Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 28

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 28
Sinstaklingurinn er grundvöllur Tlolary Það, sem sameinar alla Rotaryfélaga, er sameiginlegur hugsjónagrundvöllur, sem vér byggjum allir á: „Þjónusta ofar sjálfshyggju — þjónustuhugsjónin — þjónustulundin. Það er þessi hugsjón, sem sameinar fullorðna og ábyrga menn í öllum lönd- um, af öllum kynflokkum, öllum trúar- brögðum, án tillits til stjórnmálasjónar- miða, í einn alheimsfélagsskap. Þar áttu kost á að hitta mann frá Indlandi, Ástra- líu, Suður-Afriku, Hawai, Peru, Ohio, Toronto, Islandi, já, hvaðan sem er. Þú hefir aldrei séð hann fyrr, en samt þekkirðu hann. Hann her Rotarymerkið í harminum. Þið vitið, að þið hafið báð- ir játazt hugsjón Rotary. Þið eruð vinir. Þið talið sama málið. Ekki bein- hnis málfræðilega. En mál hjartans, hug- ans og tilfinninganna er það sama. Þið skiljið hvor annan. Þið hafið samþykkt að reyna að koma á alþjóðlegum skiln- ingi og góðvild í heimi, sem þráir frið. Allir menn þrá frið og öryggi. Og dag- lega er háð barátta til að ná því tak- marki. Engin þjóð óskar eftir striði stríðsins vegna. En samt er herbúnaður- inn meiri en nokkru sinni fyrr. Hvers vegna? Já, það lætur i eyrum eins og firra og þversögn: Til þess að hindra stríð. Jafnframt er unnið mikið starf á vegum Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðasamtaka til að efla alþjóðaskiln- ing. Og gegn striði. Samstarf þjóða í milli nær nú inn á furðu mörg svið. Inn á svið félagsmála, menningarmála, vís- Þátlur þessi er útdráttur og lausleg þýð- irtg á erindi, sem Elias Sandvig, umdæm- isstjóri, flutíi á Rotaryþingi i Bodö fyrir nokkrum árum. — R. lóh. inda, fjármála, stjórnmála og mannúðar- mála, svo að nokkur séu nefnd. En mannkyninu miðar seint áfram, þegar um er að ræða uppbyggingu í þjónustu hins góða. Það er eins og óttinn hafi gert það magnstola, óttinn við neistann. sem kveikir i púðurtunnunni og tendrar alheimsbál — leysir ragnarök úr viðjum. —★— Við er að húast, að spurt sé: Hvað er það þá, sem hindrar það, að mennirnir öðlist frið og losni við striðsóttann? Það eru mennirnir sjálfir. Það eru mennirnir sjálfir, sem brugga þau ráð, sem fyrr eða síðar leiða til ófriðar. 1 einstrenginslegum kröfum sín- um fyrir land sitt og þjóð, gleyma þeir einföldustu kröfunum, sem gera verður til þeirra sjálfra. Þeir gleyma því, að fyrsta skilyrðið fyrir friði og samúð þjóða á milli er það, að þeir, sem ráða örlögum þjóðanna, lifi og láti aðra lifa samkvæmt skilningi á því, að aðrir eigi lika tilverurétt. Og það háttar eins til á alþjóðavettvangi og í þjóðmálaþjónustu, starfsþjónustu og klúbbþjónustu. Alls staðar er það persónuleg afstaða einstaklingsins, sem sker úr. Og nú er spurningin: Hver getur gert skyldu sína 28 AKRA.NES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.