Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 26

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 26
út á fiskveiðar. Gekk útgerðin sæmilega og var fiskurimx verkaður í Súgandisey. Brynjólfur Benediktsson verzlaði nokkur ár (um 1840) í félagi við Pétur Kol- beinsson (son Jóns kaupmanns) og var sú verzlun nefnd „Compagni-verzlunin í Stykkishólm“. Það Compagni endaði á þann veg, að Brynjólfur eignaðist allar eignirnar, en flutti skömmu síðar til Flateyjar. Hann varð ríkur maður og þótti mikill höfðingi. Kona hans var frú Herdís Benediktsen, sem ásamt dóttur sinni, gaf eignir sínar til að reisa kvenna- skóla við Breiðafjörð. Sá skóli var reistur að Staðarfelli, mikið fyrir tilstyrk heið- urshjónaima Soffíu Gestsdóttur og Magn- úsar Friðrikssonar, sem sýndu þá rausn að gefa Staðarfell sem skólasetur. Annar sonur Boga Benediktssonar, sem verzlaði í Stykkishólmi 1840—1860, var Benedikt Bogason „Rodemeistari". Hann hafði verið í Danmörku og haft að at- vinnu að vera „Rodemester“ eða skatt- kröfumaður í Kaupmannahöfn — og fest- ist þetta nafn við hann hér heima. Hann byggði verzlunar- og ibúðarhús þau, sem Samuel Richter og síðar Gramsverzlun áttu. Samuel Richter tók við verzlun Rodemeistarans, en Chr. Gram keypti svo af honum skömmu síðar. Richter var verzlunarstjóri Gramsverzlunar í nær 50 ár og stjórnaði hann verzluninni af fyrir- hyggju og mikilli lipurð. — Leonh. Tang keypti þessar fasteignir eftir síð- ustu aldamót — og loks keypti ég þær eftir 1930 ásamt fleiri fasteignum Tangs- verzlunar í Stykkishólmi. Eftir andlát Páls Hjaltalins tók sonur hans, Sören Hjaltalín við Clausensverzl- im og stjómaði henni í 3 eða 4 ár. Hann var faðir Magðalenu, konu Sæmundar Halldórssonar kaupmanns, sem var mikil merkiskona og lifði allan aldur sinn í Stykkishólmi. Árið 1879 flutti Holger Clausen til Stykkishólms og tók við verzl- uninni. Hann var þá nýkvæntur seinni konu sinni, Guðrúnu Þorkelsdóttur frá Staðastað. Heimili þeirra Clausenshjón- anna var rómað fyrir mikla rausn. Hol- ger Clausen var 18 ár í Stykkishólmi eða til 1897, en þá seldi hann eignir sínar til Leonh. Tang, sem hafði verið umboðs- maður hans í Kaupmannahöfn — og flutti til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Holger Clausen. Séra Eiríkur Kúld. Árið 1893 byrjaði Sæmundur Hall- dórsson að verzla i norðurenda gamla Apóteksins, en árið 1900 byggði hann verzlunarhús sitt, sem nefnt er „Hjalta- linshús“. Um aldamótin síðustu voru þrjár verzlanir í Stykkishólmi, Grams- verzlun, verzlunarstjóri Samuel Richter, Tangsverzlun, verzlunarstjóri Ármann Bjarnason og verzlun Sæmundar Hall- dórssonar, er hann veitti sjálfur forstöðu. Þessir þrír kaupmenn voru harla ólikir að skapgerð og í framkomu við viðskipta- menn sína — en áttu það sameiginlegt að vera stétt sinni til sóma í starfi sínu. Allt frá 1837, að Sass keypti verzlun- ina af Áma Thorlacius og fram til þessa tíma, eða í 120 ár, eru til höfuðbækur og viðskiptamannabækur, sem tekizt hef- ir að varðveita frá eyðilegingu — og hafa þær að geyma margvíslegan fróð- leik í sambandi við verzlun og útgerð 26 A K R A N E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.