Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Side 28

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Side 28
ÁRBÓK ÍSLANDS 1878. Janúar 5. Kom sunnanpóstur til Akureyrar og hafði verið 28 daga á leiðinni. Ollu því illviðri og ófærð. Póstur missti á leiðinni 7 hesta. — 10. Káðgjafinn veitir leyfi til að reist sje kirkja í Stykkis- hólmi. — 14. Andaðist síra Olafur jiorvaldsson, prestur að Yiðvík í Skagafirði, fæddur 1806. — 15. Auglýsing landshöfðingja um það, að fjallvegabótafjenu skuli þetta ár varið til vegabóta yfir Holtavörðuheiði, Svína- hraun, Grímstungnaheiði, Kaldadal og 'Mývatnsöræfi. — 16. Eptirstöðvar sparisjóðsins á Siglufirði 1. jan. 9,286 kr. 38 a. __ 19. Andaðist Ole Peter Möller, kaupmaður í Reykjavík, 63 ára. — 21. Tombóla á Öldunni við Seyðisfjörð. Ágóðinn, nál. 500 kr., ætlaður barnaskóla þar. — 25—29. Amtsráðsfundur í norður- og austurumdæminu. Amtsráðsmenn: Einar Ásmundsson og Jón Sigurðsson. — 29. Veitti ráðgjafinni prestinum að Prestsbakka í Stranda- sýslu 1,200 kr. lán til jarðabóta, og prestinum ais Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1,000 kr. lán til að reisa þar timburkirkju. — 31. Kvennaskólinn eyfirzki á 6,146 kr. 81 eyri. Auk þess er gefið og lofað árlega fyrst um sinu 629 kr. Af þeim er 400 kr. úr landssjóði. í þessum mánuði voru gleðileikir haldnir í Eeykjavík. Ágóðinn ánafnaður „Thorvaldsens-fjelagi “ Pebrúar 4. Veitti landshöfðingi amtsbókasafninu í Stykkis- hólmi 200 kr. styrk. — 5. Setti landshöfðingi Anton Tegner til að gegna læknis- störfum í vesturhluta Barðastrandarsýslu frá 1. marz næstk. til bráðabirgða. — 9. Veitti ráðgjafinn Gullbringu- og Kjósarsýslu 3,000 kr. lán til ais afstýra hallæri. — 11. Veitti landshöfðingi 87 kr. 50 a. til að kaupa 350expl. af „Um notkun manneldis í harðærum“ eptir dr. Jón Hjalta- lín, til útbýtingar gefins. — 18. Stofnaður alþýðuskóli í Plensborg við Hafnarfjörð af gjöf þórarinns prófasts Böðvarssonar i Görðum og konu hans. Eign skólans 7,500 kr. — 23. Sæmdi konungur Ásgeir alþingismann Einarsson á þing- eyrurn heiðursmerki dannebrogsmanna, og gjörði Ara lækni Arason á Plugumýri að kansellíráði. — s. d. Brjef landshöfðingja um það, að meðan kvennaskólinu í Reykjavík nýtur styrks úr landssjóði skuli hann vera undir umsjón stiptsyfirvaldanna. — s. d. í fyrsta sinn sjerstök verðlagsskrá fyrir Rangárvalla- sýslu. Meðalalin 59 a. Meðalalin í öðrum sýslum: í Borgar- fjarðar, Gullbringu- og Kjósar, Árness og Vestmannaeyja

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.