Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Qupperneq 22
22 LAUGARDAQUR 1.MAÍ2004
Fókus DV
Baróninn, íslenski sjóms
Sveinbjörn Egilsson hét maður úr Hafnarfirði, fæddur 1863. Ungan að árum greip
hann óeirð og hann hélt af landi brott og lagðist í úthafssiglingar. Hann flæktist til
Indlands þar sem hann varð innlyksa og var þar á flækingi um skeið meðan hann
beið eftir nýju skipsrúmi. Seinna gaf hann út Ferðaminningar sínar sem eru bæði
skemmtilegar og fróðlegar og segir hér að neðan frá kynnum hans af Þjóðverja
nokkrum sem kallaði sig barón og af indverskri frú sem þeir félagar heilluðust af,
þótt þeim stæði nokkur stuggur af henni um leið.
„Hann sagði mér að hann væri
á götunni og gæti hvergi fengið
inni. hetta þóttu mérharðit kostir
og spurði hann hvort hann væri
svangur en hann gaf ekkert út á
það. Ég spurði hann hvort hann
vildi carry og hrísgrjón; það þá
hann og fórum við inn aftur. Þeg-
ar í ljósið kom sá ég að þessi mað-
ur var illa klæddur og aumingja-
legur. Hann fékk svo mat og glas
af rommi og hresstist töluvert við
það.
Flúði brostnar ástir
Hann talaði ensku verr en ég og
spurði ég hann því hverrar þjóðar
hann væri og kvaðst hann Þjóð-
verji vera, hafa komið á ensku
skipi frá Hamborg til Calcutta en
sjóferðavottorð sín væru þannig
að hann mundi aldrei fá skiprúm
hér. Ég bað hann að lofa mér að
sjá skjalið og var sem hann sagði
að fyrir dugnað hafði hann fengið
slæman vitnisburð. Ég spurði
hann þá hvort hann væri ekki sjó-
maður en hann gaf lítið út á það,
sagðist vera barón von Luditz en
yngsti sonur [og] réttindalaus.
Kvaðst hann hafa verið trúlofaður
ríkri stúlku sem hefði svikið sig og
henni til storkunar fór hann í sigl-
ingar. Hér mætti enginn komast
—að.því hver hann væri, þá yrði það
símað heim, því ættmönnum sín-
um mundi þykja það skömm að
vita sig flækjast þannig.
Þetta þóttu mér stórtíðindi, því
trúgjarn var ég og hafði auk þess
lesið um eitthvað líkt þessu, en
eftir því sem við spjölluðum leng-
ur saman varð ég var við meiri fá-
visku en vænta mátti ef hann var
af slíkum höfðingjum kominn.
Óskrifandi aðalsmaður
Ég fór að hugsa margt og detta
í hug að maður þessi hefði þegar
séð hve lítilsigldur ég var og ætlaði
nú að nota sér það í hag. Ég spurði
hann því hiklaust hvort hann af
ásettu ráði væri að ljúga að mér en
því neitaði hann en grunur minn
var þó hinn sami...
Um klukkan þrjú var ég kom-
inn að sjómannaheimilinu og ekki
leið á löngu áður [en] ég kom auga
á baróninn. Virtist mér hann enn
lélegar til fara er ég sá hann við
dagsbirtu en hann hafði komið
mér fyrir sjónir kveldinu áður, því
í myrkri eru allir kettir gráir.
Við heilsuðumst og fórum að
tala saman. Ég spurði hann hvort
hann hefði ekki lært ensku og
sagði honum að ég gæti ekki skilið
það hve illa hann talaði, þar sem
hann væri af tignum ættum og
hefði því gengið á góða skóla, en
út á þessar athugasemdir gaf hann
lítið, en nú ásetti ég mér að ganga
úr skugga um hvort hann væri
stórlygari eða ekki og spurði hann
hvort hann vildi ekki verða mér
samferða inn á lestrarstofurnar og
bauð honum „cacao" er þangað
kæmi og því tók hann vel...
Þegar við vorum niður á lestr-
arsalnum bað ég um tvo bolla af
„cacao“, kökur, pappír og blek.
Svo sagði ég: „Herra barón von
Luditz, nú skrifa ég nafn mitt og
þér geymið þann miða, svo skrifið
þér yðar nafn á þetta blað, það læt
ég í vasa minn."
Hann horfði á mig litla stund
og segir svo: „Ég kann ekki að
skrifa."
Hitinn hefur ruglað ein-
hverju hjá honum
Ég spurði hann þá hvort hann
héldi að nokkur tryði því að hann
væri af aðalsættum og kynni ekki
að skrifa nafnið sitt og bað hann
að segja mér hið sanna, því mér
stæði svo hjartanlega á sama,
hvort hann væri heldur barón eða
glæpamaður, því ræflar værum
við báðir sem stæði og ættum við
að vera kunningjar, þá færi best á
því að við héldum okkur nokkurn
veginn við sannleikann...
[Á]ður en við fórum út úr lestr-
arsalnum var hann búinn að skýra
mér frá að hann væri fískimaður
frá Geestemunde; að hann hefði
haldið að vistin á hinum stóru
seglskipum sem færu til heitu
landanna væri góð og veran þar
skemmtileg, en að þær vonir
hefðu brugðist og verk sín á því
skipi er hann réðist hefði farið í
handskolum og afleiðingarnar
væru þær að hér væri hann einn
síns liðs, þúsundir af mílum frá
vandamönnum og vinum, með
slæm vottorð sem enginn vildi
líta.
Ég spurði hann að því hvernig
honum hefði til hugar komið að
segjast vera barón og ætlað sér að
fá menn til að trúa því, en því
svaraði hann svo að heima hefði
hann þekkt ungan mann, sem
sagður var sonur þjónustustúlku
á hóteli og einhvers greifa, og
„Eins og ég hefáður
um getið var megn
negralykt afþessari
konu og hálfbauð
mér við henni, en
baróninn var á góð-
um vegi að verða
skotinn; það ályktaði
ég afþví að þegar
við skildum við hana
bað hann hana um
koss og var það auð-
sótt mál og að end-
ingu grúfði hann sitt
afskræmda andlit
milli hinna miklu
brjósta og kvaðst
geta dáið þannig."
þetta sagða faðerni greiddi götu
þessa unga manns á ýmsan hátt.
Þetta datt honum í hug að reyna
hér, þegar hann var orðinn ein-
stæðingur og öll sund virtust lok-
uð.
Ég átti illt með að skilja þetta
að öllum líkindum hefur hitinn
ruglað einhverju hjá manninum
og hann ekki verið það sem við
hér stundum kölluð „normal“.“