Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 55
hamslausa veiði togaranna væri hættu-
leg á grunnmiðum, og þá alveg sérstak-
lega á uppeldis- og hrygningarsvæðum
fiskjarins. Hann fékk því — eins og fleiri
hér á Akranesi — mikinn áhuga fyrir
algerri friðun Faxaflóa. Létti honum
mjög er landhelgislinan var færð út, og
firðir og flóar friðaðir.
Kona Bjama Brynjólfssonar er Hall-
fríður Steinunn Sigtryggsdóttir, fædd á
Bræðraparti 20. maí 1874, og er því eitt
af ,.þúsund ára bömunum“ Hún er
fædd á heillaári, og allt líf hejinar hefur
verið heillaríkt, mótað af óvenjulegri
prúðmennsku og samvizkusemi til orðs
og æðis. Foreldrar Hallfríðar voru: Sig-
tryggur Guðmundsson bóndi i Kárabæ
cg á Bræðraparti og kona hans Halldóra
Ásmundsdóttir, frá Elínarhöfða, systir
Þorláks bónda Ásmundssonar í Kjalar-
dal og Ósi, og er það Bergsætt.
Þótt Bjarni stundaði alla tið sjóinn,
eins og hér hefur verið sagt, hafði hann
jafnan nokkrar kindur á fóðium. Bæði
var það nokkur búbót, en hann hafði
einnig mikla garðrækt, og það þótti hér
mikil nauðsyn að hafa eitthvað af líf-
rænum áburði til þess að bera i garðana.
Það liggur því í augum uppi, að hin al-
gera sjósókn Bjarna hafði gert það að
verkum, að þessi búsýsla heima, hafi
komið æði mikið niður á húsmóðurinni
og hörnunum, jafnóðum og þeim óx fisk-
ur um hrygg.
Á yngri árum Bjarna var hér ekki
mikið um skemmtanir. örsjaldan dans-
leikur þar sem einhver spilaði á litla
einfalda harmóniku eftir eyranu. Bjarni
hefur áreiðanlega verið dálítið músikalsk-
ur, þvi hann spilaði hér lengi fyrir dansi,
og þótti gera það vel, og af hjartans list.
Var þetta mjög mikils virði í allra fá-
breytni skemmtanalífsins þá, þar sem
lítið var um þessi hljóðfæri og enn færri
sem treystu sér með þau að fara.
Bjarni var, eins og áður er sagt, mjög
hægur maður og prúður, en seigur og
sinnugur. Hann var hinn mesti dreng-
skaparmaður og tryggur i lund, og hafði
mikinn áhuga fyrir framförum byggðar-
lags síns. Óvenjulega var hr.nn kunn-
ugur leiðum og lendingum hér í ná-
grenninu, enda fór hann þetta oft og
lengi, bæði á opnum skipum, og til flutn-
inga á mótorbátunum eftir að þeir komu
til sögunnar.
Hann var ágætur og umhyggjusamur
heimilisfaðir, og var hjónaband hans og
Hallfríðar mjög gott, Börn þeirra, sem
til aldurs komust:
1. Sigtryggur, sjómaður, Suðurgötu 80.
2. Ásmundur, matsmaður, Suðurg, 25.
3. Haraldur Gísli, trésmiður, Mánabr. 9.
4. Guðjón bifreiðastjóri á Suðurg. 103.
5. Dóra, gift Hirti Líndal, bifreiðastjóra
Sigurðssyni, Halldórssonar, skósmiðs,
Ólafssonar. Þau eiga einnig heima í
Bæjarstæði. Kjördóttir þeirra er Dóra
Líndal.
Allra þessara barna verður síðar getið
í þessum þáttum í sambandi við hús þau,
er þau nú búa i.
Alsystir Bjarna Biynjólfssonar er
Kristín Brynjólfsdóttir. Hún giftist Sigur-
jóni Einarssyni i Keflavik, en þau bjuggu
síðar á Litla-Hólmi í Leiru. Einar, faðir
Sigurjóns, var frá Norðurgarði í Hvol-
hreppi, Einarssonar, bóndi á Stóra-Mos-
hvoli i Hvolhreppi, Einarssonar. Einar
mun hafa verið ókvæntur, en bjó með
ráðskonum, hin fyrri þeirra var Þór-
unn Jónsdóttir í Nýjabæ í Laugardals-
sókn Ásbjörnssonar, en hún var móðir
Sigurjóns á Litla-Hólmi. Meðal barna
þeirra Sigurjóns og Kristínar eru:
Ingólfur Sigurjónsson, verkstjóri á
Litla-Hólmi og Þorbergur Pétur Sigur-
jónson, kaupmaður í Reykjavík.
A K R A N E S
55