Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Page 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Page 23
Venus er í byrjun ársins morgunstjarna, og kemurupptveim stundum fyr en sólin. Hún nálgast þá sólina, og hverfur smásaman inn í dagsljómann, svo að hún verður ósýnileg frá því í Marts og þartil í Juli. Þá verður hún kvöldstjarna. 28. Juli fer hún framhjá Ijónshjartanu (Regulus), einu mælistigi norðar en það, en gengur þá undir hálfri stundu síðar en sólin. 1 Augustmánuði fer hún gegnum Ijónsmerki og meyjarmerki, fer '° ^eptember norðanvert framhjá axinu (Spica) í meyjarmerki, er síðan gegnum vogarmerki og sporðdreka í Oktober mán- uoi 0g f November gegnum bogmann; við árslokin er hún í steingeitarmerki. Hún fjarlægist alltaf sólina meira og meira er komin ( December það austast frá sól, sem hún getur homizt. Um það mund gengur hún undir hérumbil 4 stund- ura eptir sólarlag. Mars kemur í byrjun árs upp kl. 5 á morgnana, og verð- l)r hann því sýnilegur hérumbil 4 stundir fyrir sólar uppkomu. * Januar og Februar fer hann gegnum vogarmerki og sporð- dreka, í Marts og April gegnum bogmann, og i Mai og Juni Regnum steingeitarmerki og vatnsbera. Seinast i Juni kemur hann upp um miðnætti. í Juli hægir hann smásaman á ferð stnni austur á við, stendur svo kyr í byrjun Augustmánaðar, °S tekur síðan á rás vestur á við. í byrjun Septembermán- aðar kemur hann í þverstefnu gagnvart sól, og verður því sýnilegur alla nóttina. Þá nemur hann aptur staðar í byrjun Oktobermánaðar, en tekur síðan til hreyfíngar austur á við, svo að hann verður í fiskamerki um árslokin. Jnpiter verður í byrjun ársins sýnilegur um skamma stund ’ytir uppkomu sólar, og er þá á rás austur á við inn í bog- fttannsmerki. Seinast ( April nemur hann staðar, en fer þar á eptir að hveyfast í vestlæga stefnu. Þá nemur hann aptur staðar Augustmánuði, en það sem eptir er ársins er hann ( hreyfíng austur á við. í miðjum Juni er hann hæst á lopti um miðnætti, sést þá alla nóttina. Þar eptir flýtir hann niðurgaungu sinni, svo að hann gengur undir um miðnætti í miðjum Juli, í miðjum Augustmánuði kl. 10, ( miðjum September kl. 8, í miðjum Oktober kl. 6. Á hinum stðari mánuðum ársins nálgast hann sohna og hverfur að sýn undir árslokin. Satnrnus er sýnilegur í byrjun ársins hérumbil 6 stundir eptir sólarlag, en hann nálgast sólina með miklum hraða, svo hann hverfur að sýn ( Februar mánuði. í lok Junimánaðar kemur hann aptur í Ijós, og rennur þá upp um miðnætti, en ( lok Juli mánaðar kemur hann upp kl. 10 á kvöldin; það er um solarlag. I byrjun Septembermánaðar er hann hæst á lopti um miðnætti, og sést þessvegna alla nóttina; en þaðan af fer hann að flýta niðurgaungu sinni æ meira og meira, svo að hann gengur undir kl. 2 um nóttina í lok Oktobermánaðar, í Novembers lok um miðnætti og í Decembers lok kl. 10 á kvöldin.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.