Akranes - 01.07.1951, Side 19
vatnið nái til þess síðarnefnda og beri það
í brunna og önnur vatnsból.
Á lofteitrun frá gröfum er lítil hætta.
Sú lofttegund, sem einkum kemur til
greina, er kolsýra, sem myndast síðari
hluta rotnunartímabilsins. Lofteitrun af
henni er einkum möguleg í illa gjörðum
grafhýsum og þegar gröf er tekin svo ná-
lægt annarri, að komið er að kistu þeirri,
sem þar var grafin.
Öll þessi atriði, sem nú hafa verið nefnd,
ber að hafa í huga, þegar kii'kjugarðstæði
er valið, en nánar til tekið eru þá eink-
um þrjú atriði, sem hafa ber í huga. Það
eru heppileg lega, góður jarðvegur og
nægileg stærð. Skal nú vikið að þeim
nánar.
Um kirkjugarða gilda hér á landi lög
nr. 64, 1932 og reglugerð nr. 83, 1934.
Lög þessi og reglur fjalla að mestu leyti
mn stjórn, fjárhag og umsjón og viðhald
kirkjugarða, en þar eru einnig nokkur
atriði um hollustu og heilsuvernd, og verð-
ur þeirra getið í því sambandi, sem þau
fjalla um.
Þegar velja skal góðan grafreit, koma
einkum 3 atriði til greina: 1) heppileg
lega, 2) heppilegur jarðvegur, 3) nægileg
stærð.
Um leguna er það að segja, að sumir
hafa viljað fastákveða minnstu fjarlægð
frá íbúðarhúsmn og brunnum, en um
það gefur heilsufræðin þó ekki ákveðnar
reglur. Fjarlægðin fer eftir stæðinu, jarð-
vegi, grunnvatni og halla. Grafreit á ekki
að velja, þar sem grunnt er á grunnvatni
eða hætta er á, að flæði yfir. Halli á
grafreit er ekki heppilegur og einkum ó-
hafandi, ef grunnt er á grunnvatni og
hallar að íbúðarhúsum. Mjög laus jarð-
vegur er og slæmur í slíkum tilfellum.
1 kirkjugarðalögum vorum er svo fyrir
mælt, í 3. gr., að þar sem ekki er völ á
nægilega þuinum eða djúpum jarðvegi til
kirkjugarðsstæðis, skal sveitar- eða bæjar-
félagið kosta framræslu eða uppfyllingu
landsms, svo að unnt verði að taka nægi-
lega djúpar grafir, og vatn standi ekki í
gröfum.
Um jarðveginn er annars það að segja,
að sendinn jarðvegur er talinn beztur. 1
honum rotna líkin fyrst, barnslík eftir ca
4 ár og fullorðinna eftir 7—9 ár. Það sakar
ekki, að hann sé dálítið leirborinn,, en
deigulmór er slæmur. Hann er ýmist of
votur eða of þurr og tefur eða hindrar
rotnun, veldur adipocire eða mimiificatio.
Mjög moldarborinn jarðvegur og mór er
of rakur, en möl of gisin og hleypir yfir-
borðsvatni í gegn. Sprunginn jarðvegur
hleypir og yfirborðsvatninu í gegn og er
óliæfur. Þéttur jarðvegur losnar og bylt-
ist við gröftinn og er því betri fyrst um
sinn á eftir.
Grunnvatnið hefur mesta þýðingu,
meiri en sjálfur jarðvegurinn. Það má
aldrei ná kistunni. Það á að standa a. m.
k. 50 cm. lægra en kistubotninn, þegar
það stendur hæzt, til þess að vatn kom-
izt ekki að líkinu og rotnunarefnin frá
líkinu komizt ekki í vatnið. Ef jarðvegur
er laus, verður fjarlægðin að vera meiri.
f þessu sambandi kemur dýpt grafar-
innar til greina. I lögum vorum frá 1932
er svo fyrirmælt, i 10 gr., a.m.k. fullur
meter sé frá kistuloki upp á grafarbarm,
en í reglugerðinni frá 1934, 8. gr., er
þess krafizt, að dýpt grafa sé, þar sem
landslag leyfir, minnst 2 m., eða frá yfir-
borði kistu upp að grafarbarmi minnst 1
m. í Þýzkalandi er dýptin höfð 1 —2 m.
Ef grunnvatn stendur hátt, verður að ræsa
■fram eða hækka landið, eins og áður var
minnst á. Þegar velja á garðstæði, á að
grafa 2 eða fleiri grafir, 2 14—4 m. djúpt,
til þess að sjá hæð og rennsli grunnvatns-
ins.
Stærð grafreita fer eftir fólksfjölda og
áætlaðri fólksfjölgun og skipulagi þeirra.
Erlendis er þá miðað við meðaltal dá-
inna, fullorðinna og barna síðustu 10 ár.
Erfitt getur verið að áætla fólksfjölgun
hjá oss, einkum í bæjum. Stærð einstakra
grafstæða er víða ákveðin um 4 m2 eða
um 2,60 m. á lengd og 1,60 m. á breidd.
Er þá stærð grafarinnar ákveðin 2 m. á
lengd og 1. m. á breidd, en 30 cm. bil
öllum megin til þess að taka við rotnun-
arefnum frá kistunni. Þar sem grafir eru
teknar í röðum, má þó minnka þetta bil
um helming, og verða þá 30 cm. milli kist-
anna, eða breidd hvers leiðis 1,30 m.
