Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Síða 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Síða 23
Mars er á hreyfíngu austur á við 1 upphafi ársins og færist ttær sjöstjörnúnni fer fram hjá henni að sunnan til í fyrra hluta hchruars. Um þetta bil verður Mars sýnilegur mestalla nóttina. niánuðina næstu á eptir verður hann ávallt á austurferð í Scgnum uxamerki, og er hann þar á ferð í Martsmánaðar lok á 01 “h hornabroddanna. Af því hann stendur hátt á lopti þá gengur hann til viðar um þessar mundir herumbil kl. 4 um nótt- lna. 1 Apríl og Maí fer hann í gegnum tvíburamerki og í næsta niauuði gegnum krabbamerki. I lok Júní mánaðar gengur hann Undir um miðnætti. ígegnum ljónsmerki fer han 17. Juli norð- anvcrt framhjá llegulus, og gengur nú undir skömmu eptir sól- arlag. Næstu mánuði, þá sem eptir koma, nálgast Mars sólina jneira og meira og hverfur þá í geisla hríng hennar, þar til hann Kemur seinast undir árslokin í ljós á morgnana skömmu fvrir sólar uppkomu mjög lágt á himinlivolfinn milli sporðdreka og hogmanns. Jupitcr er í upphafi árs í vatnsbera merki á austurleið inn a við á móti vatnsberanum. Hann gengur í miðjum Januar til Vlðar herumbil kl. 8. Síðan flýtir hann niðurgaungu sinni á Uí»stu mánuðum, svo að í miðjum Februar verður liún kl. 7, í ötiðjum Marts jafnsnemma sólinni, og hverfur þá að sýn. I siðara liluta af Juni fer hann að koma í ljós á morgnana, því hann kemur |>á upp um miðnætti, og í Juli mánaðar lok kl. 10 a kvöldin. Hreyfíngin liefir híngaðtil verið til austurs í fiskamerki, en stendur í stað 1 upphafi Augustmánaðar; síðan kemur hann í hreyfíng til vesturs, og kemst þá í hágaungu í byrjum Oktobers um miðnætti, og verður liann þessvegna sýnilegur alla nóttina. I upphafi Decembers heldur hann aptur kyrru fyrir, og er því hreyfíng hans um árs lokin austur á leið og má sjá stjörnuna alla leið til þess skömmu eptir miðnætti. Saturnus gengur undir 1 upphafi árs nálægt miðnætti. Síðan flýtir hann niðurgaungu sinni smásaman, svo að hún verður í miðjurn Februar kl. 10 að kvöldi til og 1 miðjum Marts kl. 8. þegar hann nú með þessu móti nálgast sólina, hverfur hann að sýn í lok Martsmánaðar. í lok Maimánaðar fer hann að koma í ljós á morgnana, að fyrstu einúngis stutta stund, en síðan lengur, því í Juni mánaðar lok kemur hann upp nálægt miðnætti og í lok Julimánaðar kl. 10 á kvöldin. Um þetta leyti er hann í hrútsmerki, og hefir numið þar staðar í upphafi Augustmánaðar. Hreyfíngin verður nú vestur á við, og í miðjum Oktober er stjarn- an 1 hágaungu um miðnætti og þessvegna synileg alla nóttina. Hún gengur að vísu undir æ fyr á kvöldin, cn hún verður þó sýnileg nokkrar klukkustundir eptir sólarlag þann tíma, sem eptir er af árinu.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.