Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 12

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 12
ið til þvottarins. Var það mikil breyting til batnaðar fyrir verkakonur, því að áð- ur var fiskur jafnan þveginn úti undir beru lofti hvernig sem viðraði frá því í marz og apríl og fram á haust því að geta má nærri að þurft hafi að leggja kapp á að verka slíkt fiskmagn sem þá var af öllum skipum verzlunarinnar, auk alls bátafisks, og fisks þess sem keyptur var af færeyskum og norsk- um fiskiskipum. Á næsta ári (1909) varð allmikil breyting á verzlunarrekstrinum. Togar- arnir hættu að leggja upp á Bíldudal. Mörg stærstu skipin hafði Thorsteins- son tekið burt, t. d. öll „Nesin“, og ýms fleiri, en aðeins nokkur þeirra, sem eftir voru, voru látin fara á veiðar. Kaupfé- lag hafði verið stofnað í Ketildölum, og kom því enginn fiskur þaðan, og svo að segja enginn af norðurströnd fjarðarins. Var ár þetta þvi kreppuár mikið fyrir Bílddæli. Það virðist svo sem Thorsteins- son hafi verið farinn að mis';a trúna á verzlunarrekstur á Bildudal, en haft all- an huga sinn á sunnlenzku útgerðinni og fiskverkuninni i Viðey. Árið eftir (1910) gengu öll þau skip, sem eftir voru á veiðar. Þá var vor hart og illt, og fórust þá fiskiskipin Gyða og Industri. Fór nú verzluninni hnignandi ár frá ári unz félagið hætti verzlunar- rekstri um áramótin 1913—14. Með því var lokið afskiptum Thorsteinssons af Bíldudal. Viðskipti við félag þetta voru mönnum að ýmsu leyti hagkvæm. Vinna og vara var borguð í peningum, svo að menn gátu verzlað hvar sem þeir vildu. Fóru nú að rísa upp smáverzlanir á Bíldudal, er furðu lægnar voru að ná í peninga þá, er félagið lét úti, þótt verð á vörum þeirra væri sjaldnast lægra eða vörugæði meiri. Einnig var þá um tima kaupfé- \ 2 lagsdeild, en ekki varð hún þá langvinn. Batnaði mjög efnahagur manna á þessu tímabili, og urðu ýmsir allvel stæðir, en þeir menn höfðu áður verið fáir, þótt vinna væri oft mikil. Um verzlunarhætti Thorsteinssons mætti eflaust margt rita. Hann komst ungur að verzlunarstörfum hjá kaup- mönnum, er voru arftakar einokunar- kaupmanna að þeim hugsunarhætti, að alþýða manna eða viðskiptamennirnir ættu að beygja sig að öllu leyti undir vilja kaupmanna, og hjá hinum cldri mönnum varð þá enn vart hinnar ótta- blöndnu lotningar fyrir kaupmannastétt- inni.* 1) Mun þetta, ef til vill að sumu leyti hafa mótað skapgerð Thorsteins- sons, en að öðru leyti var hann maður hinna nýrri tíma, og svo mikill kaup- maður að hann sá manna bezt livað við átti á hverjum tíma. Framan af verzl- unartíð sinni var hann t. d. mjög tregur til að láta peninga til viðskiptamanna sinna og verkamanna. öll viðskipti voru skrifuð í reikninga, jafnvel opinber gjöld máttu skrifast þar í reikning. Þegar ein- hver nefndi peninga var hann vanur að spyrja: „Hvað ætlið þér að gera með peninga?" En er honum var sagt það, svaraði hann venjulega: „Þetta getið þér allt fengið hjá mér, og ef það er eitthvað sem ég hef ekki, skal ég undir ‘) Greindur og minnugur maður, sem ólst upp i Hvamini við Dýrafjörð sagði mér eftirfarandi sögu: Eitt sinn, er hann var á 10. ári (1866) fékk hann að fara með fóstra sinum út að Þingeyri. En er þeir stíga upp á búðartröppumar veit hann ekki fyrri til en gainli maðurinn rýfur af honum húfuna og segir: „Taktu ofan, strákur! Ætlaðirðu að fara með húfuna alla leið inn að búðarborði?11 Sá hann jiá að fóstri hans var orðinn berhöfðaður, og þótti drengnum það kyn- legt, þar sem hér var livorki um kirkju né privathús að ræða. A K R A N E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.