Akranes - 01.07.1951, Page 13
hugðarefni, og þó er hún eigi síður þjóð-
leg í dag og verður á morgun.
Fyrstu kynni mín af skáldskap var
kveðandi Bjarna í fjósgeilinni og ein
fyrsta minningin er heimsókn Símonar,
hins síðasta fulltrúa liinnar fornu rímu.
En nálægt þeirri minningu er minningin
inn Alþingisrímurnar, um svipað leyti,
svo vel vixlleggst hið gamla og nýja. •—
Alþingisrimurnar voru kveðnar á hverju
heimili í sveitinni. Það var eðlilegur og
sjálfsagður hlutur að ég lærði þær, að
mestu utanbókar — af fólkinu á heimil-
inu — en ekki af bókinni — og þannig
hygg ég að það hafi verið með velflesta
unglinga í nágrenni mínu.
Þegar vér hugleiðum þetta, og að Símon
kveður fram á annan tug þessarar aldar
— að þá er enn uppi meðal vor fullgildur
fulltrúi hins aldagróna rímnakveðskapar
— frábær um margt — þá er ekki að
furða þótt hin stutta og meitlaða visa og
hin létta rima eigi enn nokkra samleið
með þjóðinni og samrýmist jafnvel betur
önn og hraða aldarinnar heldur en hinn,
ef til vill efnismeiri og hátíðlegri ljóða-
kveðskapur, og þannig er þa(S vissulega.
Þsð hallar austur af Vatnsskarði. Fjörð-
urinn opnast breiður og skínandi. Við fór-
um fram hjá Víðimýrarseli og móanum
þar, sem Stefán G grét ungur að aldri, er
hann sá á bak jafnöldrum sinum ríða suð-
ur til skólanáms. Og þarna eru rústir beit-
arhúsanna frá Brekku þar, sem Bólu-
Hjálmar leitaði skjóls sín siðustu ár, og
dauðans að þeim liðmJm.
Oss ber yfir til Blönduhlíðar. Til suðurs
blasa við Skagafjarðardalir. Já, margur
kynlegur kvistur er runninn úr þessari
jörð, sem gerði svo harðbýlt við höfuð-
skáldin tvö, að annar dó i beitarhúsum,
en hinn var borinn út á auðnir Vestur-
heims.
Hér ólst Símon Dalaskáld upp, hér
dvaldi hann æfina alla — þótt víða reikaði
hann til fanga, og hér dó hann á sveit
sinni — betur gekk það honum ekki í
lífinu — á þvi herrans ári 1916, eftir 72
ára vegreisu við liarla misjöfn kjör og
kosti.
Upp ég vóx sem annað blóm,
öllum sviftur kvölum,
skáldmæltur að skatna róm
i Skagafjarðardölum.
Og þ', ss megum vér Skagfirðingar minn-
ast að alltaf taldi Símon sér til tekna að
vera Skagfirðingur.
Ijjót mig baga leiðindin,
— ljóða klagar gjörðin —;
hryggur slagar hugurinn
heim i Skagafjörðinn.
Að sjálfsögðu eru Skagfirðingar öðrum
mönnum meiri, þvi kveður hann um
Saura-Gísla, er hann kom til Skagafjarð-
ar, en Gísli þótti málafylgjumaður mikill:
Þó vinni mál um Vesturland
viðum móti hringa,
ekki hefur Gísli grand
að gera með Skagfirðinga.
Allt er kvenþjóðinni betur gefið norður
þar en syðra:
Snoppufríðar snótir víða syðra
víst eru bágar vits um far,
vantar gáfur norðlenzkar.
En fleira ber til þegar
skáldið Dala forðast fríð
fljóð á Kjalarnesi —
— leitar hugur til þeirra norðlenzku:
Man ég forðum marga stund,
mætum skorðuð gróða,
fyrir norðan fögur sprund
faðminn þorðu bjóða.
Ekki svo að skilja að Símon vanmæti
vini sína á Suðurlandi, til þeirra yrkir
hann þakkarávarp, og undir Esjunni bjó
sú Ingibjörg, sem hann yrkir um lengst af
æfinnar.
Það er hið Skagfirska glaðlyndi, sem
kemur fram i lofi Símonar um það, sem
Skagfirzkt er og norðlenzkt.
Símon Dalaskáld vann sér mikla brag-
arfrægð í lifanda lífi, en jaifnframt litla
viðurkenningu sem skáld, að minnsta kosti
i augum þeirra, sem þar um þóttust kjörn-
astir að dæma.
