Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 48

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 48
sofandi. Var ég áhugalaus fyrir flestu á þeim slóðum, ber helzt emhverja rækt til Kolviðarhóls. Og þegar þar var kom- ið hugrenningum minum, blasti Hóllinn við eins og hann líka lítur út nú orðið. Tel ég betur rækta minningu Kolviðar- hólshjóna, sem margur á líf og heilsu að launa, með því að fá herinn — fyrst hann er hér — til að skjóta byggingu þeirra í rúst, en láta hana grotna niður eins og hún gerir. Ég held að ég kynni nærri skár við að sjá steypubrot og sprengjugíga um allan hólinn en þurfa að horfa upp á fé og hross í óslegnu tún- inu rétt fyrir göngur, einkum þegar mað- ur getur gizkað á hvað á sig hafi orðið að leggja við að koma þessum bletti í rækt í fyrstu, en býlið er nú ámóta við- bjóðslegt eins og hrafnétin pestarskrokk- ur. Hóllinn hvarf, Hveradalimir birtust og síðan sást ekkert nema úrug, ’hnaus þykk grúfuþoka allt austur á Kambabrún. Þar sá niður úr, en reykir og brennisteins- fýla gusu upp á móti manni. Þetta var alveg eins og íslenzkt stjómmálalíf: skammsýni, eitur og óþefur á meðan nærri var verið fjöldanum. Nú fékk það að bera eða bresta hvort batnaði, þegar fækkaði um. Og Guð- mundur muldi undir sig veginn á þan- keyrslu austur að Selfossi. Þar skyldi áð og etið. Ég hafði ekkert húshald haft sjálfur, var því ílátalaus undir nesti þótt keypt hefði verið, en leizt illa á að flytja kann- ske vikuforða í bréfpokum, svo að ég treysti á fyrirhyggju annarra um það efni og var það vitað í Reykjavik, svo um áður er getið, en þegar samferðafólk- ið var búið, að gera á mér holdafarsat- hugun þangað austur, þótti vissara að bæta við töluverðu, bæði af sælgæti og undirstöðumat auk innbyrtrar máltíðar. Var siðan haldið af stað. Allir vita að Flóinn er ekki fjölbreytt- ur að landslagi, en þó er þar á einum stað farið á milli ása, svo að ögn þrengir að og brekkur lykja um blett. Þar var og fleiri tilbreytni: skrýfður kornakur, þó nokkur blettur blasti þar við á aðra hönd. Skrýtið þetta. Eina kornræktin, sem ég sá í þessu flata héraði var við hæðir. Skyldu brekkurnar hafa hert þá til áræðis? % var að velta fyrir mér komyrkju þessari alla leið austur fyrir Þjórsá, versl að ég hafði enga örugga tölu að reikna með hvort hún mundi borga sig eða vera tilhald eitt og briarí, og þannig komst ég austur í Holt að ég vissi ekk- ert hvort ég átli að óska Holtamönnum kornræktar eða ekki komræktar að ó- breyttu veðurfari. Þennan dag vom stórárnar austan fjalls ekki vatnsmiklar. ölfusá sýnist nú alla daga æði stórkonuleg alls staðar þar sem ég hefi séð hana, en Þjórsá undir brúnni er hreinasta fölsun. Hún rís þar á rönd og sýnir manni aðeins í skelþunna hliðina á sér. Hafi maður séð hana við Sultartanga og sopann, sem Tungnaá bætir þar við hana, þá furðar mann hve vatnsfallið getur logið af sér allan mikil- leik. Og vel sé henni fyrir það. Ekki hefðum við gagn af að borga á henni dýrari brú en hún þarf í þessari stellingu. Holtin tóku við. Veit ég enga sveit heita sannara nafni. Þar er holt við holt, en ræktimarlönd eru þar góð og mikil. Lá leiðin þar austur um og yfir mörg holt og mýrar allt að vegamótum Landvegar neðan Marteinstungu. Tók- um við þá leið. Nú skyldi haldið norð- ar betur. 48 A K R A N E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.