Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 35

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 35
Egill Stefánsson hefur byrjað eitthvað niðurlagningu síldar. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum með síldarreykhús. Hef- ur það gefið góða raun, og þykir síldin hið mesta hnossgæti. Salan er Jió mest innanlands. Hann hefur nú aulíið þessa starfsemi, og er nú byrjaður á niður- lagningu eins og fyrr segir. Er talið, að Egill sé á réttri leið með þetta. Vigfús Friðjónsscn er byrjaður að framleiða síldar-pasta í túbum. Hefur sala á því gengið vel, enda þykir þetta góð vara. Þá eru Siglfirðingar ekki alllitlir bú- menn, því að þeir áttu s. 1. sumar á 4. þúsund fjár á fjalli, og er það þcim nokkur styrkur. Bæjarstjórnin tók það ráð, að hluta landið í smáspilldur, en bærinn á mestan hluta lands í Siglufirði nú orðið. Suður í firðinum rekur bærinn stórt kiíabú á jörðinni Hól, er hann mun hafa keypt 1928. Frameftir mun þessi búskapur hafa gengið fremur illa, og verið að honum litill styrkur, nema síður sé. Nú sýnist þar allt vera í uppgangi og myndarlega rekið af mikl- um dugnaði og fyrirhyggju, en bústjór- inn er Guðmundar Jónasson, Húnvetn- ingur að ætt. Enginn búhnykkur væri það fyrir Siglfirðinga að missa hann frá þessari forsjá, því að allt virðist Guð- mundi fara þar vel úr hendi. Þar munu nú vera 60 mjólkandi kýr, og yfirleitt afbragðs gripir, en alls munu vera þar um 80 gripir í fjósi. Heyskapur mun vera um 2000 hestburðir. I ‘rækt- un munu vera um 30 ha. framræstir. Mun fljótlega vera hægt að hafa þarna á búi um 100 mjólkandi kýr. Það þykir mér saga til næsta bæjar, að s. 1. tvö ár, hefur bú þetta skilað 20 þúsund króna hagnaði hvort ár, en þá í hvoru tilfelli verið búið að afskrifa 40 þúsund krónur. Þrátt fyrir þessa miklu mjólkurframleiðslu á eigin búi, verða Siglfirðingar að fá mikla mjólk að. ★ Framtíð Siglufjarðar. Nokkuð ræddi ég við Jón bæjarstjóra um framtíð Siglufjarðar. Það, sem Sigl- firðingar leggja höfuðáherzlu á í sam- bandi við atvinnumálin, er að uppbygg- ingu atvinnuveganna verði þannig hag- að, að ekki standi allt og falli með síld- inni, ef hún bregzt, eins og raun gefur nú vitni um meira en áratug. Hana verði fremur að taka sem happ, þegar hún gefsí. Þetta hefur nú þegar verið reynt í framkvæmd með góðum árangri, sbr. það, sem hér hefur áður verið sagt um togarareksturinn. Það er mikilsvert atriði í þessu sambandi, að mannskap á skip- in hafa þeir heima fyrir. Skipin leggja þar upp allan afla, sem skapar bæjarbú- um, konum og körlum, mikla vinnu. En auk þess fullnægja þeir sjálfir öllum þörfum skipanna, nema hreinsun í slipp. Þeir hafa því hug á að auka enn við togaraflotann og auka fiskiðjumöguleika í sambandi við síldarverksmiðju sína Rauðku. Þá vilja þeir enn auka bátaflotann, og að tunnuverksmiðja ríkisins verði starf- rækt í 7—8 mánuði, og stefnt verði að því, að engin tunna verði flutt inn i landið fullgerð. Þá dreymir einnig um, að komið verði upp niðurlagningarverk- smiðju á síld. Þeir telja það mikla öfug- þróun að flytja slíkt hráefni sem íslenzka síldin sé, burt úr landinu, til þess að láta erlendar hendur vinna það. Ef síldin leggst ekki alveg frá, telja þeir og að þarna þurfi að koma upp lýsisherzlustöð. A K R A.NES •35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.