Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 37

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 37
ast upp í sjávarþorpum úti á landi, venjast sjómennskunni miklu fyrr og á eðlilegri hátt en jafnaldrar þeirra hér i Reykjavík, og er afleiðingin sú, að reykvískir unglingar eiga undir högg að sækja hvað skipsrúm snertir, ef eftir- spurnin eftir sjómönnum er ekki því meiri. Með því að gera út skólabátinn Dag nokkra hrið á hverju vori, hefur reykvískum unglingum verið gefinn kost- ur á róðrum í Faxaflóa, en betur má ef duga skal. Á því hlitur að reka fyrr eða síðar, að Islendingar eignist skóla- skip, þar sem ungum mönnum verði kennd alhliða sjómennska. Sjóvinnu- námskeið, sem haldin hafa verið í Reykjavík, og sjóvinnúdeildin í Gagn- fræðaskóla verknámsins veita allmiklar leiðbeiningar um sjóvinnubrögð, en ef sú fræðsla á að verða unglingunum að fullu gagni, verður hún að vera tengd einhverri sjósókn. Það er ekki hægt að ala upp fullkominn sjómann á þurru landi. Það hefur í augum annarra þjóða verið aðalsmerki Islendinga, að þeir hafa kunnað marga hluti, sem að gagni koma í lífinu. Þetta er nú að breytast í þá átt, að margir kunna aðeins fá störf svo vel sé. Þetta er varhugavert. Þótt menn geti ekki verið sérfræðingar á mörgum sviðum, er hverjum manni hollt að geta unnið meira en eitt ákveðið verk, ef svo kann að fara, að atvinnuleysi verði í þeirri starfsgrein, sem maðurinn hefur aflað sér mestrar þekkingar í. Aukin starfsfræðsla gæti meðal annars vakið athygli unglinga á þessari staðreynd. Hlutverk atvinnufræðslunnar er m. a. að benda unglingunum á allar starfs- greinar þjóðfélagsins, sem nokkru máli skipta, en þar eð starfsgreinum hefur fjölgað mjög mikið á seinni árum, er það ofætlun flestum unglingum að kynn- ast öllum þessum störfum algerlega á eigin spýtur. Hér verða foreldrar og kennarar að veita þeim aðstoð bæði með því að segja þeim frá störfunum og sýna þeim vinnustaðina. íslenzkar bókmennt- ir segja talsvert frá landbúnaði og fiskiveiðum, enda er ])ar um svo gamla atvinnuvegi að ræða, að eðlilegt má telj- ast, að talsvert hafi verið um þá skrifað. Hins vegar eru bókmenntirnar um iðn- aðinn all fátæklegar, og samt lifa álíka margir Islendingar af honum og land- búnaði og fiskiveiðum til samans. Glöggt yfirlit yfir hinar 52 viðurkenndu iðnir er naumast fáanlegt, og sama máli gegn- ir um yfirlit yfir iðjuna eða verksmiðju- iðnaðinn. Að mínu áliti er það sanngirn- iskrafa unglingunum til handa, að þeim sé veitt fræðsla bæði um þennan atvinnu- veg og alla aðra íslenzka atvinnuvegi a. m. k. í sama hlutfalli og þeim er ætlað að læra heiti fljóta i öðrum heimsálfum, er þeir fara sennilega aldrei yfir, eða heiti á jurtum, sem mestar likur eru til að þeir fái aldrei augum litið. Nú er það svo, að þótt unglingur viti um hvaða störf er að ræða í þjóðfélag- inu, þá er ekki víst, að honum sé ljóst, hvað honum sjálfum hentar bezt af þess- um störfum, og má vel vera, að for- eldrar og kennarar þurfi að leiðbeina honum í því efni. Við getum nú hugs- að okkur, að við spyrjum ungling nokk- urra spurninga, en það eru í raun og veru þær spurningar, sem hver einasti unglingur verður að svara áður en hann gengur endanlega frá ævistarfsvali sínu. I erindum þeim, sem ég hef lialdið í gagnl'ræðaskólunum að undanförnu, hef ég bent unglingunum á þessi atriði: I fyrsta lagi er eðlilegt að spyrja: Ertu sterkur eða veikbyggður, hraustur eða veill. Ef þú ert heill heilsu og hefur meðalkrafta eða meira, geturðu í raun A K R A N E S 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.