfur. Það voru afbragðsmenn við að eiga,
og þar stóð aldrei á greiðslum og annarri
fyrirgreiðslu. Það telur Björn að hafi
hjálpað sér mikið, þegar erfitt var, að
geta þar reitt sig á greiðslu, hvenær sem
hennar var vitjáS.
Hugsað hærra.
Það mun hafa verið á árunum 1938
til 1939, sem Björn fór í alvöru að brjóta
heilan um, hvernig hann mætti komast
yfir fullkomnar netjahnýtingavélar. At-
huganir hans og eftirgrenslanir leiddu til
þess, að hann komst í samband við þýzkt
firma um kaup á þremur nýjum vélum,
sem áttu að kosta 100 þúsund krónur. —
Þetta fór þó allt út um þúfur, annars veg-
ar vegna fjárskorts, og hins vegar vegna
AKRANES
77