Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 8
mönnum var sá starfi ekki laginn. Stund-
inn komu þrímöstruð barkskip með salt,
en þau flutu ekki með fullfermi að
bryggjunni, svo skipa varð upp á bát-
um eins og gera varð úr póstskipunum.
Þótti honum það seinlegt og sá að hér
þurfti aðgerða við.
Síldveiði nokkur var þá stundum á
Bíldudal. Gátu skipin því oft íengið nýja
beitu, en að geyma hana óskemmda var
ómögulegt þar sem ekkert íshús var á
staðnum. Þótti honum þar enn verkefni
fyrir höndum. Sumarið 1896 lét liann
byggja allstórt íshús, er hann þá stækk-
aði tveim árum síðar. Sendi hann nú
skip eftir ísfarmi til Reykjavíkur og
jafnframt mann til að kynna sér um-
sjón og fyrirkomulag slíkra húsa. Jafn-
hliða lét hann gera 2 tjarnir um 8ooom-
að flatarmáli og var garður á milli
þeirra. Tilheyrði ytri tjörnin íshúsinu til
ístöku, en hin var gerð til þess að börn
Thorsteinssons og allir, sem vildu, gætu
notað hana til skautaferða. Tók íshús
þetta til starfa strax um veturinn. Ekki
var Thorsteinsson umsvifaminni á næsta
ári (1897). Lét hann þá gera veg frá
Banaklettum og inn að svonefndu Búðar-
gili. Var hann um 600 m að lengd, og
svo breiður að enn (1944) er hann not-
aður sem bílvegur. Þá byggði hann og
hús til fiskgeymslu og saltgcymslu, er
kallað var Langiskúr. Var hann 76 m
langur en tæpra 6 m breiður. Þá lét
hann gera hafskipabryggju um 50 m
langa og 7 m breiða framan til. Var hún
svo öflug og náði svo langt fram, að
póstskip Sameinaða félagsins gátu legið
við hana og affermt. Við bryggju þessa
ofan til byggði Thorsteinsson hús, til
þess að þar yrði gert að nýjum fiski. Var
hús þetta 10X10 m, byggt á staurum og
féll sjór undir það.
Mátti telja allt þetta mikil mannvirki
gerð á einu sumri eftir þeirra tíma mæli-
kvarða og tilliti til annarra verzlunar-
staða jafnvel Isafjarðar og Reykjavíkur.
Var nú fjöldi verkafólks á Bíldudal, karl-
ar og konur, bæði af Vestur- og Suður-
landi, og sjómenn úr öllum landsfjórð
ungum, því þótt Thorsteinsson hefði nú
í mörgu að snúast, gleymdi hann ekki
sjávarútveginum, en keypti hvert skip-
ið á fætur öðru bæði innanlands og ut-
an. Þar á meðal gufubát er ,,Muggur“
var nefndur. Var hann látinn stunda
fiskiveiðar með lóðum, en með nokkuð
öðrum hætti en nú gerist á íinubátum.
Var róið út á „doríum“, og voru tveir
menn á hverri með vissan lóðafjölda.
Þótti sú veiðiaðferð ekki allskostar hent-
ug, sízt í vondu tiðarfari. Mun Thor-
steinsson varla hafa grætt á útgcrð þess-
ari, því bát þennan seldi hann til útlanda
tveimur árum síðar.
Á þessum árum hafði Thorsteinsson
kolaafgreiðslu fyrir Sameinaða gufuskipa-
félagið, umboð lífsábyrgðarfélagsins Star,
bókasölu, sölu ýmsra algengra meðala,
hafði um tíma prentsmiðju, gaf út blað-
ið Amfirðing, og yfirleitt má fullyrða
að ekkert væri það gert sem til fram-
fara horfði, að ekki væri hann meira
eða minna við það riðinn. Voru og til-
lögur hans jafnan mikils metnar, þvi
að ráðdeild hans og hagsýni var öllum
kunn.
Árið 1895 varð bróðir Thorsteinssons,
Guðmundur Scheving, sem búsettur var
í Kaupmannahöfn meðeigandi í verzl-
uninni, og ári síðar keypti Thorsteins-
son verzlunarstaðinn Vatneyri við Pat-
reksfjörð, en nokkrum árum síðar hóf
hann verzlunarrekstur og þilskipaútgerð
í Hafnarfirði, árið 1900.
Um og eftir aldamótin keypti Thor-
steinsson 4 stóra enska kúttera til fiski-
veiða. Nefndi hann þá: Haganes, Kópa-
8
AKRANES