Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Side 38

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Side 38
1) Fjárlög íslands fyrir árin 1876 og 1877. 2) Lög um laun íslenzlcra embættisraanna. 3) Lög um skipun læknahéraðanna. 4) Lög um sölu prentsmiðju Islands í Reykjavík. 5) Lög um heiðurslaun handa J. S. alþíngism. Isfirðínga. 6) Lög um breytíng á tilsk. 26. Febr. 1872 um póstmál. 7) Lög um vegina á Islandi. 8) Lög um brunamál í Reykjavík. 9) Lög um verzlunarstað við Blönduós. Oktober 15. Skiptapi úr Leiru á Suðurnesjum, fórst skipið með firarn mönnum. — s. d. Póstgufuskipið Diana kom til Rvíkur í sjöttu ferð. Skipið hafði að færa eirmynd af Thorvaldsen, sem var gjöt frá Kaupmannahöfn í minníngu þúsund ára hátíðar Islands 1874. Skipið fór aptur 20. Oktbr. — 16. fórst skip með sex mönnum á Miðfirði í Húnav.s. ■— 17. varð fjarka mikið eldgos á Mývatnsöræfum, hafði eídurinn verið uppi að öðru hverju alt sumarið og síðara hluta undanfaranda vetrar. — 20. Konúngleg auglýsing um, að ríkisstjórn skuli falin á hendur rlkisarfa, meðan konúngur er ijærverandi á ferð sinni í útlöndum. — s. d. Landshöfðínginn leyfir bæjarstjórninni í Reykjavík að taka 2000 króna lán, til að kaupa fyrir „fjósker11 til að lýsa götur bæjarins. — 21. festi sig hvalr (14 álna laung andarnefja) á Laufás- grunni, fengust af henni rúmar 13 tunnur lýsis úr spikinu. — 23. Aætlun amtsráðsins í Suðuramtinu fyrir árið 1876; niðurjöfnun á lausafé 7,356 kr. 52 a., áætlaður afgángur við árslokin 1876: 500 krón. — 26. kom út Nr. 39—40 af blaðinu Norðanfara undir rit- stjórn Björns Jónssonar, frá hinni nýju prentsmiðju hans (sbr. 28. Juni), eptir að blaðið hafði legið niðri um hér- umbil 4 mánuði. — 26. andaðist húsfrú Guðlaug Björnsdóttir, kona sira Hjör- leifs Guttormssonar á Tjörn í Svarfaðardal, 63 ára. — 29. Skipuð með konúngsúrskurði nefnd þriggja manna í skattamálið: Magnús Stephensen, Halldór Friðriksson, Jón Sigurðsson frá Gautlöndum. — s. d. sömuleiðis skipuð fimm manna nefnd í skólamálið: Pétur biskup Pétursson, Jón Þorkelsson rektor, Dr. Grímur Thomsen, Þórarinn Böð varsson prófastur, Helgi Einarsson Helgesen, skólakennari í Reykjavík. November 3. stofnað sjómannafélag (sjómanna-klúbbur) í Rvík, handa sjómönnum og verkam. bæjarins, til skemt- unar og fróðleiks; frumkvöðlar voru Egifl Svb. Egilsson, Arni Thorsteinsson landfógeti, Matth. Jochumsson ritstj. og Þorlákur O. Johnson verzlunarmaður. — 7. Sunnudagaskóli handa iðnaðarmönnum byrjar í Reykja- (36)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.