Nú þegar Símon hefur legið hálfan
fjórða áratug í gröf sinni, koma ljóðmæli
hans út i umfangsmiklu úrvali, 488 þétt-
prentaðar síður. Nú fer fram nýtt mat á
Símoni sem skáldmæltum manni, sem
merkilegu fyrirbæri i ljóðsögu þjóðar
vorrar. Og margt mætti þar um segja.
Margir hafa orðið til þess að dilkdraga
Símon og skáldskap hans í þá kró, sem
Jónas vikur að með orðunum:
Leirburðarstagl og holtaþokuvæl
fyllir nú breiða byggð með aumlegt
þvaður.
Bragðdaufa rímu þylur vesæll maðuj-.
Þetta er auðvelt verk, en það er ef til
vill ekki svo auðvelt að að sanna fullgíídi
þeirra vinnubragða.
Símon á það mest á hættu allra skálda,
að skáldskapur hans sé dæmdur eftir
magninu og meðalgæðum þess, og þá
stendur hann höllum fæti.
Uppalinn á hálfgerðum hrakningi fer
hann á mis allrar fræðslu sem heitið get-
ur, lærir meira segja aldrei að skrifa svo
að brúklegt sé. Erfið kjör, sem auka fjöl-
lyndi hans og galla lundar og uppeldis,
gera hann að farandskáldi, að kvæða-
manni, sem verður — þegar út í þetta
er komið — að gera sér það að atvinnu
að yrkja þyndarlaust um Pétur og Pál
og fyrir Pétur og Pál. Áheyrendurnir eru
ekki beisnir margir hverjir, en eitt er
sameiginlegt um þá vel flesta, að þeir
gera fyrst og fremst þá kröfu til skálds-
ins, að það yrki þrotlaust og stanzlaust.
Fólkið líka vænt mér var
Vesturlands á slóðum,
°g ég gjörði yrkja þar
ódæmi af ljóðum. — Segir Símon i
ljóðabréfi sem jafnframt er ferðasaga.
Það má öllum ljóst vera, sem athuga
það, af nokkurri gaumgæfni og samvizku-
semi, að skáldgáfa Símonar hefur verið
með fádæmum og undraverð. Og það er of
raunalegt til þess að það geti verið gaman,
að hugleiða hverju sú gáfa hefði getað
áorkað ef hún hefði verið leidd á réttan
veg, eins og hann sjálfur víkur að:
Enginn maður heldur hefur
heitið skáld af tómri mennt.
Slíka drottinn gáfu gefur;
getur hana enginn kennt.
Ungu þróast hún í hjarta
himinfögur tignarleg
lærdóms þegar ljósið bjarta
leiðir hana á réttan veg.
En þess bjarta lærdómsljóss naut Símon
aldri — og því fór sem fór. Hann finnur
þetta sjálfur — og hver handverksmaður
hann hefur gerst í skáldskapnum:
Einji bezt skynja þú munt það,
þengill dýrðar hæða,
mjög að hef ég misbrúkað
mína gáfu kvæða.
Þó þarf ekki að afsaka Simon né bera
i bætifláka fyrir honum, en það þarf að
velja og hafna, og lofa mörgu að fljóta
fram um og staðnæmast við það, sem mest
er um vert, það sem haldgott er og heilt,
og það reynist furðu margt. Með sínu létt-
ara hjali vann Símon einnig mikið verk,
hann kvaS fyrir fjöldann, og að mörgu
leyti við hæfi fjöldans.
Hið bezta í skáldskap Símonar er ekki
stórbrotið, en það er svo innilegt, að hin
barnslega góðmennska, trú og kærleikur,
blasir við í hverri linu og á milli þeirra.
Og glettnin og glaðlyndið yfirgefur hanri
ekki þótt á mörgu leiki um kaup og kjör.
Hver vildi ekki hafa kveðið vísuna, sem
Simon kveður 12 ára:
Lítil kinda eignin er,
— tnn það myndast bögur —,
tvö þó lynda læt ég mér
lömibin yndisfögur.
Beint i mark hittir glettni og mat Sím-
onar er hann kveðst á við séra Ólaf í
Fagranesi um Guðrúnu Ósvífsdóttir, svo
sem frægt er orðið:
Tryggð og gæðum gekk á bug
Guðrúri Ösvífsdóttir.
AKRANES
85