Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Blaðsíða 9
UÍV Fréttir
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2004 9
HVERTFÓRU PENINGARNIR?
Sveinbjörn Kristjánsson
Tileiginnota....................48.623.835
Árni Þór Vigfússon
Eigin reikningur.................6.921.000
Kristján Ra. Kristjánsson
Eigin reikningur.................1.460.250
RagnarOrri
Eigin reikningur.................4.428.315
Auður Harpa
Eigin reikningur...................730.000
Hlutafélög
Alvara lífsins \
Eigendur: Árni Þórog Kristján Ra.
Haninn ehf. _ _ _
Eigendur: Árni Þórog Kristján Ra.
Sveinbjörn varframkvæmdastjóri
og varamaður í stjórn.
129.211.536
22.421.824
% .-.i
Hafskip ehf..1|_y....................... 5.964.632
Eigandi: RagnarOrri.
5.175.000
1.918.383
Lífstíll ehf..
Eigendur: Árni Þór og Kristján Ra.
Bankastræti12ehf...:
Eigendur: Sveinbjörn og Ragnar Orri.
ísafoldarhúsið ehfJ
Eigendur: Árni Þór og Sveinbjörn.
1.743.000
Nýja kaffibrennslan ehf.
Eigendur: Árni Þór og Kristján Ra
1.000.000
Timburfélagið ehf.:
Sveinbjörn greiddi hlutafétil félagsins.
íslenska sjónvarpsfélagið.
4.000.000
25.144.182
Ymislegt..l_>(.......................2.404.983
Sveinbjöm greiddi reikninga í nafni annarra.
Samtals:...•..:...........!.......261.146.944
Unnusta Árna Þórs Vigfússonar stendur þétt við hlið hans í
stóra Landssímamálinu. Séra Vigfús Þór Árnason, sóknar-
prestur í Grafarvogi og faðir Árna Þórs, líkir verðandi
tengdadóttur sinn við klett í hafinu og segir hana búa yfir
óvenjumiklum styrk.
„Ég sé enga ástæðu til að forða
mér. Eg elska Arna Þór,“ segir Mariko
Margrét Ragnarsdóttir, fyrrum sjón-
varpsstjarna á Skjá einum og heit-
kona Árna Þórs Vigfússonar, eins
fimmmenninganna sem verma nú
bekk ákærðra í stóra Landssímamál-
inu.
Árni Þór og Mariko felldu hugi
saman löngu áður en Landssíma-
málið kom upp og bjuggu saman í
einni af penthouseíbúðunum við
Skúlagötu sem nú hafa verið boðnar
upp. Þaðan fluttu Árni Þór og Mariko
á Grundarstíginn, í hjarta 101. Þau
búa enn saman og erfiðleikarnir hafa
í raun þjappað þeim saman.
„Nú er bara að takast á við fram-
haldið hvernig sem það verður," seg-
ir Mariko en viðurkennir þó um leið
að ekki hafi þetta alltaf verið auðvelt.
Það þurfti sterk bein til að þola góðu
dagana og
enn sterkari
til að stíga
þau skref sem
nú eru farin á
vit óvissunn-
ar.
Aðspurð
segir Mariko
að brúðkaup
hennar og
Árna Þórs sé
ekki í spilun-
um eins og
stendur og þá ekki heldur sumarleyfi
á næstunni. Nú sé mikilvægast að
standa saman, þreyja þorrann og lifa
í voninni um farsælar lyktir fyrr en
síðar.