1 reglugerð vorri frá 1934, 8. gr., er
ákveðið, að hverju leiði sé ætlaður flötur,
er sé 2^/2 ni. á lengd og 1% m- á breidd,
og er það mjög nálægt því, sem þegar er
getið.
Skipulag kirkjugarða hefur vitanlega á-
hrif á stærð þeirra. 1 8. gr. kirkjugarðs-
laganna er svo fyrirmælt, að gjöra skuli
uppdrætti að kirkjugörðum og sérfróður
maður skuli látinn gjöra tillögur um
skipulagið og uppdrætti þar að lútandi.
I reglugerðinni frá 1934 er í 8. gr. tekið
nánar fram um þetta og þar eru fyrirmæli
um stærð legstaða, eins og þegar er tekið
fram. Aðalgangstígar mega ekki vera
mjórri en 1 j/2 m. og hliðargangstígar ekki
mjórri en 1% m. 1 þessari sömu grein er
tekið fram, að kirkjugarðstæðið sé valið
í samráði við lækni, og skal hann votta,
að það fullnægi heilbrigðisreglum, og eru
einnig um það ákvæði í 7. gr. sjálfra lag-
anna. Um heimagrafreiti er læknisskoðun-
ar og álits hins vegar ekki krafizt. 1 34.
gr. segir, að þá skuli leggja fram vottorð
hreppstjóra og tveggja skilríkra manna
um, að staðurinn sé vel valinn.
Um skipulag kirkjugarða skal þess get-
ið, til viðbótar, að erlendis er það talið
tvenns konar, eldra og nýrra. Eldra skipu-
lagið er raðir legstaða með götum á milli
raðanna. Nýrra skipulagið eru svoneifndir
landslagsgrafreitir, en þar eru þeir gjörðir
svo, að þeir líkjast skemmtigörðum. Þeir
þurfa meira svæði. f eldri görðum er 1/6
ætlaður i götur, en i hinum nýrri 1/5 upp
í 1/2 í götur og ógrafin svæði.
Umsjón. — Undir hana má telja eftir-
lit og þær framkvæmdir, sem miða að
því, að varðveita og bæta grafreitina, en
hindra allar skemmdir og þær framkv.,
sem horfa til skemmda og óhollustu. Hér
skal í fáum orðum vikið að nokkrmn þess-
ara atriða.
Heppilegast er talið, að kirkjugarðar
séu í opinberri umsjá og ákveðnar reglur
um þá eru sjálfsagðar, svo sem dýpt cg
fjarlægðir grafa o. fl. Ekki má grafa svo
þétt, að kista sé við kistu, því að þá verður
of lítill jarðvegur til þess að taka við rotn-
uninni og auk þess geta þá óhollar loftteg-
undir komizt út úr gröfinni. Fjöldagrafir
eru og bannaðar. Mikill klæðnaður á lík-
uni tefur rotnun og einnig of sterkar og
þéttar kistm'. Grafhýsi (hvelfingar) eru
ekki talin heppileg, en eru þó leyfð. I
lögum vorum, 12. gr. er ákveðið, að banna
megi grafkapellur nema í sérstökum röð-
mn, og í reglugerðinni er ákveðið, að þær
skuli settar í sérstakri röð í útjaðri, vera
gerðar úr steini eða steinsteypu og mega
aldrei vera hærri en V2 m- ofanjarðar.
Grafir innan kirkju eru bannaðar með
kirkjulögunum, 9. gr.
Grafhvelfingar eru annars leyfilegar
frá hollustu sjónarmiði, ef svo er um búið,
að þær séu fyllilega loftþéttar að ofan og
allar neðanjarðar.
Að sjálfsögðu eiga kirkjugarðar að vera
vel girtir og fallega hirtir. Jurtagróður á
leiðum er talinn flýta rotnun og því heppi-
legur.
Þar, sem landrými er lítið, tíðkast það,
að grafa aftur á sama stað. Það er talið
gerlegt, þegar liðinn er tvöfaldur rotnun-
artími, þ. e. 25—30 ár frá því hann var
síðast notaður. 1 íslenzku lögunum hef ég
ekki séð slík ákvæði, en aftur á móti er
leyft að slétta yfir niðurlagða grafreiti
að þeim tíma liðnum, en jarðrask má ekki
gjöra fyrr en eftir 60 ár.
Líkbrennsla, sem nú orðið er í tízku.
verður ekki gjörð hér að umtalsefni, þar
sem það er utan þessa verkefnis. Vinir
líkbrennslu telja henni margt til gildis,
en uni leið finna þeir greftrun margt til
foráttu og er það stundum áróðurskennt.
Heilsufræðin hefur hingað til ekki gjört
upp á milli þessara tveggja aðferða út af
fyrir sig, þ. e. a. s. ef öll skilyrði til greftr-
unar eru góð og fullnægja þeim kröfum,
sem gjöra verður.
Þegar þeim skilyrðum er fullnægt hjá
báðum aðferðunum, verður það smekks-
atriði og e. t. v. lífsskoðunaratriði, hvora
aðferðina menn velja heldur.
AKRANES
9i