Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 46

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 46
Sigurður Jónsson, frá Brún: TIL FJALLA OQ FRÁ — FYRSTI HLUTI — Svefnixm var að verða óvær. Ég fann það í gegnum syfjuna, að 'g var að missa af einhverju, sem ég hafði hlakk- að til. Og þarna mundi ég hvað það var. — Ég var að verða of seinn í ferðina, sem Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, hafði gefið mér kost á að fara með sér og fleira fjallelsku fólki, sem ætlaði upp í Tungnaárbotna eða lengra iaugardag- inn 15. september síðast liðinn. Ég rauk á fætur, fleygði á mig flíkun- um hringdi í bíl og greip hvílupokann, nesti var ekki mitt fag að sjá um, og á síðustu mínútunum náði ég að Þverholti 15, þar sem Guðmundur Jónasson frá Múla var að hýsa farþegahópinn í fjalla- bíl sínum R-346. Var þá að vörmu spori ekið af stað, og þá fyrst niður í Lindar- götu til að sækja þangað úrkomumæli, er upp skyldi setja hjá skála Jöklarann- sóknafélagsins, Jökulheimum, við Vonar- skarð sunnanvert. Sóttum við þetta verkfæri inn í Blikk- smiðju Reykjavikur og reyndist það hið mesta ferlíki og hvergi nærri húshæft i bílnum, bárum við því báknið þangað, sem Guðmundur stóð á bílþakinu og batt hann þar draslið niður. Var það ljótur ábaggi, enda þóttu þeir sjaldan fararprýði né flýtisauki, en Guðmundi.r kunni svo upp á að búa, að hvorki þurfti síðan um að bæta né í að taka, og var fljótur að, tóku menn sér þá sæti. Voru þar átta fomir og samvanir ferðafélagar og skipuðu sér svo, hvort sem ráðið hef- 46 ir kunnátta til starfa, mannvirðingar, fríðleikur, kynferði eða kunningsskapur, að Guðmundur sat við stýrið, og farar- stjórinn, Jón Eyþórsson, honum til hægri handar, en aftur frá þeim kom næst hið fríða kynið: Margrét Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir og þá Sigríður Árnadóttir og Hanna Brynjólfsdóttir, á milli þeirra hafði Magnús Jóhannsson aðsetur sitt, en aftast var yngsti maður fararinnar, Halldór Ólafsson, og undir- ritaður, maður öllum ókunnur nema Jóni og lítið eitt Guðmundi. Bak við okkur var skrani fyllt aftur í skott. Ferðin hófst, og þurfti nú ekki fleiri útúrkróka. Virtist Guðmundur ráðinn í að nota tímann og hafði drjúga ferð. Dimmt var í lofti og súld, svo að til lítils fagnaðar var að líta út. Þó varð mér á að skyggnast um inn með Suður- landsbrautinni. Það svæði hafði eitt sinn fallið í minn smekk. Þá var þar þétt byggð, eins konar smábýlasveit, ný tún og fögur, ný hús og mennilegar flestar framkvæmdir. Nú voru sum túnin komin í njóla, önnur undir götur og þau þriðju upp- rist til lóðaþakningar, eða útfjönduð af nýjum, svörtum skurðum, framleiðslan, sem þá var auðséð og fögur: græn taða var nú vafasöm, ósýnileg eða engin. Mörg er framförin. En Sogamýrin lá eftir og billinn rann áfram og ólund min yfir sumum framförunum viðraðist af mér. Ég var jafngóður orðinn að minnsta AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.