„Hún Mariko hefur svo mikinn
styrk. Hún ér eins og klettur," segir
séra Vigfús Þór Árnason, sóknar-
prestur í Grafarvogi og faðir Áma
Þórs. „Þetta er einstök manneskja
sem nú er að ljúka viðskiptafræði-
námi í Háskólanum í Reykjavík og í
því styður sonur minn hana eins og
hún hann í öðru.“
Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrver-
andi aðalféhirðir Landsímans, kom
til landsins með vél Iceland Express
frá Stansted í fyrrakvöld til að mæta
við réttarhöld í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gærmorgun. Gekk Sveinbjörn
firá borði laust eftir að skyggja tók og
fór í gegnum tollinn og út um út-
göngudyr Leifsstöðvar á þvxlíkri ferð
að eftir var tekið. Á leiðinni huldi
hann andlit sitt undir brúnum ryk-
fiakka og stök upp í bláan jeppa sem
beið hans við dyrnar. Hann var svo
mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur
árla morguns og gekk sem fyrr með
andlit sitt hulið sem best hann mátti.
hugaðri einkavæðingu fyrirtækis-
ins. Það hefur vakið undrun að ekk-
ert í tengslum við fjárdrátt Svein-
björns hafi komið upp í þeirri vinnu
þar sem venjan er að stemma af
reikninga. Eins eru menn undrandi
á því að ekki hafi verið athugað sér-
stakiega hvers vegna fyrirtæki eins
og Landssíminn hafi verið að greiða
háar upphæðir í dráttarvexti. Á
sama tíma var mikill peningur sett-
ur í að setja upp ný fjárhagsuppiýs-
ingakerfi.
Spurning um tíma
Sigurður Þórðarson rfkisendur-
skoðandi segir að samstarfsfólk
Sveinbjörns virðist hafa treyst hon-
um mjög vel. „Hann kemur sér í
mjög góða stöðu innan fýrirtækis-
ins sem gerir honum kleift að geta
dulið þetta í þennan tíma,“ segir
Sigurður. Hann hafi náð að blekkja
ekki bara endurskoðendurna og
stjórnendurna heldur einnig sam-
starfsfólkið. „Það er eilíft vándamál
að þeir sem eru með ásetning að
fremja eitthvert brot, framkvæma
þau og geta síðan varist því að þau
komist upp í ákveðinn tíma. Þetta
er einkenni á því þegar svona hæfur
maður skapar sér aðstöðu innan
fyrirtækisins til að geta varið þenn-
an gjörning." Sigurður segir menn
geta velt því fyrir sér hvort það hafi
tekið óeðlilega langan tíma fýrir
málið að komast upp. Hann vitnar
til úttektar frá Bandaríkjunum þar
sem fram kemur að einungis 21%
brota uppgötvist eftir fyrsta eða
annað ár.
„Auðvitað geta menn sagt að ytri
endurskoðendur, innri endurskoð-
endur eða stjórnendur hafi brugð-
■ist, ef þú vilt finna sökudólg að
þessari hlið málsins," segir Sigurð-
ur. „Þetta er alltaf spurning um
tíma, segi ég, um það hvenær svona
mál komast upp," segir Sigurður
Þórðarson. „Þetta gerðist svona og
það átti fleiri en einn aðili að upp-
götva þetta fyrr, en það gerðist
ekki," segir hann.
kgb@dv.is
DÓIVISTÓLL GÖTUNNAR
„Það er ótrúlegt að
þetta sé yfir höfuð
hægt. Ábyrgðin hlýtur
að liggja hjá stjórn-
endum fýrirtækisins."
Erla Soífía
Bjömsdóttii
„Það á bara að
stinga þeim inn og
henda lyklunum.
Þetta sýnir bara að
engum er treystandi
lengur."
Pétur Pétursson
„Þetta er ótrúleg
upphæð sem þeir ná.
Manninum var treyst
fyrir þessu en það er
alltaf hægt að stela ef
viljinn er fyrir
hendi."
Jón Guömundur Jóhaimsson
„Mér finnst þetta
sorglegt. Greinilegt að
eftirlitshlutverk ríkis-
ins hefur brugðist."
KristSn Guö-
mundsdótúr
„Mér finnst þeir
megi sitja inni. Þeir
sem gera eitthvað
svona eiga að gjalda
fyrir það."
Ásdls Gunnars-
dóttir
„íslendingar eru
orðnir svolítið gráð-
ugir. Það er margt
grunsamlegt við
þetta."
Lára Kristjana
Olafson