Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 20

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 20
að taka borgarstjómina af lífi. Borgar- ráðið miðlaði málum, minnkaði kom- flutning til Islands að þessu sinni — en viðskiptin við ísland mátti Hamborg engan veginn missa. Hamborgarar kynntu sig vel hér á landi og voru taldir liprir kaupsýslumenn. Þegar kom fram á 16. öld höfðu Danakonungar náð full- komnu valdi á því, hverjir sigldu til Is- lands — og þurftu þá allir kaupmenn að hafa leyfisbréf til verzlunar á ákveð- inni höfn, gegn gjaldi til konungs — og hafði raunar svo verið undanfarnar tvær aldir. Með bréfi 17. júní 1551 veitti Friðrik II. Danakonungur Jóhaxmi greifa af Ald- inborg leyfi til að sigla einu skipi ár- lega upp Nesvog og Grundarfjörð. Það, sem við nefnum Nesvog nú, hét Mjói- fjörður til foma. Nesvogur sá, er Aldin- borgargreifanum var veitt leyfi til að sigla upp einu skipi árlega, takmarkast af Búðamesi að norðan, Viðvikurtanga að austan — og hefir skjól fyrir vestan- átt af Bænhúshólma. Bústir verzlunar- búða í Búðarnesi sjást enn. Að sjálf- sögðu þyrfti að láta rannsaka tóftarbrot- in í Búðamesi, þar sem nokkrar likur standa til, að slík rannsókn gæti leitt í ljós eitt og annað frá þessum tímum, sem vert væri að varðveita frá gleymsku. Tel ég að Botaryklúbbur Stykkishólms ætti að beita sér fyrir því, að þessi rann- sókn yrði framkvæmd. Aldinborgargreifinn mun hafa átt rétt til hafnanna Nesvogs og Grundarfjarðar að mestu, á ámnum frá 1551 til 1593, eða í rúm 40 ár. Sumarið 1593, er skip greifans lá á Nesvogi, andaðist skipstjór- inn, Hans Koch, um borð í skipi sínu. Kom þá annar skipherra, Hans Honne frá Brimum og lagði Nesvog undir sig. Reif hann niður búðir greifans í Búðar- nesi og brenndi — og byggði sér nýjar búðir og tók upp viðskipti við bændur. Jafnframt hindraði hann menn greifans algerlega frá öllum kaupskap á Nesvogi. — ÍJt af þessari óleyfilegu valdatöku Brimarakaupmannsins á Nesvogshöfn spannst mikil deila, sem laulc á þann veg, að Aldinborgargreifinn missti af viðskiptunum á Nesvogshöfn í 2 ár, en konungurinn leigði Brimarakaupmannin- um Carsten Bache afnot hafnarinnar. Um þessar mundir urðu konungaskipti í Danmörku og Christian IV. tók við völdum. Þegar þessi tvö ár voru liðin, sem Carsten Bache hafði verzlunarleyfi fyrir Nesvogshöfn, sótti Aldinborgargreif- inn enn á ný um höfnina og var veitt leyfið. Varð nú hörku deila um höfnina milli Brimara og Aldinborgara, töldu Brimarar sig hafa forgangsrétt til leig- unnar, en konungur fylgdi þeirri gull- vægu reglu, að selja ávallt hæstbjóð- anda hafnimar á leigu, og að þessu sinni var það Aldinborgargreifinn. — Nú vildi svo til, að fógeti konungs var Brimari — og með aðstoð hans tókst Carsten Bache, Brimarakaupmanni, sem var sár yfir þvi að hafa misst af við- skiptunum í Nesvogi, að fá konung til að selja sér verzlunarleyfi fyrir höfn, er hann nefndi Stykkishólm. Með hálfgerð- um prettum verður Stykkishólmur þann- ig til sem verzlunarstaður. Er greifinn varð áskynja um þessi hrekkjabrögð, varð hann æfur. Segir greifinn í bréfi til konungs, að Brimarar hafi lagt Nesvog undir sig með því að nefna hann Stykkis- hólm — og þar með blekkt konung, sem ekki hafi vitað að þetta var einn og sami staður. Varð nú allt í uppnámi í konungsgarði. Konungur og kanslari voru reiðir yfir blekkingum Brimaranna, sem höfðu með klækjum og undirferli flekað út úr kanslaranum verzlunarleyfisbréf fyrir Styklcishólm, höfn, sem aldrei hafði 20 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.